Breiðholtskirkja

 

Gönguhópurinn fellur niður á morgun

Vegna óviðráðanlegra ástæðna fellur gönguhópurinn niður á morgun miðvikudaginn 25. mars.  Hvetjum alla áhugasama til að nýta vorblíðu daganna og ganga í góðra vina hópi að viku liðinni miðvikudaginn 1. apríl.

Bryndís Malla Elídóttir, 24/3 2009

Maður er manns gaman og margt fleira

Á morgun, miðvikudag, fáum við góðan gest í heimsókn til okkar í Maður er manns gaman.  Halldóra Björnsdóttir kemur og fjallar um mikilvægi hreyfingar.  Samveran hefst klukkan 13:30.  Allir hjartanlega velkomnir.

Kyrrðarstund verður í kirkjunni á morgun, miðvikudag, og hefst klukkan 12:00.  Eftir hana verður léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. 

Kirkjuprakkarar hittast hressir og kátir klukkan 16:00 alla miðvikudaga.  Öll börn á aldrinum 7 – 9 ára eru velkomin í kirkjuprakkara.

Nína Björg Vilhelmsdóttir, 24/3 2009

TTT tók þátt í spurningakeppninni Jesús lifir

Helgin er svo sannarlega búin að vera annasöm hjá TTT.  Þau Ester, Inga og Matti fóru fyrir hönd Breiðholtskirkju og tóku þátt í spurningakeppninni Jesús lifir.    Þau stóðu sig með stakri prýði og voru kirkjunni sinni til sóma.  Til hamingju með árangurinn. Lesa áfram …

Nína Björg Vilhelmsdóttir, 22/3 2009

Brauð lífsins

Messa sunnudaginn 22. mars kl. 11, sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur þjónar.  Organisti kirkjunnar Julian E. Isaacs stjórnar kirkjukórnum sem leiðir almennan safnaðarsöng.  Prédikun dagsins fjallar um orð Jesú í Jóhannesarguðspjalli þar sem Jesús segir:  Ég er brauð lífsins.  Þann mun aldrei hungra, sem til mín kemur og þann aldrei þyrsta sem á mig trúir.

Sunnudagaskólinn er í messunni fram að ritningarlestrum en þá fara börnin niður í safnaðarheimili og halda sinni guðsþjónustu áfram þar með söng, sögum og fjársjóðsleit. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa Nína, Karen, Linda og Jóhann.

 Kaffi, djús, kex og ávextir að messu lokinni.

Bryndís Malla Elídóttir, 19/3 2009

Kyrrðarstund og kirkjuprakkarar

Kyrrðarstund hefst kl. 12 í dag eins og venja er á miðvikudögum, boðið verður upp á sjávarréttasúpu og nýbakar brauð eftir stundina í dag.

Kirkjuprakkararnir hittast kl. 16 í safnaðarheimilinu og eiga saman góða og uppbyggilega stund þar sem saman fer söngur, fræðsla, leikur og lífsgleði.

Bryndís Malla Elídóttir, 18/3 2009

Göngum saman í góðu veðri

Vorið er á næsta leiti og gönguhópurinn eflist í göngu sinni með viku hverri.  Í kvöld verður lagt af stað frá safnaðarheimili kirkjunnar stundvíslega kl. 19:30.

Bryndís Malla Elídóttir, 18/3 2009

Góðir gestir

Það voru sannarlega góðir gestir sem mættu í Maður er manns gaman s.l. miðvikudag.  Við fengum yngri barnakór kirkjunnar í heimsókn og þær sungu fyrir okkur nokkur lög.  Það voru fallegar raddir sem hljómuðu og andlit sem ljómuðu.  Eftir sönginn voru spilastokkarnir dregnir fram og voru kórstúlkurnar einkar áhugasamar að fylgjast með spilamennskunni.

Hreinn Eyjólfsson mætti til okkar með nikkuna sína og spilaði fyrir okkur.  Við þökkum þessum góðu gestum kærlega fyrir heimsóknina og vonumst til að þau eigi eftir að heimsækja okkur aftur á þessum vetri.

Í næstu samveru sem verður 25. mars mætir Halldóra Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur til okkar og fjallar um mikilvægi hreyfingar.

Nína Björg Vilhelmsdóttir, 17/3 2009

Skaftfellingamessa á sunnudaginn

Hin árlega Skaftfellingamessa verður næstkomandi sunnudag 15. mars kl. 14.  Þetta er fjórða árið í röð sem slík messa er haldin í samstarfi við Skaftfellingafélagið í Reykjavík.  Að þessu sinni eru það prestar úr Austur-Skaftafellssýslunni sem taka þátt í messunni.  Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson sóknarprestur á Höfn prédikar, ritningarlestra lesa sr. Einar Jónsson og sr. Fjalarr Sigurjónsson.  Prestar Breiðholtskirkju þjóna fyrir altari, en bæði sr. Gísli og sr. Bryndís Malla þjónuðu áður í Skaftafellsprófastsdæmi.  Samkór Hornafjarðar syngur ásamt Skaftfellingakórnum, organistar eru Friðrik Vignir Stefánsson og Kristín Jóhannesdóttir.  Einsöngvari er Sólveig Sigurðardóttir og trompetleikari Steinar Þór Kristinsson.  Að messu lokinni verður kaffisala á vegum Skaftfellingafélagsins þar sem gott tækifæri gefst til þess að hitta vini og ættingja.  

Sunnudagaskólinn verður eins og venjulega kl. 11 með fjásjóðsleit og fögnuði.

Bryndís Malla Elídóttir, 12/3 2009

VERTU MEÐ

Á morgun, miðvikudag, verður margt um að vera í kirkjunni.  Kyrrðarstundin verður á sínum stað og hefst kl. 12:00.  Eftir hana er léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu.

Félagsskapurinn Maður er manns gaman er öllum opinn.  Samverurnar eru haldnar hálfsmánaðarlega og hefjast klukkan 13:30.  Við ætlum að hittast á morgun og spila, spjalla, föndra og von er á góðum gestum.  Allir hjartanlega velkomnir og hvernig væri nú að bjóða nágrannanum með?

Kirkjuprakkarar hittast á sínum hefðbundna tíma klukkan 16:00.  Skemmtileg stund fyrir alla krakka á aldrinum 7-9 ára.  Nýir krakkar eru ávallt velkomnir.

Gönguhópurinn mætir galvaskur klukkan 19:30 og tekur góðan hring í hverfinu u.þ.b. 40 mínútna ganga.  Það er fátt eins gott til að næra líkama og sál og að fara í gönguferð.  Komdu með.

Nína Björg Vilhelmsdóttir, 10/3 2009

Sunnudagaskóli og messa

Sunnudagurinn 8. mars er annar sunnudagur í föstu.  Þá verður sunnudagaskólinn og messa kl. 11, barn borið til skírnar.  Prestur sr. Gísli Jónasson, organisti Julian E. Isaacs sem einnig stjórnar kór kirkjunnar.  Boðið verður upp á súpu og brauð að messu lokinni.  Allir velkomnir.

Bryndís Malla Elídóttir, 6/3 2009

Kirkjan er opin þriðjudaga og miðvikdaga frá 9:00-17:00 og fimmtudaga og föstudaga frá 9:00-14:00, s: 587 1500

Sóknarprestur er sr. Magnús Björn Björnsson, viðtalstími þriðjudaga til föstudaga kl. 11-12. s: 891 9840

Mánudagur

Kl. 21:00 AA fundur

Dagskrá ...