Breiðholtskirkja

 

Vetur kvaddur

Miðvikudaginn 22. apríl klukkan 14:00 hefst hátíð í kirkjunni sem ber yfirskriftina Vetur kvaddur.  Hátíðin er samstarfsverkefni Breiðholtskirkju, félagsstarfsins í Gerðubergi og Árskógum og Þjónustumiðstöðvar Breiðholts. Kynnir á hátíðinni verður sr. Gísli Jónasson.

Allir eru hjartanlega velkomnir í kirkjuna, aðgangur er ókeypis.

Hægt er að sjá dagskrá hátíðarinnar ef smellt er á lesa áfram hér fyrir neðan.

Lesa áfram …

Nína Björg Vilhelmsdóttir, 21/4 2009

Vortónleikar barnakóra kirkjunnar

Laugardaginn 18. apríl klukkan 14:00 halda barnakórar kirkjunnar sína árlegu vortónleika.  Kórarnir eru tveir, eldri kór og yngri kór.  Þeir syngja ýmist saman eða sitt í hvoru lagi.

Eftir sönginn höldum við grillveislu í safnaðarheimilinu.

Allir eru velkomnir.

Nína Björg Vilhelmsdóttir, 17/4 2009

Fermingarmessa kl. 13:30

Sunnudaginn 19. apríl verða sex börn fermd í kirkjunni.  Messan hefst kl. 13:30 þegar Julian organisti leikur forspilið og börnin ásamt prestum kirkjunnar ganga inn kirkjugólfið.  Fermingarmessurnar eru hátíðlegar stundir þar sem gleðin ræður ríkjum þegar börnin eru spurð að því hvort þau vilji leitast við að hafa Jesú Krist að leiðtoga lífsins.   Allir veru velkomnir í fermingarmessu sunnudagsins!

Bryndís Malla Elídóttir, 17/4 2009

SUNNUDAGASKÓLINN FER Á FLAKK

Já þetta er alveg rétt, við erum að fara á flakk næsta sunnudag.  Okkur er boðið að taka þátt í vorhátíð hjá kirkjunum í Breiðholti.  Hátíðin er haldin í Seljakirkju og hefst klukkan 11:00.  Það er hægt að mæta beint í Seljakirkju eða mæta í kirkjuna okkar og ganga saman á hátíðina.

Við göngum af stað klukkan 10:40.

Á hátíðinni verður mikið fjör, skemmtilegur söngur og auðvitað Biblíusaga.  Að lokum verður öllum boðið upp á grillaðar pylsur og tilheyrandi.

Hittumst í sunnudagaskólanum með gleðibros á vör og sól í hjarta.

Nína Björg Vilhelmsdóttir, 15/4 2009

BINGÓ OG BARNASTARF

Það er margt skemmtilegt sem við höfum tekið okkur fyrir hendur í félagsskapnum Maður er manns gaman.  Á dögunum kom Halldóra Björnsdóttir í heimsókn til okkar og fjallaði um mikilvægi hreyfingar.  Erindið var áhugavert og mikilvægt, við þökkum Halldóru kærlega fyrir.

Á miðvikudaginn (15. apríl) klukkan 13:30 ætlum við að halda áfram að gera eitthvað skemmtilegt en þá höldum við vorbingó.  Allir hjartanlega velkomnir.

Kyrrðarstundin er í hádeginu og hefst klukkan 12:00, eftir hana er léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu.

Kirkjuprakkarar hittast þennan sama dag (þ.e. miðvikudag) klukkan 16:00.

Á fimmtudeginum klukkan 17:00 koma TTT krakkarnir saman, en það er fyrir alla krakka á aldrinum tíu til tólf ára.

Sjáumst í kirkjunni okkar.

Nína Björg Vilhelmsdóttir, 13/4 2009

Bænadagar og páskar

Skírdagskvöld: Messa kl. 20, í lok messunnar verður slökt á kertum, munir teknir af altarinu og rósir settar á altarið sem minna á sár Krists.

Föstudagurinn langi: Guðsþjónusta kl. 11, píslarsagan lesin og íhuguð.  Gunnhildur Halla Baldursdóttir syngur einsöng.

Páskadagur: Hátíðarmessa kl. 8 við sólarupprás.  Páskakertið tendrað sem lýsir í kirkjunni sem vitnisburður um sigur lífsins.  Að messu lokinni verður sameiginlegur morgunverður í safnaðarheimilinu, svokallað Pálínuboð þar sem kirkjugestir koma með það sem þeir vilja leggja til á morgunverðarborðið.  Þessi samvera á páskadagsmorgun er ákaflega ánægjuleg og ómissandi þeim sem einu sinni hafa tekið þátt.

Annar í páskum: Fermingarmessa kl. 13:30.

Verið velkomin í kirkjuna.

Bryndís Malla Elídóttir, 8/4 2009

Vinirnir í sunnudagaskólanum

Það er ávallt notalegt hjá okkur í sunnudagaskólanum.  Síðasta sunnudag, sem var pálmasunnudagur, hlustuðum við á frásögnina þegar Jesús kom ríðandi til Jerúsalem og fólkið fagnaði honum.  Eftir frásögnina tókum við okkur til og föndruðum.  Við bjuggum til þessar fínu páskakanínur og börnin undu sér hið besta.  Hún Emilía var svo elskuleg að útbúa handa okkur þessa fínu veislu og við vorum mjög þakklát fyrir það.

Næsti sunnudagaskóli verður 19. apríl klukkan 11:00.

Nína Björg Vilhelmsdóttir, 7/4 2009

Pálmasunnudagur

Sunnudagaskóli kl. 11 með þeim Nínu, Karenu, Lindu og Jóhanni.  Brúðurnar koma í heimsókn og sagt verður frá atburðum kyrruviku.   Börn á öllum aldri velkomin.

Fermingarmessa kl. 13:30 – ath. breyttan messutíma.  Prestar kirkjunnar þjóna, organisti Julian E. Isaacs, kór kirkjunnar syngur.

Bryndís Malla Elídóttir, 1/4 2009

MIÐVIKUDAGURINN 1. APRÍL

Viltu koma út að ganga í góðum félagsskap?  Þú ert velkomin að slást í hópinn og ganga hring um hverfið með okkur.  Við hittumst við kirkjuna (sunnanmegin) klukkan 19:30 og göngum í u.þ.b. 45 mínútur.

Kirkjuprakkarar hittast klukkan 16:00.  Á fundinum ætlum við að reyna að skilja hvernig Guð getur verið bæði faðir, sonur og heilagur andi.  Allir krakkar á aldrinum 7-9 ára eru hjartanlega velkomnir.

Kyrrðarstund kirkjunnar hefst klukkan 12:00.  Eftir stundina er léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu.

Nína Björg Vilhelmsdóttir, 31/3 2009

Fjölskylduguðsþjónusta og Tómasarmessa

Sunnudaginn 29. mars verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 með þátttöku yngri barnakórs kirkjunnar.  Prestur sr. Gísli Jónasson.   TTT koma og segja frá spurningarkeppninni úr I. Mósebók sem þau tóku þátt í fyrir kirkjunnar hönd.  Einnig verða góðir gestir úr sunnudagaskólanum virkir þátttakendur og því tilvalið að eiga góða stund í kirkjunni næstkomandi sunnudagsmorgun. 

Tómasarmessa verður á sunnudaginn kl. 20 með fyrirbæn, orði Guðs, máltíð Drottins og fjölbreyttri tónlist.  Einnig mun mótorhjólaklúbburinn Trúboðarnir taka þátt á sinn einstaka hátt.  Að messu lokinni verður boðið upp á kaffi og kleinur í safnaðarheimilinu.

Bryndís Malla Elídóttir, 26/3 2009

Sóknarprestur er sr. Magnús Björn Björnsson s. 8919840.
Viðtalstímar þriðjudaga til föstudaga kl. 11-12 eða eftir samkomulagi.
Prestur innflytjenda: Sr. Toshiki Toma
Héraðsprestur: dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson
Prófastur: sr. Gísli Jónasson
Framkvæmdastjóri Eldri borgararáðs: Þórey Dögg Jónsdóttir

Þriðjudagur

Kl. 11-12 viðtalstími presta
(Kl. 15:00 fermingarfræðsla. Birt með fyrirvara)

Dagskrá ...