Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Dagbók - 10. desember 2017

Atburðir

Annar sunnudagur í aðventu

Lestrar og bænir dagsins

Aðventukvöld í Lágafellskirkju, MosfellsbæVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10976

 Annan sunnudag í aðventu, 10. desemberr klukkan 20:00 verður hið árlega aðventukvöld í Lágafellskirkju. Fjöldi tónlistafólks kemur fram, þar á meðal Hópur úr Listaskóla Mosfellsbæjar, Berglind Björgúlfsdóttir og dætur, Sigrún Harðardóttir, Einar Clausen og kirkjukór Lágafellssóknar. Organsti er Þórður Sigurðarson organista. Ræðumaður kvöldins er Sigurður Hreiðar, innfæddur Mosfellingur . Prestar safnaðarins leiða stundina. Kaffiveitingar í safnaðarheimili að athöfninni lokinni.

Sjá nánar: www.lagafellskirkja.is

10. desember 2017

Aðventukvöld og sunnudagaskóli í EgilsstaðakirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11006

10. desember, annar sunnudagur í aðventu:

Sunnudagaskóli kl. 10:30 - síðasti fyrir jól

Heitt súkkulaði og piparkökur eftir stundina

Aðventuhátíð kirkjunnar kl. 18:00

Barnakór kirkjunnar, Liljurnar og Kirkjukórinn syngja

Ljósaþáttur fermingarbarna

Rúnar Snær Reynisson sér um jólalegan upplestur

Hugvekja: Sr. Erla Björk Jónsdóttir héraðsprestur

Verið velkomin!

Sjá nánar: egilsstadakirkja.is

10. desember 2017

Englatré og messa í GrensáskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11021

Á öðrum sunnudegi í aðventu er morgunkaffi í Grensáskirkju kl. 10. Síðan er bænastund í kapellu kl. 10.15 til undirbúnings messunni sem byrjar kl. 11. Þjónustan er í höndum messuþjóna, sr. Maríu Ágústsdóttur, Ástu Haraldsdóttur organista og sönghóps frá Vox Feminae. Sunnudagaskólann annast Daníel Ágúst Gautason með sínu fólki. Kaffisopi á eftir. Á englatrénu hanga enn spjöld með (leyni)nöfnum og aldri barna fanga sem bíða þess að vera sett á pakka og síðan undir tréð.

Sjá nánar: http://kirkjan.is/grensaskirkja/

10. desember 2017

Aðventuhátíð ÁstjarnarkirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11008

Árleg aðventuhátíð Ástjarnarkirkju verður sunnudaginn 10. desember kl. 11:00.

Báðir kórar kirkjunnar, kirkjukórinn og barnakórinn syngja.

Barnakórin flytur söngleikurinn Draumur trjánna en tónlistin er eftir tónlistarstjóra kirkjunnar Keith Reed. Sögumaður er Björgvin Franz Gíslason leikari. Prestur er sr. Kjartan Jónsson.

Sjá nánar: http://astjarnarkirkja.is

10. desember 2017

Aðventuhátíð barna í VídalínskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11023

Aðventuhátíð barnanna kl. 11.00 Helgileikur TTT og Barnakór Vídalínskirkju syngur. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og fræðarar sunnudagaskólans.

Sjá nánar: http://gardasokn.is

10. desember 2017

Áskirkja: Barnastarf, messa og aðventuhátíð 2. sunnudag í aðventuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11010

Messa og barnastarf kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemar annast samveru sunnudagaskólans. Kammerkór Áskirkju leiðir messusöng. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Kaffi eftir messu.

Aðventuhátíð kl. 16. Almennur söngur og kórsöngur undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar, ljóðalestur og helgileikur fermingarbarna. Ræðumaður séra Haraldur M. Kristjánsson sóknarprestur í Vík í Mýrdal. Súkkulaði og smákökur í boði sóknarnefndar Ássóknar og Safnaðarfélagsins í Ási á eftir.

Sjá nánar: http://www.askirkja.is

10. desember 2017

Fjölskyldumessa í NeskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11012

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barnakórar Neskirkju syngja undir stjórn Jóhönnu Halldórsdóttur. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir leiða stundina ásamt starfsfólki barnastarfs. Við flygilinn verður Ari Agnarsson. Aðventuhressing eftir guðsþjónustuna.

Sjá nánar: www.neskirkja.is

10. desember 2017

Hveragerðiskirkja - BarnastundVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10999

Barnastund í Hveragerðiskirkju sunnudaginn 10. desember kl. 11:00.

Fimmti bekkur Grunnskólans flytur helgileikinn "Fæðing Frelsarans" eftir Hauk Ágústsson.

Eigum gæðastund í Guðshúsi á jólaföstu.

10. desember 2017

Messa í SelfosskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11001

Messa 2. sunnudag í aðventu kl. 11:00. Barnakórinn kemur fram í upphafi messunnar, börnin verða í Lúsíubúningum og syngja Lúsísálm. Kirkjukórinn syngur einnig, organisti Edit A. Molnár. Prestur Guðbjörg Arnardóttir. Sunnudagaskóli á sama tíma umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum. Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir.

Aðventutónleikar kl. 16:00 þar sem fram koma kórar og tónlistarfólk úr héraðinu. Aðgangseyrir er 3000 og rennur allur ágóði í kaup á nýjum flygli.

Sjá nánar: selfosskirkja.is

10. desember 2017

Messa kl. 11, norsk messa kl. 14 og Kvennakirkjan kl. 20 í Dómkirkjunni.Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11003

Sunnudaginn 10. desember verða þrjár messur í Dómkirkjunni. Klukkan 11 er messa þar sem Karl Sigurbjörnsson, prédikar og þjónar fyrir altari. Klukkan 14 er norsk messa, þar prédikar séra Þorvaldur Víðisson og klukkan 20 er Kvennakirkjan með guðþjónustu

Sjá nánar: domkirkjan.is

10. desember 2017

Messa og sunnudagaskóli í BreiðholtskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11009

Messa og sunnudagaskóli kl.11.00. Prestur sr.Sigurjón Árni Eyjólfsson. Gerðubergskórinn syngur. Stjórnandi Kári Friðriksson og undirleikari Árni Ísleifs. Organisti Örn Magnússon. Súpa í safnaðarheimilinu eftir messuna.

Ensk bænastund kl.14.00. Prestur sr.Toshiki Toma

Jólatónleikar kirkjukórsins kl.17.00

Sjá nánar: www.breidholtskirkja.is

10. desember 2017

Messa og sunnudagaskóli kl. 11 í LangholtskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11000

Messa og sunnudagaskóli 10. desember kl. 11

Graduale Futuri syngur undir stjórn Rósu Jóhannesdóttur, organisti er Magnús Ragnarsson.

Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir þjónar. Hafdís og Sara taka á móti börnunum í sunnudagaskólanum.

Heitt á könnunni eftir messu.

Síðasta samvera eldri borgara fyrir áramót miðvikudaginn 13.12. kl. 12.

Sjá nánar: http://langholtskirkja.is

10. desember 2017

Skálholtsdómkirkja. Messa kl. 11.00.Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11019

Skálholtsdómkirkja. Messa sunnudag 10. desember kl. 11.00. Prestur sr. Egill Hallgrimsson. Organisti Jón Bjarnason. Allir eru velkomnir.

10. desember 2017

Aðventustund í Hraungerðiskirkju kl. 13:30Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11002

Aðventustund kl. 13:30. Kirkjukórinn syngur jóla- og aðventusálma, organisti Ingi Heiðmar Jónsson. Prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Sjá nánar: selfosskirkja.is

10. desember 2017

Guðsþjónusta Landspítala LandakotiVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11018

Guðsþjónusta Landspítala Landakoti kl. 14:00 á stigapalli á 2 hæð. Prestur Ingileif Malmberg og organisti Ingunn Hildur Hauksdóttir

10. desember 2017

Aðventuhátíð Garðasóknar í VídalínskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11024

Aðventuhátíð Garðasóknar kl. 17.00 í Vídalínskirkju. Guðrún Elín Herbertsdóttir bæjarfulltrúi flytur hugleiðingu. Kór Vídalínskirkju og Hallveig Rúnarsdóttir syngja, Emelía Rós Sigfúsdóttir leikur á flautu, Guðmundur Sigurðsson leikur á orgel og Jóhann Baldvinsson stjórnar. Sr Friðrik J. Hjartar þjónar.

Heitt súkkulaði og piparkökur að lokinni dagskrá í kirkjunni.

Sjá nánar: http://gardasokn.is

10. desember 2017

Aðventuhátíð SeyðisfjarðarkirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11028

Sunnudaginn 10. desember kl. 17.

Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum

Kór Seyðisfjarðarkirkju syngur og leiðir almennan safnaðarsöng

Kórstjóri og organisti er Jón Ólafur Sigurðsson

Svandís Egilssdóttir, skólastjóri Seyðisfjarðarskóla flytur jólahugleiðingu.

Fermingarbörn flytja ljósaþátt.

Sjá nánar: https://egilsstadaprestakall.com/2017/12/08/adventuhatid-seydisfjardarkirkju/

10. desember 2017

Aðventustund barna í HafnarkirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10809

Aðventustund helguð börnum verður í Hafnarkirkju kl. 17:00. Sungnir verða jóla og aðventusálmar úr sálmabók barnanna.

Allir eru auðvitað velkomnir þó athöfnin sé aðallega ætluð börnum.

Sjá nánar: www.hafnarkirkja.is

10. desember 2017

Jól í Tjaldkirkjunni. Tónleikar kórs Breiðholtskirkju.Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10916

Jólatónleikar kirkjukórsins kl.17.00 Jól í Tjaldkirkjunni.

Kórinn flytur fjölbreytta jóla og aðventu tónlist undir Stjórn Arnar Magnússonar. Kórinn hefur á að skipa fjölda frábærra söngvara og hljóðfæraleikara sem syngja einsöng með kórnum og leika einnig á hin ýmsu hljóðfæri á tónleikunum með kórnum. Á þessum tónleikum verður meðal annars frumflutt ný útsetning eftir stjórnanda kórsins á fornu jólalagi úr handritinu Hymnodia Sacra, sem er íslenskt sálmahandrit frá 18. öld.

Auk Hildigunnar Halldórsdóttur fiðluleikara og Sverris Guðmundssonar óbóleikara sem bæði syngja í kórnum verður Guðný Einarsdóttir organisti Hjallakirkju kórnum til aðstoðar á þessum tónleikum og leikið verður auk þess á franskt horn og hið þjólega hljóðfæri langspil.

Jólastemning og kertaljós prýða þessa stund sem er endurnærandi fyrir líkama og sál.

10. desember 2017

Aðventu- og ljósahátíð í NeskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11013

Aðventu- og ljósahátíð kl. 20. Kór Neskirkju og Drengjakór Reykjavíkur syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, rithöfundur og dósent við HÍ, flytur hugleiðingu. Fermingarbörn lesa og lýsa upp stundina. Súkkulaði og piparkökur að athöfn lokinni.

Sjá nánar: www.neskirkja.is

10. desember 2017

Aðventuhátíð í StafholtskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11025

Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjöskylduna. Jólasaga, jólasálmar og jóllög. Ræðumaður kvöldsins er:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir alþingismaður.

10. desember 2017

Aðventukvöld í Skálholtsdómkirkju kl. 20.00Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11020

Aðventukvöld sunnudag kl. 20.00. Ræðumaður er Unnur Brá Konráðsdóttir. Skálholtskórinn syngur og einnig syngur Barnakór Bláskógabyggðar. Fermingarbörn sjá um ljósastund og aðstoða.

Sr. Kristján Valur Ingólfsson, Skálholtsbiskup og sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur flytja ávörp, ritningarorð, bænir og blessunarorð. Organisti og kórstjóri er Jón Bjarnason.

Góð kvöldstund á aðventunni. Allir eru hjartanlega velkomnir!

10. desember 2017