Breiðholtskirkja

 

Sunnudagurinn 1. febrúar

Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir, organisti Julian E. Isaacs, kór kirkjunnar syngur.  Einnig munu tveir söngnemendur syngja einsöng við upphaf og lok messunnar.  Fjársjóðskistan er á sínum stað í sunnudagaskólanum þar sem alltaf er líf og fjör, mikill söngur og mikil gleði.  Hressing í safnaðarheimilinu að lokinni messu.  Allir velkomnir!

Skráning stendur yfir á námskeiðið Lifandi steinar í síma 892 2901 eða á breidholtskirkja@kirkjan.is.

Bryndís Malla Elídóttir, 31/1 2009

Marteinn Lúther og fjölskylda hans

Á morgun, miðvikudag kl. 13:30, verður samvera hjá hópnum Maður er manns gaman.   Þá mun dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson flytja erindi um Martein Lúther og fjölskyldu hans.  Marteinn Lúther er þekktastur fyrir að vera einn af siðbreytingarmönnum kirkjunnar á 16. öld.  Flestir þekkja til atburðarins sem átti sér stað við kirkjuna í Wittenberg en þar  setti Lúther fram, eða öllu heldur hengdi upp, 95 greinar sem innihéldu kenningar hans um kristna trú.  Það verður áhugavert að hlusta á Sigurjón Árna þegar hann leyfir okkur að skyggnast inn í hið persónulega líf Lúthers, sem er líklega flestum okkur framandi.   Eftir erindið verður boðið upp á kaffisopa.

Þó að samverustundirnar séu hugsaðar fyrir eldri borgara eru allir hjartanlega velkomnir.

Kyrrðarstundin er á sínum stað og hefst klukkan 12:00 eins og alla miðvikudaga ársins.  Léttur hádegisverður er eftir kyrrðarstundina.

Kirkjuprakkarar hittast klukkan 16:00 til 16:50.

Nína Björg Vilhelmsdóttir, 27/1 2009

Lifandi steinar – námskeið í febrúar

Lifandi steinar er námskeið í kristnu lífsviðhorfi.  Með því viljum við veita hjálp til tengsla við aðra, til að skilja sjálfan sig betur, til að auka skilning á gildi trúarinnar í hinu daglega lífi og til að sjá hvernig sunnudagurinn og guðsþjónustan geta glætt hvunndaginn lífi.  Markmið Lifandi steina er að veita innsýn í guðsþjónustuna, að skapa samfélag við aðra í söfnuðinum, að auka trú á eigin möguleika og hlutverk í messunni, að auka tengsl milli trúar og daglegs lífs, að veita hjálp til að vinna með spurningar er vakna um trúna og lífið, að stuðla að auknum trúarþroska.  Að þessu er stefnt með boðun, hópumræðum, kyrrðarstundum, íhugun og heimaverkefnum.  Umsjón með Lifandi steinum hafa Bryndís Malla Elídóttir og Nína Björg Vilhelmsdóttir.  Námskeiðið verður haldið í Breiðholtskirkju á þriðjudagskvöldum í febrúar og hefst 3. febrúar kl. 20.  Auk þess er námskeiðið laugardaginn 14. febrúar.  Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu, skráning er á breidholtskirkja@kirkjan.is eða í síma 587 1500 þar sem einnig er hægt að fá nánari upplýsingar um námskeiðið.

Bryndís Malla Elídóttir, 27/1 2009

Litamessa og Tómasarmessa

Sunnudaginn 25. janúar verður litamessa kl. 11.  Þá verður kirkjan skreytt í öllum litum regnbogans og tilvalið að mæta í litríkum fötum.  Yngri barnakórinn syngur og litalagið verður rifjað upp.  Boðið verður upp á appelsínugult djús og kex með hvítu kremi eftir messuna og að sjálfsögðu svart kaffi fyrir hina fullorðnu. 

Kl. 20 verður fyrsta Tómasarmessan á þessu ári í Breiðholtskirkju.  Í Tómasarmessunum er lögð áhersla á fyrirbæn og upplifundarþátt helgihaldsins bæði í söng og með þátttöku í máltíð Drottins.  Kaffisopi og samfélag í safnaðaheimilinu eftir messuna.

Bryndís Malla Elídóttir, 21/1 2009

Sakkeus á sunnudaginn

Sunnudaginn 18. janúar verður messa og sunnudagaskóli kl. 11.  Prestur, sr. Bryndís Malla Elídóttir og organisti Julian E. Isaacs sem einnig stjórnar kór kirkjunnar.  Guðspjallstexti dagsins er sagan um Sakkeus sem var lítill vexti en langaði til þess að sjá Jesú og klifraði því upp í tré.   Jesús sá Sakkeus, kallar hann niður úr trénu og segir við hann:  ‘I dag ber mér að vera í húsi þínu.  Hvað síðar varð um Sakkeus kemur fram í prédikuninni á sunnudaginn.  Eftir messuna verður boðið upp á kaffisopa í safnaðarheimilinu.

Bryndís Malla Elídóttir, 15/1 2009

Og þá er kátt í kirkjunni!

Fyrsta samvera okkar í félagsstarfinu, Maður er manns gaman, verður n.k. miðvikudag klukkan 13:30.  Við hefjum starfið með því að taka í spil og spjalla saman.   Eftir stundina munum við hittast annan hvern miðvikudag í kirkjunni, en dagskrá vetrarins verður sett inn síðar í vikunni.  Það er góð hugmynd að bjóða vinum og kunningjum með í kirkjuna og eiga þar stund saman, því maður er jú manns gaman.

Kyrrðarstundirnar eru á sínum stað, á hverjum miðvikudegi klukkan 12:00.  Eftir hana er léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu.

Kirkjuprakkarar mæta í kirkjuna klukkan 16:00.  Þá ætlum við að masa saman um það sem gerðist hjá okkur í fríinu og skoða nýju prakkarabækurnar okkar.

Já það er svo sannarlega kátt í kirkjunni þegar við hittumst þar.

Nína Björg Vilhelmsdóttir, 12/1 2009

Sunnudagaskóli og messa

Sunnudaginn 11. janúar hefst sunnudagaskólinn á ný eftir áramót.   Öll börn fá þá nýja fjársjóðsbók þar sem þau geta lesið um Mýslu og Músarpésa og safnað límmiðum fram á vor.  Á sama tíma verður messa eins og vanalega, prestur sunnudagsins er sr. Gísli Jónasson og organisti Julian E. Isaacs sem einnig stjórnar kór kirkjunnar.  Eftir sunnudagaskólann og messuna verður boðið upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu.

Bryndís Malla Elídóttir, 9/1 2009

Brátt hefst barnastarfið.

Í næstu viku  hefst allt barnastarf innan kirkjunnar.  Kirkjuprakkarar hittast miðvikudaginn 14. janúar klukkan 16;00, kóræfingar hjá yngri barnakórnum hefjast fimmtudaginn 15. janúar klukkan 14:15 og hjá eldri kórnum klukkan 15:30 og TTT hittast sama dag klukkan 17:00.  Það eru skemmtilegir mánuðir framundan hjá okkur í Breiðholtskirkju og við hlökkum til að hitta ykkur aftur og einnig vonum við að við fáum að kynnast  mörgum nýjum krökkum í vetur.  Allir krakkar eru hjartanlega velkomnir að bætast í hópinn.

Nína Björg Vilhelmsdóttir, 5/1 2009

Gleðilegt ár

Gamla árið verður kvatt með aftansöng á gamlárskvöld kl. 18, prestur:  Sr. Bryndís Malla Elídóttir, kór kirkjunnar syngur undir stjórn Julian E. Isaacs organisti.  Það er gott að geta þakkað fyrir liðið ár og horft með vongleði trúarinnar fram til nýs árs sem fagnað verður í kirkjunni með hátíðarmessu á nýársdag kl. 14.  Sr. Gísli Jónasson prédikar og þjónar fyrir altari, organisti kirkjunnar stjórnar kirkjukórnum sem leiðir almennan safnaðarsöng. 

Sunnudagaskólinn hefst aftur á nýju ári sunnudaginn 11. janúar 2009

Bryndís Malla Elídóttir, 30/12 2008

Helgihald um jól og áramót

Aðfangadagskvöld:  Aftansöngur kl. 18, hátíðarsöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar.  Prestur sr. Gísli Jónasson, kór kirkjunnar syngur undir stjórn Julian E. Isaacs,  Halla Margrét Árnadóttir syngur stólvers.

Jóladagur:  Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir, kór kirkjunnar syngur undir stjórn Julian E. Isaacs, sungið verður hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar.  Stólvers flytur Halla Margrét Árnadóttir.

Annar jóladagur:  Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14, prestar kirkjunnar þjóna.  Eldri barnakórinn syngur og börn úr kirkjuprökkurunum flytja helgileik. 

Sunnudagur milli jóla og nýárs:  Tómasarmessa kl. 20

Gamlárskvöld:  Aftansöngur kl. 18, prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir

Nýársdagur:  Hátíðarmessa með altarisgöngu kl. 14, prestur sr. Gísli Jónaason.  Kór kirkjunnar syngur í öllum hátíðarmessunum undir stjórn organista kirkjunnar Julian E. Isaacs.

Bryndís Malla Elídóttir, 19/12 2008

Kirkjan er opin þriðjudaga og miðvikdaga frá 9:00-17:00 og fimmtudaga og föstudaga frá 9:00-14:00, s: 587 1500

Sóknarprestur er sr. Magnús Björn Björnsson, viðtalstími þriðjudaga til föstudaga kl. 11-12. s: 891 9840

Miðvikudagur

Kl. 11-12 viðtalstími presta
Kl. 12:00 kyrrðarstund
Kl. 13:15 samverur eldri borgara (annan hvern miðvikudag)
Kl. 16:00 kirkjukrakkar
Kl. 17:30 TTT
Kl. 19:30 kóræfing

Dagskrá ...