Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Dagbók - 7. desember 2017

Aðventuhátíð barna í NeskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11011

Neskirkja býður börnum í leikskóla og fyrstu bekkjum grunnskóla í Vesturbænum, ásamt foreldrum, á aðventuhátíð í kirkjunni fimmtudaginn 7. desember kl. 17.30.

Sjá nánar: www.neskirkja.is

7. desember 2017

Kyrrðarbæn og hversdagsmessaVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10962

Hvern fimmtudag sest fólk niður í kapellu Grensáskirkju kl. 17.15 til að iðka kyrrðarbæn. Þetta er einföld stund með góðu orði í byrjun og síðan er dvalið í kyrrð i 15- 20 mínútur. Byrjendum er bent á að koma til samtals kl. 17.

Kl. 18 hefst síðan hversdagsmessa. Sungnir eru aðventu- og jólasálmar og einfaldir bænasöngvar og það er tónlistarmaðurinn og orgelneminn Kristján Hrannar sem leiðir söng og flytur eigin tónlist. Eftir stutta hugvekju er fyrirbænastund við altarið og síðan safnast um máltíð Drottins. Prestur er sr. María Ágústsdóttir.

Sjá nánar: www.kirkjan.is/grensaskirkja

7. desember 2017

Aðventukvöld í KirkjubæjarkirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11004

Aðventukvöld Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssókna 2017 verður haldið í Kirkjubæjarkirkju fimmtudagskvöldið 7. desember kl. 20:00.

Kirkjukór Kirkjubæjar og Sleðbrjóts syngur, organisti er Jón Ólafur Sigurðsson. Angelika Liebermeister syngur einsöng. Við heyrum jólafrásögn tengda Tungunni. Sr. Þorgeir leiðir stundina og flytur hugvekju.

Eftir stundina í kirkjunni býður Kvenfélag Hróarstungu í aðventukaffi í Tungubúð. Verið velkomin.

Sjá nánar: egilsstadaprestakall.is

7. desember 2017