Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Dagbók - 29. október 2017

Atburðir

Tuttugasti sunnudagur eftir Þrenningarhátíð - Lúkasarmessa guðspjallamanns

Lestrar og bænir dagsins

Áskirkja: Barnastarf og messa á siðbótardaginnVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10839

Messa og barnastarf kl. 11. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon leiða samverustund sunnudagaskólans. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Hljómfélagið syngur undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi í Ási að lokinni messu.

Sjá nánar: http://www.askirkja.is

29. október 2017

Barnaguðsþjónusta í SeljakirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10727

kl. 11, gæðastund fjölskyldunnar

Sjá nánar: http://seljakirkja.is

29. október 2017

Fjölskylduguðsþjónusta i BreiðholtskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10853

Fjölskylduguðsþjónusta verður haldin kl.11.00 í Breiðholtskirkju, sem einnig er kölluð Tjaldkirkjan og stundum Indjánatjaldið við Mjódd í almennu tali.

Við syngjum og leikum og heyrum sögur úr Biblíunni. Sr.Þórhallur fer með söfnuðinn í indjánaleik og breytir kirkjunni í indjánakirkju. Síðan tekur við kirkjukaffi í safnaðarheimilinu. Allir hjartanlega velkomnir.

Sjá nánar: www.breidholtskirkja.is

29. október 2017

Háteigskirkja messa og barnastarf kl.11Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10842

Messa og barnastarf kl.11

Minnst verður siðbótar Lúters.

Valskórinn syngur í messunni, undir stjórn Báru Grímsdóttur.

Organisti er Steinar Logi Helgason.

Prestur Eiríkur Jóhannsson.

29. október 2017

Hátíðarmessa í DómkirkjunniVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10840

Hátíðarmessa 29. október kl. 11 á kirkjudegi Dómkirkjunnar og í tilefni af 5 alda afmæli siðbótarinnar. Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir prófessor og forseti guðfræði og trúarbragðafræðideildar predikar. Dr. Gunnar Jóhannes Gunnarsson formaður nefndar um 5 alda minningu siðbótar og Marinó Þorsteinsson formaður sóknarnefndar lesa ritningarlestra. Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir, Sr. Sveinn Valgeirsson og frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands þjóna. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Á trompeta leika Baldvin Oddsson og Guðmundur Hafsteinsson á básúnur Sigurður Þorbergsson og Oddur Björnsson. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu. Minnum á bílastæðin við Alþingi. Verið hjartanlega velkomin!

Sjá nánar: domkirkjan.is

29. október 2017

Hátíðarmessa í Hafnarfjarðarkirkju kl 11Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10849

500 ára siðbótarafmælisins minnst í söng, tali og tónum. Sr Jón Helgi Þórarinsson og sr Þórhildur Ólafs þjóna. Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Félagar í Barbörukórnum syngja. Lesarar sjá um lestur úr ritum Lúthers og um siðbótina. Erla Björg og Hjördís Rós sjá um fjölbreytta dagskrá í sunnudagskólanum sem hefst einnig kl 11. Boðið upp á súpu, brauð, kafii og djús í safnaðarheimilinu á eftir. Hátíðardagskrá 31. október kl 12 og kl 18. Sjá nánar á heimasíðu kirkjunnar.

Sjá nánar: www.hafnarfjardarkirkja.is

29. október 2017

Hrafnista HafnarfirðiVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10837

Guðsþjónusta kl. 11 í Menningarsalnum. Hrafnistukórinn leiðir safnaðarsöng. Organisti og kórstjóri Böðvar Magnússon. Ritningarlestur les Ingibjörg Hinriksdóttir. Sr. Svanhildur Blöndal prédikar og þjónar fyrir altar.

29. október 2017

Langholtskirkja: fjölskylduguðsþjónustaVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10843

Verið velkomin í fjölskylduguðsþjónustu kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar. Bryndís Baldvinsdóttir annast undirspil. Krúttakór Langholtskirkju syngur fyrir kirkjugesti undir stjórn Söru Grímsdóttur og Auðar Guðjohnsen. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður, messuþjónar og börn í barnastarfi kirkjunnar aðstoða við helgihaldið. Skemmtileg samverustund fyrir alla fjölskylduna. Kaffi og ávextir í safnaðarheimili eftir stundina.

Sjá nánar: www.langholtskirkja.is

29. október 2017

Messa í SelfosskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10835

Messa í Selfosskirkju sunnudaginn 29. október kl. 11:00. 500 ára afmælis siðbreytingarinnar minnst í orðum og sálmum. Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár, prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Sunnudagaskóli á sama tíma, umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum.

Súpa og brauð gegn vægu gjaldi í safnaðarheimilinu eftir messu.

Sjá nánar: selfosskirkja.is

29. október 2017

Seyðisfjarðarkirkja, sunnudagskóli og messaVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10852

Sunnudagaskólinn er á sínum stað kl. 11. Biblíusaga, Vaka og Rebbi og nýtt myndband með Hafdísi og Klemma. Djús og ávextir í safnaðarheimili eftir stundina.

Messa kl. 20. Kór Seyðisfjarðarkirkju, organisti er Jón Ólafur Sigurðsson. Kaffi og konfekt í safnaðarheimili eftir messu.

Verið velkomin

Sjá nánar: https://egilsstadaprestakall.com/2017/10/26/seydisfjardarkirkja-sunnudaginn-29-oktober/

29. október 2017

Skálholtsdómkirkja. Messa kl. 11.00.Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10845

MESSA sunnudag 29. október kl. 11.00.

Sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup og sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur annast prestsþjónustuna. Benedikt Kristjánsson syngur einsöng.

Organisti er Jón Bjarnason.

Stjórn Skalholts býður fólki veitingar eftir messuna í tilefni af því að vígslubiskupinn verður sjötugur. Allir eru velkomnir.

29. október 2017

Stokkseyrarkirkja messa kl. 11Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10844

Fjallað verður um siðbótarmálin og beðið verður fyrir nýkjörnu fólki á Alþingi. Kór Stokkseyrarkirkju. Organisti Haukur Arnarr Gíslason. Sr. Kristján Björnsson. Kirkjukaffi í Safnaðarheimilinu á eftir. Fermingarfræðsla eftir messuna með hádegishressingu. Barnaguðsþjónusta kl. 14 með Jóhönnu Ýr Jóhannsdóttur, æskulýðsfulltrúa.

Sjá nánar: https://www.facebook.com/Eyrarbakkaprestakall-432938403576630/

29. október 2017

Kyrrðarstund í ÁrbæjarkirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10748

Kyrrðar og fyrirbænarstund kl.12.00-12.30

Opið hús fyrir eldri borgara kl.12.30-15.30

Sjá nánar: arbaejarkirkirkja.is

Daglega frá 4. október 2017 til 13. desember 2017

Guðsþjónusta Landspítala LandakotiVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10838

Guðsþjónusta Landspítala Landakoti kl. 14:00 á stigapalli á 2 hæð. Sr. Sylvía Magnúsdóttir og organisti Ingunn Hildur Hauksdóttir

29. október 2017

Kolaportsmessa 29. okt kl. 14 í Kaffi Port í Kolaportinu.Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10841

Kolaportsmessa 29. okt kl. 14 í Kaffi Port í Kolaportinu.

Sr. Davíð Þór Jónsson og Ragnheiður Sverrisdóttir leiða stundina og predika.

Hjalti Jón Sverrisson sér um tónlistina.

Sjá nánar: domkirkjan.is

29. október 2017

Messa í Seljakirkju kl. 14Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10732

sr. Bryndís Malla Elídóttir prédikar og þjónar fyrir altari

Sjá nánar: http://seljakirkja.is

29. október 2017

Siðbótarmessa í BorgarneskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10848

Hátíðamessa í tilefni af 500 ára siðmbótar Marteins Lúthers. Organisti Steinunn Árnadóttir. Prestur Þorbjörn Hlynur Árnason

29. október 2017

Skarðskirkja á LandiVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10834

Guðsþjónusta kl.14.oo og kirkjukaffi eftir athöfn

29. október 2017

Sólheimakirkja. Guðsþjónusta kl. 14.00.Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10846

GUÐSÞJÓNUSTA sunnudag 29. október kl. 14.00.

Cell nemendur frá Bandaríkjunum, syngja, spila á gítar og lesa texta.

Prestur sr. Egill Hallgrímsson. Organisti Ester Ólafsdóttir.

Allir eru velkomnir.

29. október 2017

Stóruborgarkirkja, Grímsnesi. Kvöldstund við kertaljós kl. 20.30.Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10847

Kvöldstund við kertaljós, sunnudagskvöld kl. 20.30.

Endurnærandi bæna- og íhugunarstund í kvöldkyrrðinni.

Sr. Egill Hallgrímsson sóknarprestur leiðir stundina.

Öllum er velkomið að vera með í stundinni sem er með óvenjulegu sniði.

29. október 2017

Tómasarmessa í BreiðholtrskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10854

Tómasarmessa kl.20.00

Stór hópur fólks kemur að undirbúningi hverrar Tómasarmessu og margir sem taka þátt í sjálfri messunni. Tónlistin er fjölbreytt og á léttum nótum, fyrirbænin á stóran sess í messunni svo að allir þeir sem koma geti fengið að reyna þá blessun sem bæn til Drottins ber með sér. Að þessu sinni predikar sr.Þórhallur Heimisson út frá þemanu: Siðbótardagurinn er þörf á nýrri Siðbót og vakningu innan kirkjunnar?.

Tómasarmessan er tækifæri sem enginn má láta fram hjá sér fara.

Sjá nánar: www.breidholtskirkja.is

29. október 2017