Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Dagbók - atburður

Langholtskirkja: Konudagsmessa og barnastarfVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10154

Verið velkomin til Konudagsmessu n.k. sunnudag kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar og organisti er Árni Heiðar Karlsson. Lítill drengur verður borinn til skírnar í athöfninni. Gradualekór Langholtskirkju leiðir safnaðarsöng og tekur lagið fyrir kirkjugesti. Halldóra Eyjólfsdóttir sjúkraþjálfari og kvenfélagskona flytur hugvekju en samveran er sérstaklega tileinkuð starfi Kvenfélags Langholtssóknar í áranna rás.

Sunnudagaskólinn er á sínum stað og Sara Grímsdóttir og Hafdís Davíðsdóttir taka vel á móti börnunum.

Kirkjugestum verður boðið upp á heitar vöfflur með kaffinu í tilefni dagsins í safnaðarheimili eftir stundina. Við hvetjum þig til að njóta samfélagsins í kirkjunni með okkur.

Sjá nánar: www.langholtskirkja.is

19. febrúar 2017