Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Dagbók - 17. desember 2017

Þriðji sunnudagur í aðventu

Lestrar og bænir dagsins

Áskirkja: Fjölskylduguðsþjónusta og jólabarnaballVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11038

Fjölskylduguðsþjónusta þriðja sunnudag í aðventu kl. 11 í umsjá séra Sigurðar, Benjamíns Hrafns og Dags Fannars. Jólabarnaball á eftir í Dal, neðra safnaðarheimilinu.

Sjá nánar: http://www.askirkja.is

17. desember 2017

Guðsþjónusta í Lágafellskirkju, MosfellsbæVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11034

Hugljúf guðsþjónusta í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ kl. 11:00. Sr. Arndís Linn leiðir stundina og prédikar. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista.

Sjá nánar: www.lagafellskirkja.is

17. desember 2017

Hallgrímskirkja: Fjölskylduguðþjónusta og jólaball kl. 11Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11039

Umsjón hafa sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Rósa Árnadóttir. Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Ásu Valgerðar Sigurðardóttur.

Ragnheiður, Karítas og Hreinn aðstoða. Leikhópurinn Perlan sýnir helgileik undir leikstjórn Bergljótar Arnalds.

Organisti er Hörður Áskelsson.

Á eftir guðsþjónustu mun barna -og unglingakórinn selja vöfflur og súkkulaði niðrí kórkjallara, við syngjum jólasöngva og góðir gestir kíkja í heimsókn.

Verið hjartanlega velkomin. 

Sjá nánar: http://www.hallgrimskirkja.is

17. desember 2017

Háteigskirkja messa og barnastarf kl.11Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11036

Messa og barnastarf kl. 11

Prestur Eiríkur Jóhannsson

organisti Steinar Logi Helgason

Kór Háteigskirkju leiðir messusöng.

17. desember 2017

Jólaball SeljakirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11031

Barnaguðsþjónusta kl. 11 og jólaball strax að henni lokinni þar sem jólasveinar koma í heimsókn með glaðning í poka.

Sjá nánar: http://seljakirkja.is

17. desember 2017

Jólastund fjölskyldunnar í GrensáskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11022

Jólastund fjölskyldunnar hefst kl. 11 í Grensáskirkju á þriðja sunnudegi í aðventu. Við byrjum í kirkjunni með söng og sögu og síðan förum við inn í safnaðarheimili og dönsum í kring um jólatréð. Umsjón hefur Daníel Ágúst Gautason. Tónlist á orgel, flygil og harmóníku er í höndum Kristjáns Hrannars Pálssonar. Skyrgámur kíkir í heimsókn. Allir velkomnir.

Sjá nánar: http://kirkjan.is/grensaskirkja/

17. desember 2017

Langholtskirkja: fjölskyldumessa og jólaballVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11029

Öll velkomin í fjölskyldusamveru og jólaball í Langholtskirkju kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir og Þorvaldur Örn Davíðsson organisti taka vel á móti jólabörnum á öllum aldri ásamt sjálfboðaliðum kirkjunnar. Kátir jólasveinar líta við með glaðning handa börnunum og dansa með okkur í kringum jólatréð.

Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju fara fram alla helgina. Viðburður sem enginn tónlistarunnandi vill missa af. Miðasala fer fram á www.tix.is.

Sjá nánar: www.langholtskirkja.is

17. desember 2017

Messa kl. 11 og æðruleysismessa kl. 20 í DómkirkjunniVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11033

Messa kl. 11:00 Sveinn Valgeirsson, prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns.

Kolaportsmessa kl. 14 í kaffiporti, séra Sveinn Valgeirsson, Ragnheiður Sverrisdóttir og Hjalti Jón Sverrisson.

Æðruleysismessa kl. 20. Séra Fritz Már Berndsen og Díana Ósk Óskarsdóttir, séra Anna Sigríður leiða stundina, Kristján Hrannar Pálsson leikur á flygilinn.

Sjá nánar: domkirkjan.is

17. desember 2017

Skálholtsdómkirkja. Messa kl. 11.00.Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11041

Skálholtsdómkirkja.

Messa sunnudag 17. desember kl. 11.00. Sr. Egill Hallgímsson annast prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarnason.

17. desember 2017

30 ára vígsluafmæli SeljakirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11032

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 í tilefni af 30 ára vígsluafmæli Seljakirkju. Biskup Íslands prédikar og prestar Seljakirkju þjóna fyrir altari. Kór Seljakirkju syngur undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar og barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Rósalindar Gísladóttur. Árni Daníel Árnason leikur á trompet og Pétur Úlfarsson á fiðlu. Veislukaffi að guðsþjónustu lokinni.

Sjá nánar: http://seljakirkja.is

17. desember 2017

Hallgrímskirkja: Ensk jólamessa kl. 14 - Festival of Nine Lessons and CarVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11040

Messa samkvæmt enskri jólahefð sem prestarnir sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og

sr. Bjarni Þór Bjarnason leiða. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur og organisti og stjórnandi er Hörður Áskelsson.

Messan er skipulögð af Breska sendiráðinu í Reykjavík.

Verið hjartanlega velkomin

Sjá nánar: http://www.hallgrimskirkja.is

17. desember 2017

Jólastund í KolaportinuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11035

Kolaportsmessa í Kaffi Port kl. 14. Jólasöngvar, jólasöngvar, predikun, bænir og blessun. Hjalti Jón Sverrisson predika og spilar á gítar ásamt sr. Sveini Valgeissyni. Kristján Kjartansson og Ragnheiður Sverrisdóttir þjóna einnig.

17. desember 2017

Háteigskirkja, aðventuhátíðVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11037

Kl.20 Aðventusöngvar við kertaljós.

Aðventuhátíð Háteigssóknar.

Ræðumaður kvöldsins séra Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup. Létt kvöldhressing í boði sóknarnefndar eftir stundina.

17. desember 2017