Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Dagbók - 2. júlí 2017

Þriðji sunnudagur eftir Þrenningarhátíð - Þingmaríumessa (Vitjunardagur Maríu)

Lestrar og bænir dagsins

Helgiganga á TindastólVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10565

Sunnudaginn 2. júlí, kl. 9 árdegis verður helgiganga á Tindastól, ef veður leyfir. Hist við námuna sunnan við Skarð og gengið á Stólinn eftir stikaðri leið. Á leiðinni upp verður áð og fjallræða lesin. Reiknað er með ferðin taki 4-5 klukkustundir. Farið verður hægt yfir og gott að hafa með sér vatn á brúsa og smá nesti.

Verið velkomin!

Sjá nánar: http://kirkjan.is/saudarkrokskirkja

2. júlí 2017

Áskirkja: Messa 3. sunnudag eftir trínitatisVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10570

Messa kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Forsöngvari Ragnheiður Sara Grímsdóttir, orgelleikari Magnús Ragnarsson.

Sjá nánar: http://www.askirkja.is

2. júlí 2017

Guðsþjónusta í LágafellskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10572

Form og sálmar í sumarklæðum.

Prestur sr.Ragnheiður Jónsdóttir. Organisti Kjartan Jósefsson Ognibene,. Forsöngvari Bryndís Erlingsdóttir. Kirkjuvörður Hildur Backman.

Hjartanlega velkomin!

Sjá nánar: www.lagafellskirkja.is

2. júlí 2017

Guðsþjónusta í SejakirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10547

kl. 11, sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar

Sjá nánar: http://seljakirkja.is

2. júlí 2017

Háteigskirkja messa kl.11Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10571

Messa kl.11.

Prestur Eiríkur Jóhannsson.

Organisti Kári Allansson.

2. júlí 2017

Sleðbrjótskirkja - 90 ára afmæliVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10568

Sleðbrjótskirkja í Jökulsárhlíð fagnar 90 ára vígsluafmæli í sumar. Afmælisins verður minnst með hátíðarmessu í kirkjunni, sunnudaginn 2. júlí nk. kl. 14:00.

Við hátíðarmessuna á sunnudaginn mun frú Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, predika. Sr. Jóhanna I. Sigmarsdóttir og sr. Þorgeir Arason, fyrrverandi og núverandi sóknarprestar kirkjunnar, þjóna fyrir altari. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssókna syngur. Organisti og kórstjóri er Jón Ólafur Sigurðsson. Meðhjálpari er Margrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar.

Að messu lokinni verður athyglisverð byggingarsaga kirkjunnar rifjuð upp og sóknarnefnd býður viðstöddum í vöfflukaffi í safnaðarheimilinu.

Allir velkomnir!

Sóknarnefnd og sóknarprestur

Sjá nánar: egilsstadaprestakall.is

2. júlí 2017

Útimessa í ArnarbæliVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10569

Messað verður í Arnarbæli í Ölfusi sunnudaginn 2. júlí kl. 14:00.

Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna leiðir söng undir stjórn Hannesar Baldurssonar. Jón Ragnarsson sóknarprestur messar.

Kirkjukaffi í boði Kotstrandarsóknar og kirkjukórsins.

Arnarbæli er við Ölfusárósa. Ekið er frá Þjóðvegi nr. 1 um Arnarbælisveg nr. 375 u.þ.b. 1 km austan við Kotstrandarkirkju.

2. júlí 2017