Breiðholtskirkja

 

Göngum saman í góðu veðri

Vorið er á næsta leiti og gönguhópurinn eflist í göngu sinni með viku hverri.  Í kvöld verður lagt af stað frá safnaðarheimili kirkjunnar stundvíslega kl. 19:30.

Bryndís Malla Elídóttir, 18/3 2009

Góðir gestir

Það voru sannarlega góðir gestir sem mættu í Maður er manns gaman s.l. miðvikudag.  Við fengum yngri barnakór kirkjunnar í heimsókn og þær sungu fyrir okkur nokkur lög.  Það voru fallegar raddir sem hljómuðu og andlit sem ljómuðu.  Eftir sönginn voru spilastokkarnir dregnir fram og voru kórstúlkurnar einkar áhugasamar að fylgjast með spilamennskunni.

Hreinn Eyjólfsson mætti til okkar með nikkuna sína og spilaði fyrir okkur.  Við þökkum þessum góðu gestum kærlega fyrir heimsóknina og vonumst til að þau eigi eftir að heimsækja okkur aftur á þessum vetri.

Í næstu samveru sem verður 25. mars mætir Halldóra Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur til okkar og fjallar um mikilvægi hreyfingar.

Nína Björg Vilhelmsdóttir, 17/3 2009

Skaftfellingamessa á sunnudaginn

Hin árlega Skaftfellingamessa verður næstkomandi sunnudag 15. mars kl. 14.  Þetta er fjórða árið í röð sem slík messa er haldin í samstarfi við Skaftfellingafélagið í Reykjavík.  Að þessu sinni eru það prestar úr Austur-Skaftafellssýslunni sem taka þátt í messunni.  Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson sóknarprestur á Höfn prédikar, ritningarlestra lesa sr. Einar Jónsson og sr. Fjalarr Sigurjónsson.  Prestar Breiðholtskirkju þjóna fyrir altari, en bæði sr. Gísli og sr. Bryndís Malla þjónuðu áður í Skaftafellsprófastsdæmi.  Samkór Hornafjarðar syngur ásamt Skaftfellingakórnum, organistar eru Friðrik Vignir Stefánsson og Kristín Jóhannesdóttir.  Einsöngvari er Sólveig Sigurðardóttir og trompetleikari Steinar Þór Kristinsson.  Að messu lokinni verður kaffisala á vegum Skaftfellingafélagsins þar sem gott tækifæri gefst til þess að hitta vini og ættingja.  

Sunnudagaskólinn verður eins og venjulega kl. 11 með fjásjóðsleit og fögnuði.

Bryndís Malla Elídóttir, 12/3 2009

VERTU MEÐ

Á morgun, miðvikudag, verður margt um að vera í kirkjunni.  Kyrrðarstundin verður á sínum stað og hefst kl. 12:00.  Eftir hana er léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu.

Félagsskapurinn Maður er manns gaman er öllum opinn.  Samverurnar eru haldnar hálfsmánaðarlega og hefjast klukkan 13:30.  Við ætlum að hittast á morgun og spila, spjalla, föndra og von er á góðum gestum.  Allir hjartanlega velkomnir og hvernig væri nú að bjóða nágrannanum með?

Kirkjuprakkarar hittast á sínum hefðbundna tíma klukkan 16:00.  Skemmtileg stund fyrir alla krakka á aldrinum 7-9 ára.  Nýir krakkar eru ávallt velkomnir.

Gönguhópurinn mætir galvaskur klukkan 19:30 og tekur góðan hring í hverfinu u.þ.b. 40 mínútna ganga.  Það er fátt eins gott til að næra líkama og sál og að fara í gönguferð.  Komdu með.

Nína Björg Vilhelmsdóttir, 10/3 2009

Sunnudagaskóli og messa

Sunnudagurinn 8. mars er annar sunnudagur í föstu.  Þá verður sunnudagaskólinn og messa kl. 11, barn borið til skírnar.  Prestur sr. Gísli Jónasson, organisti Julian E. Isaacs sem einnig stjórnar kór kirkjunnar.  Boðið verður upp á súpu og brauð að messu lokinni.  Allir velkomnir.

Bryndís Malla Elídóttir, 6/3 2009

Gönguhópur í kvöld

Í kvöld 4. mars verður lagt af stað frá safnaðarheimili kirkjunnar kl. 19:30 og gengið saman í ca. 40 mínútur.  Í síðustu gönguferð urðu á vegi hópsins fjórar kanínur og nú aðeins spurning hvort við sjáum þær fleiri í kvöld eða eitthvað allt annað sem náttúran býður upp á í vetrarbúningi sínum.  Allir eru velkomnir í gönguhópinn.

Bryndís Malla Elídóttir, 4/3 2009

Æskulýðsdagurinn 1. mars

Sunnudagurinn 1. mars er æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar. Yfirskrift dagsins er Í hendi Guðs.

Við höldum upp á daginn með guðsþjónustu, sem hefst klukkan 11:00,  þar sem unglingar og börn úr starfi Breiðholtskirkju koma að flestum þáttum. Við fáum til okkar góða gesti.  Hljómsveitin Insomia mun koma og flytja nokkur lög fyrir okkur af sinni alkunnu snilld og Mýsla og Músapési líta í heimsókn.

Eftir guðsþjónustuna er boðið uppá djús, kaffi og kex í safnaðarheimilinu.

Nína Björg Vilhelmsdóttir, 26/2 2009

UPP ER RUNNINN ÖSKUDAGUR

Í dag verður samvera hjá Maður er manns gaman.  Það verða dregin fram spil og púsl og kannski grípur einhver með sér handavinnuna sína.  Notaleg stund í góðum hópi.

Kirkjuprakkarafundurinn fellur niður í dag.  Allir eru velkomnir niður í kirkju til að syngja fyrir okkur.

Kyrrðarstundin er á sínum stað og hefst klukkan 12:00 í dag sem og alla aðra miðvikudaga.  Eftir stundina er léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu.

Að lokum minnum við á að TTT fundurinn hefst kl. 16:45 á morgun, fimmtudag.  Mikilvægt að koma klæddur eftir veðri þar sem við munum halda í ÆVINTÝRAFERÐ og verða mikið utandyra.

Nína Björg Vilhelmsdóttir, 25/2 2009

Ósýnilegi vinurinn um morgun og kvöld

Fjölskyldumessa verður sunnudaginn 22. febrúar kl. 11.  Þá mun Stoppleikhópurinn sýna leikritið Ósýnilegi vinurinn.  Leikritið fjallar um tvo vini sem leika sér mikið saman.  Annar á líka ósýnilegan vin sem er bæði stór og sterkur og alltaf tilbúinn að hjálpa vinum sínum.  Einstakt tækifæri til að sjá skemmtilega sýningu.

Tómasarmessa verður sama dag kl. 20.  Orð Guðs, fyrirbæn og tónlist við allra hæfi.  Sælir eru þeir sem hafa ekki séð og trúa þó (Jh. 20:29)

Bryndís Malla Elídóttir, 19/2 2009

SAMVINNA

Það styttist óðum í æskulýðsdaginn sem er 1. mars.  Kirkjuprakkarar eru byrjaðir að undirbúa sig fyrir æskulýðsdaginn, en þau sjá um almennu kirkjubænina í messunni.  Bænirnar voru þau að setja saman í gær ásamt góðum hjálparhellum sem koma úr fermingarstarfinu.  Lesa áfram …

Nína Björg Vilhelmsdóttir, 19/2 2009

Kirkjan er opin þriðjudaga og miðvikdaga frá 9:00-17:00 og fimmtudaga og föstudaga frá 9:00-14:00, s: 587 1500

Sóknarprestur er sr. Magnús Björn Björnsson, viðtalstími þriðjudaga til föstudaga kl. 11-12. s: 891 9840

Föstudagur

Kl. 11-12 viðtalstími presta
Kl. 10-12 foreldramorgunn

Dagskrá ...