Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Dagbók - atburður

Útimessa kl 11 þar sem fyrsta lúterska messan var sunginVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10790

Útimessa verður við minnismerkið á Óseyrarbryggju í Hafnarfirði sunnudaginn 15. október kl 11 til að minnast þess að þar var fyrsta messan sungin hér á landi samkvæmt lúterskum sið. Þýskir kaupmenn reistu kirkju á Háagranda á árunum 1533 1534 og var messað þar í um sjö áratugi. Til að minnast þessa var myndarlegur steinbogi afhjúpaður við höfnina árið 2003. Vígslubiskupinn í Skálholti, sr Kristján Valur Ingólfsson, predikar á sunnudaginn og þjónar ásamt prestum Hafnarfjarðarkirkju. Fulltrúi þýska sendiráðsins verður viðstaddur. M.a. verða sungnir sálmar eftir Lúter. Eftir messuna býður Hafnarfjarðarsókn viðstöddum að þiggja kaffiveitingar í veitingahúsinu Kænunni sem er þar rétt hjá.

Útimessan er hluti af dagskrá í tilefni 500 ára siðbótarafmælisins á þessu ári og eru allir velkomnir.

Sunnudagskólinn verður í Hafnarfjarðarkirkju kl 11.

15. október 2017