Bíldudals- og Tálknafjarðarprestakall

 

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð söng við Guðsþjónustu í Tálknafjarðarkirkju í dag, sunnudaginn 25. mars.

Á þessari vorönn er kórinn skipaður 88 nemendum á aldrinum 16 - 20 ára.

Stjórnandi kórsins er Þorgerður Ingólfsdóttir en hún hefur stjórnað kórnum frá stofnun hans árið 1967.

Þetta er í fyrsta sinn sem Kór Menntaskólans við Hamrahlíð heimsækir suðursvæði Vestfjarða. Fararstjóri er Orri Páll Jóhannsson fulltrúi Reykjavíkurborgar í skólanefnd MH.

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð

Helgi Hjálmtýsson, 25/3 2012

Guðsþjónusta um jól og áramót

Jólabjöllur

Jólabjöllur

Guðsþjónusta um jól og áramót í Bíldudals- og Tálknafjarðarprestakalli verður sem hér segir:

Aðfangadagur

  • Bíldudalskirkja kl. 18
  • Tálknafjarðarkirkja kl. 22
  • Brjánslækjarkirkja kl. 24

Jóladagur

  • Tálknafjarðarkirkja kl. 13

Gamlársdagur

  • Bíldudalskirkja kl. 14

Helgi Hjálmtýsson, 20/12 2011

Aðventukvöld í Birkimel og á Bíldudal

  • Aðventukvöld verður í Birkimel miðvikudagskvöldið 14. desember kl. 21.
  • Aðventukvöld verður í Bíldudalskirkju fimmtudagskvöldið 15. desember kl. 20.

Komum saman og eigum notalega jólastund, allir eru velkomnir.

Helgi Hjálmtýsson, 12/12 2011

Minningarstund í Bíldudalskirkju

Minningarstund um Odd Björnsson, leikskáld, verður í Bíldudalskirkju laugardaginn 3. desember kl. 11.

Oddur lést 21. nóvember.

Eftir minningarstundina verður súpa og brauð í boði sóknarinnar í Gamlaskóla.

Helgi Hjálmtýsson, 2/12 2011

Aðventa í Tálknafjarðarkirkju

Guðsþjónusta verður á fyrsta sunnudag í aðventu þann 27. nóvember kl. 11 í Tálknafjarðarkirkju.

Fermingarbörn er hvött til að mæta ásamt foreldrum og systkinum.

Allir er hjartanlega velkomnir stórir sem smáir.

Helgi Hjálmtýsson, 25/11 2011

Guðsþjónusta í Bíldudalskirkju

Guðsþjónusta verður í Bíldudalskirkju verður sunnudaginn 13. nóvember kl. 14

Boðið verður upp á kaffisopa í Gamlaskóla eftir messu og en þar er til sýnis portrett af Árna Jónssyni, kaupmanni og athafnamanni, sem söfnuðinum hefur borist að gjöf. Árni var mikill velunnari Bíldudalskirkju og Bíldudals.

Fermingarbörn hvött til að mæta ásamt foreldrum og systkinum.

Helgi Hjálmtýsson, 11/11 2011

Guðsþjónusta í Tálknafjarðarkirkju

Guðsþjónusta verður í Tálknafjarðarkirkju sunnudaginn 30. október kl. 14.

Fermingarbörn taka þátt í þjónustunni og börn úr tónlistarskólanum.

Allir eru hjartanlega velkomnir!

Helgi Hjálmtýsson, 27/10 2011

Guðsþjónusta í Bíldudalskirkju

Guðsþjónusta verður í Bíldudalskirkju sunnudaginn 25. september kl. 14.

Fermingarbörn eru hvött til að mæta ásamt foreldrum og systkinum.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Helgi Hjálmtýsson, 23/9 2011

12 sporin – andlegt ferðalag

Nú er 12 spora starf að fara af stað.  Fyrsti fundur verður í safnaðarheimili Bíldudalskirkju (Gamlaskóla) fimmtudagskvöldið 6. október kl. 20–21.

Nánari upplýsingar um 12 spora starfið eru á netsíðu 12 sporanna, viniribata.is.

12 sporin – andlegt ferðalag er fyrir alla sem vilja skoða líf sitt og/eða öðlast fyllra líf.

Nánari upplýsingar hjá Ástu í síma 861 3604. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Helgi Hjálmtýsson, 19/9 2011

Fjölskyldumessa í Tálknafjarðarkirkju

Fjölskyldumessa verður í Tálknafjarðarkirkju sunnudaginn 18. september kl. 14.

Fermingarbörn eru hvött til að mæta ásamt foreldrum og systkinum. Allir hjartanlega velkomnir stórir sem smáir.

Sunnudagaskólinn hefst svo 2. október kl. 11.

Helgi Hjálmtýsson, 16/9 2011

RSS-þjónusta

Sr. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir
456 2696 / 861 3604
astapeturs@gmail.com

 

Bíldudals- og Tálknafjarðarprestakall, Bakkatúni, 465 Bíldudal. Sími og netfang: 456 2696 / 861 3604 / astapeturs@gmail.com · Kerfi RSS