Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Dagbók - atburður

Háteigskirkja: Sumarleg messa kl. 11Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10428

Við fögnum sumri með einfaldri messu og sumarlegum sálmum. Kammerkór Mosfellsbæjar syngur með okkur og fyrir okkur undir stjórn Símonar H. Ívarssonar. Þau flytja meðal annars tvo kafla úr Misa Flamenca eftir spænska gítarleikaran Paco Pena við gítarundirleik kórstjórans. Organisti er Kári Allansson og María Ágústsdóttir flytur stutta hugvekju um að segja skilið við vetrarmyrkrið og taka á móti sumarbirtu í hjarta. Börn eru sérstaklega velkomin í messuna og hafa leikhorn við Maríualtarið. Á eftir er boðið upp á léttan málsverð í Setrinu og farið í leiki. Samskot eru tekin til páskasöfnunar Hins íslenska biblíufélags: Biblíur til Kína.

Sjá nánar: www.hateigskirkja.is

23. apríl 2017