Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Dagbók - 20. ágúst 2017

Tíundi sunnudagur eftir Þrenningarhátíð

Lestrar og bænir dagsins

Hallgrímskirkja: Messa kl. 11Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10623

Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkja leiða safnaðarsöng. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Barn borið til skírnar. Meðan barnastarfið er í sumarfríi hafa börnin aðgang að leikföngum aftast í kirkjunni.

Kaffisopi eftir messu.

Verið hjartanlega velkomin.

Sjá nánar: http://www.hallgrimskirkja.is

20. ágúst 2017

Helgistund í EngeyVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10612

Sunnudaginn 20. ágúst er áætlað að fara í safnaðarferð Seltjarnarnessafnaðar út í Engey ef veður leyfir. Við ætlum að leggja upp frá Grandagarði 14 í Reykjavík, þar sem Björgunarsveitin Ársæll hefur björgunarskipið sitt. 

Áætlað er að sigla frá landi kl. 11  með björgunarskipinu og út að Engey, þar sem fólk fer um borð í slöngubát til að komast í land. Björgunarsveitarmenn munu aðstoða fólk til að komast í slöngubátinn og úr honum. Fólk þarf að mæta í stígvélum og regnfatnaði. 

Organisti Seltjarnarneskirkju mun koma með harmónikkuna. Áætlað er að hafa helgistund í eyjunni þar sem sóknarprestur flytur stutta hugleiðingu.

Engey var í lögsagnarumdæmi Seltjarnarness til ársins 1974. Vitinn í Engey blasir við úr safnaðarsal Seltjarnarneskirkju. Segja má, að Seltjarnarneskirkja og vitinn í Engey kallist á. Svo stutt er loftlínan á milli þessara bygginga. 

Fólk þarf að skrá sig í ferðina og hringja í síma 899-6979 í síðasta lagi laugardaginn 19. ágúst. 

Ferðin kostar krónur eitt þúsund fyrir fullorðna og krónur fimm hundruð fyrir börn. Eftir helgistundina er öllum boðið upp á samlokur og drykk. 

Ef veður verður vont og ekki hægt að sigla út í Engey verður guðsþjónusta í Seltjarnarneskirkju kl. 11.   

20. ágúst 2017

Helgistund í Engey fellur niður - Guðsþjónusta í SeltjarnarneskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10624

Helgistundin sem átti að vera í Engey fellur niður. Björgunarsveitarmenn aflýstu ferðinni út i Engey vegna skorts á hjálparsveitarfólki. Reynt verður síðar að fara út í Engey.

Í staðinn verður guðsþjónusta í Seltjarnarneskirkju kl. 11.

20. ágúst 2017

Hveragerðiskirkja - MessaVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10613

Messa í Hveragerðiskirkju sunnudag 20. ágúst kl. 11:00.

Jón Ragnarsson sóknarprestur messar

Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna leiðir söng undir stjórn Miklósar Dalmay.

20. ágúst 2017

Messa í BreiðholtskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10618

Messa kl. 11. Prestur sr. Þórhallur Heimisson. Organisti Örn Magnússon, kór Breiðholtskirkju syngur. Kaffi í safnaðarheimili eftir messu.

Sjá nánar: www.breidholtskirkja.is

20. ágúst 2017

Skálholtsdómkirkja. Messa kl. 11.00.Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10622

Skálholtsdómkirkja. Messa kl. 11.00. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, annast prestsþjónustuna. Organisti er Ester Ólafsdóttir.

20. ágúst 2017

Kotstrandarkirkja - GuðsþjónsutaVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10614

Kotstrandarkirkja. Guðsþjónusta sunnudaginn 20. ágúst kl. 14:00.

Jón Ragnarsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari.

Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna leiðir söng undir stjórn Mikósar Dalmay.

20. ágúst 2017

Helgistund í Borgarkirkju kl. 16Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10621

Helgistund í Borgarkirkju á Mýrum. Þá verður staðarlýsing þar sem fjallað verður um Egilssögu og myndverkið Sonatorrek er vísar í sonamissi Egils og hvernig hann beitti skáldgáfu sinni til að glíma við harm sinn.

20. ágúst 2017