Breiðholtskirkja

 

Gönguhópur í kvöld

Í kvöld 4. mars verður lagt af stað frá safnaðarheimili kirkjunnar kl. 19:30 og gengið saman í ca. 40 mínútur.  Í síðustu gönguferð urðu á vegi hópsins fjórar kanínur og nú aðeins spurning hvort við sjáum þær fleiri í kvöld eða eitthvað allt annað sem náttúran býður upp á í vetrarbúningi sínum.  Allir eru velkomnir í gönguhópinn.

Bryndís Malla Elídóttir, 4/3 2009

Æskulýðsdagurinn 1. mars

Sunnudagurinn 1. mars er æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar. Yfirskrift dagsins er Í hendi Guðs.

Við höldum upp á daginn með guðsþjónustu, sem hefst klukkan 11:00,  þar sem unglingar og börn úr starfi Breiðholtskirkju koma að flestum þáttum. Við fáum til okkar góða gesti.  Hljómsveitin Insomia mun koma og flytja nokkur lög fyrir okkur af sinni alkunnu snilld og Mýsla og Músapési líta í heimsókn.

Eftir guðsþjónustuna er boðið uppá djús, kaffi og kex í safnaðarheimilinu.

Nína Björg Vilhelmsdóttir, 26/2 2009

UPP ER RUNNINN ÖSKUDAGUR

Í dag verður samvera hjá Maður er manns gaman.  Það verða dregin fram spil og púsl og kannski grípur einhver með sér handavinnuna sína.  Notaleg stund í góðum hópi.

Kirkjuprakkarafundurinn fellur niður í dag.  Allir eru velkomnir niður í kirkju til að syngja fyrir okkur.

Kyrrðarstundin er á sínum stað og hefst klukkan 12:00 í dag sem og alla aðra miðvikudaga.  Eftir stundina er léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu.

Að lokum minnum við á að TTT fundurinn hefst kl. 16:45 á morgun, fimmtudag.  Mikilvægt að koma klæddur eftir veðri þar sem við munum halda í ÆVINTÝRAFERÐ og verða mikið utandyra.

Nína Björg Vilhelmsdóttir, 25/2 2009

Ósýnilegi vinurinn um morgun og kvöld

Fjölskyldumessa verður sunnudaginn 22. febrúar kl. 11.  Þá mun Stoppleikhópurinn sýna leikritið Ósýnilegi vinurinn.  Leikritið fjallar um tvo vini sem leika sér mikið saman.  Annar á líka ósýnilegan vin sem er bæði stór og sterkur og alltaf tilbúinn að hjálpa vinum sínum.  Einstakt tækifæri til að sjá skemmtilega sýningu.

Tómasarmessa verður sama dag kl. 20.  Orð Guðs, fyrirbæn og tónlist við allra hæfi.  Sælir eru þeir sem hafa ekki séð og trúa þó (Jh. 20:29)

Bryndís Malla Elídóttir, 19/2 2009

SAMVINNA

Það styttist óðum í æskulýðsdaginn sem er 1. mars.  Kirkjuprakkarar eru byrjaðir að undirbúa sig fyrir æskulýðsdaginn, en þau sjá um almennu kirkjubænina í messunni.  Bænirnar voru þau að setja saman í gær ásamt góðum hjálparhellum sem koma úr fermingarstarfinu.  Lesa áfram …

Nína Björg Vilhelmsdóttir, 19/2 2009

Fjölmenn kyrrðarstund

Allan ársins hring eru kyrrðarstundir í kirkjunni kl. 12.  Þessar stundir hafa reynst mörgum dýrmætar enda eru þær alla jafna vel sóttar.  Í dag voru um 20 manns í kirkjunni og nutu helgistundarinnar og samfélagsins í safnaðarsalnum að henni lokinni en alltaf er boðið upp á léttan hádegisverð á miðvikudögum.  Bænarefnum fyrir næstu kyrrðarstund má koma á framfæri við presta kirkjunnar.

Bryndís Malla Elídóttir, 18/2 2009

Göngum saman — Walking Group

Næstkomandi miðvikudag (18. febrúar) klukkan 19:30 fer af stað gönguhópur frá Breiðholtskirkju.  Hugmyndin er að hittast vikulega á miðvikudögum og fá okkur hressandi göngutúr.  Gangan tekur u.þ.b. 40 mínútur og á að vera við allra hæfi.  Við byrjum og endum gönguna við kirkjuna.

We are starting a Walking Group. We will walk for about 40 minutes starting and ending at Breiðholts Church, the pace will be gentle but refreshing. The first walk will be next Wednesday (18th February) at 19:30. We are aiming to have a walk at this time once a week

Nína Björg Vilhelmsdóttir, 16/2 2009

Biblíudagurinn

Biblíudagurinn er næstkomandi sunnudag 15. febrúar.  Þá lýkur einnig menningarhátíð eldri borgara í Breiðholti.  Að því tilefni munu senjórítur Kvennakórs Reykjavíkur syngja við messu í Breiðholtskirkju kl. 11.  Stjórnandi kórsins er Ágota Joó.  Prestur er sr. Bryndís Malla Elídóttir. Tekið verður á móti frjálsum framlögum til Biblíufélagsins en það er elsta starfandi félag á Íslandi, stofnað 10. júlí 1815.  Kaffi og kökur í safnaðarheimilinu að lokinni messu.

Sunnudagaskólinn er á sínum stað kl. 11 í umsjón Nínu, Lindu, Karenar og Jóhanns.

Bryndís Malla Elídóttir, 12/2 2009

Níuviknafasta

Sunnudaginn 8. febrúar hefst níuviknafastan.  Messa verður kl. 11, prestur sr. Gísli Jónasson, kór kirkjunnar syngur undir stjórn Julian E. Isaacs.  Guðspjallstexti dagsins er dæmisaga Jesú úr Matteusarguðspjalli 25. kafla þar sem segir frá manni sem fól þjónum sínum að gæta eigna sinna.  Einum fékk hann fimm talentur, öðrum tvær og þeim þriðja eina og mun sr. Gísli heimfæra þessa sögu inn í aðstæður líðandi stundar.

Sunnudagskólinn fer á barnastarfshátíð prófastsdæmisins sem haldin verður á sunnudaginn kl. 11 í Grafarvogskirkju.  Gestur hátíðarinnar verður Björgvin Franz Gíslason.  Boðið verður upp á rútuferð frá kirkjunni kl. 10:40.  Allir velkomnir.

Bryndís Malla Elídóttir, 4/2 2009

Hver á jólahelgileikinn á stafrænu formi?

Okkur í kirkjuprökkurum langar mikið að horfa á jólahelgileikinn saman.  Því leitum við til ykkar sem tókuð helgileikinn upp.  Vill einhver vera svo góður að setja helgileikinn á DVD disk og lána okkur hann?

Kærleikskveðja frá kirkjuprökkurunum

Nína Björg Vilhelmsdóttir, 2/2 2009

Kirkjan er opin þriðjudaga og miðvikdaga frá 9:00-17:00 og fimmtudaga og föstudaga frá 9:00-14:00, s: 587 1500

Sóknarprestur er sr. Magnús Björn Björnsson, viðtalstími þriðjudaga til föstudaga kl. 11-12. s: 891 9840

Mánudagur

Kl. 21:00 AA fundur

Dagskrá ...