Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Dagbók - 3. desember 2017

Atburðir

Fyrsti sunnudagur í aðventu

Lestrar og bænir dagsins

Einar Már á aðventukvöldi í GrensáskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10955

Fyrsti sunnudagur í aðventu í Grensáskirkju hefst með morgunkaffi kl. 10. Síðan er bænastund í kapellu kl. 10.15 til undirbúnings messunni sem byrjar kl. 11. Þjónustan er í höndum messuþjóna, sr. Maríu Ágústsdóttur, Ástu Haraldsdóttur organista og Kirkjukór Grensáskirkju. Sunnudagaskólann annast Daníel Ágúst Gautason með sínu fólki. Kaffisopi á eftir.

Kl. 20 er boðið til aðventukvölds. Þar talar Einar Már Guðmundsson, rithöfundur. Sr. Hreinn Hákonarson kynnir englatréð, jólagjafir til barna fanga. Ásta Haraldsdóttir stjórnar söng kvennakórsins Glæðanna og Kirkjukórs Grensáskirkju sem einnig leiða almennan söng. Sr. María Ágústsdóttir leiðir kvöldið. Boðið er upp á kaffi og smákökur í safnaðarheimilinu á eftir.

ÞIð eruð öll ávallt velkomin í Grensáskirkju.

Sjá nánar: www.kirkjan.is/grensaskirkja

3. desember 2017

Aðventuhátíð og sunnudagaskóli í Langholtskirkju.Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10973

Sunnudagaskóli kl. 11, Jóhanna og Snævar taka á móti börnum og fullorðnum á fyrsta sunnudag í aðventu. Kveikt verður á fyrst kertinu á kransinum.

Aðventuhátíð kl. 17. Allir kórar kirkjunnar syngja, jólasaga og skólahljómsveit Austurbæjar spilar. Notaleg stund fyrir fyrir alla aldurshópa. Heitt súkkulaði og piparkökur í safnaðarheimilinu.

Verið hjartanlega velkomin í Langholtskirkju.

Sjá nánar: http://langholtskirkja.is

3. desember 2017

Áskirkja: Barnastarf, messa og laufabrauð 1. sunnudag í aðventuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10978

Messa og barnastarf kl. 11. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemar leiða samverustund sunnudagaskólans. Kveikt á fyrsta kerti aðventukransins, spádómakertinu. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kammerkór Áskirkju leiða messusönginn. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Eftir messu efnir Safnaðarfélag Ásprestakalls til laufabrauðs-útskurðar í Ási, og verður þar heitt á könnunni.

Sjá nánar: http://www.askirkja.is

3. desember 2017

Fjölskylduguðsþjónusta i BreiðholtskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10971

Fjölskylduguðsþjónusta kl.11. Sr. Þórhallur Heimisson þjónar ásamt Steinunni Leifsdóttur og Steinuni Þorbergsdóttur. Organisti er Örn Magnússon. Kirkjukrakkar syngja jólalög, fyrsta kertið á aðventukransinun tendrað og Betlehemsfjárhús barnanna afhjúpað.

Ensk bænastund kl. 14. .

Aðventusamkoma kl. 20.

Sjá nánar: www.breidholtskirkja.is

3. desember 2017

Guðsþjónusta í Lágafellskirkju, MosfellsbæVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10974

Guðsþjónusta verður í Lágafellskirkju kl. 11:00. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn prédikar og þjónar fyrir altari. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur aðventusálma undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organsita. Verið öll hjartanlega velkomin.

Sjá nánar: www.lagafellskirkja.is

3. desember 2017

Hallgrímskirkja: Hátíðarmessa kl. 11 - ÚtvarpsmessaVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10994

1. sunnudagur í aðventu í Hallgrímskirkju kl. 11 - Útvarpsmessa.

Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir prédikar. Sr. Þorvaldur Víðisson og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjóna fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Lesarar eru fermingarbörn, messuþjónar og fulltrúar frá Hjálparstarfinu. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Barnastarfið er í umsjá Ingu Harðardóttur.

Upphaf landssöfnunar Hjálparstarfs kirkjunnar. Messan verður útvarpað frá Rás 1.

Eftir messu, kl. 12:15 verður listsýningaropnun í fordyri kirkjunnar.

Allir velkomnir til hátíðarinnar!

Sjá nánar: http://www.hallgrimskirkja.is

3. desember 2017

Háteigskirkja messa og barnastarf kl.11Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10984

Messa og barnastarf kl.11

1. sunnudagur í aðventu.

Prestur Eiríkur Jóhannsson.

Organisti Steinar Logi Helgason.

Kór Háteigskirkju leiðir messusöng.

3. desember 2017

Hrafnista HafnarfirðiVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10980

Aðventuguðsþjónusta kl. 11 í Menningarsalnum. Hrafnistukórinn leiðir safnaðarsöng. Organisti og kórstjóri er Böðvar Magnússon. Ritningarlestra les Edda María Magnúsdóttir. Sr. Svanhildur Blöndal prédikar og þjónar fyrir altari.

3. desember 2017

Messa í HafnarkirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10808

Messa í Hafnarkirkju fyrsta sunnudag í aðventu. Kveikt á fyrsta kertinu og aðventusálmar sungnir

Allir velkomnir.

Sjá nánar: www.hafnarkirkja.is

3. desember 2017

Messa í HveragerðiskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10996

Hveragerðiskirkja.

Messa -Altarissakramentið - kl. 11:00 fyrsta sunnudag í aðventu.

Jón Ragnarsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kirkjukór Hveragerðis- og Korstrandarsókns leiðir söng. Orgelleikur og kórstjórn:Milkós Dalmay.

Eigum góða stund í Guðs húsi við upphaf jólaföstu.

3. desember 2017

Messa kl. 11 og sænsk messa kl. 14 í DómkirkjunniVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10982

Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar sunnudaginn 3. desember sem er fyrsti sunnudagur í aðventu. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigga Jóns. Dómkórinn og Kári Þormar er organisti. Eftir messu er boðið uppá kaffi og heimabakaðar smákökur í safnaðarheimilinu. Minnum á bílastæðin við Alþingi. Verið hjartanlega velkomin í Dómkirkjuna.

Sænsk messa kl. 14, séra Þórhallur Heimisson prédikar og þjónar.

Sjá nánar: domkirkjan.is

3. desember 2017

VÍDALÍNSKIRKJA Á 1. SUNNUDAG Í AÐVENTUVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10977

Hátíðarmessa kl. 11.00. Kór Vídalínskirkju og Garðakórinn syngja. Stjórnandi og organisti er Jóhann Baldvinsson. Sr. Friðrik J. Hjartar prédikar og þjónar ásamt messuþjónum.

Sunnudagaskóli á sama tíma.

Molasopasamfélag að messu lokinni.

Sjá nánar: http://gardasokn.is

3. desember 2017

Öll erindi sálms Einars Sigurðssonar sungin í SeltjarnarneskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10993

Á fyrsta sunnudegi í aðventu verður messa og sunnudagaskóli í Seltjarnarneskirkju kl. 11.

Í messunni mun Kammerkór kirkjunnar ásamt söfnuði syngja öll erindi sálms sr. Einars Sigurðssonar í Heydölum, Nóttin var sú ágæt ein. Erindin er 28 að tölu en 7 þeirra eru í sálmabókinni. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem öll erindin eru sungin í messu við lag Sigvalda Kaldalóns.

Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur þjónar. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson.

Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn.

3. desember 2017

Hallgrímskirkja: Opnun sýningar Erlings Páls Ingvarssonar kl. 12.15Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10995

BIRTING / ILLUMINATION

OPNUN SÝNINGAR ERLINGS PÁLS INGVARSSONAR Í HALLGRÍMSKIRKJU

SUNNUDAGINN 3. DESEMBER KL. 12:15

Listvinafélag Hallgrímskirkju býður ykkur hjartanlega velkomin á opnun sýningar Erlings Páls Ingvarssonar: BIRTING / ILLUMINATION í Hallgrímskirkju sunnudaginn 3. desember 2017 eftir messu kl. 12:15.

Við opnunina segir listamaðurinn stuttlega frá verkum sínum.

Boðið er upp á léttar veitingar. Allir velkomnir í messuna !!

Sýningarstjóri er Rósa Gísladóttir.

Sýningin er tileinkuð birtingu, ljóskomu í sinni margþættu mynd. Á þeim árstíma sem hún stendur yfir er hátíð þar sem minnst er fæðingu barns, boðbera ljóss og friðar. Einnig tekur sólin að rísa á sama tíma með vaxandi dagsbirtu úr lægstu stöðu, mesta myrkri. Birting er hreyfing, hreyfiafl, hluti hringferlis. Birting er lífskraftur.

Erlingur Páll Ingvarsson (1952) býr og starfar í Reykjavík. Hann stundaðinám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árin 1974-1978. Eftir það fór hann í framhaldsnám til Hollands í De Vrije Academie Den Haag með búsetu í Amsterdam og síðan til Þýskalands í Den Stadtliche Kunstacademie, Düsseldorf. Listamenn á borð við Joseph Beauys og Nam June Paik lifðu þá og störfuðu í Düsseldorf og voru viðriðnir listaháskólann. Það var mikið aðdráttarafl. Erlingur Páll á að baki sjö einkasýningar og nokkrar samsýningar. Listform Erlings Páls hefur spannað vítt svið: meðal annars skúlptúr innsetningar, gjörninga, ljósmyndir og texta en hann hefur nú um langt skeið notað málverk sem sinn aðal miðil. Erlingur var virkur meðlimur á upphafsárum Nýlistasafnsins og um tíma í stjórn þess.

Sjá nánar: http://www.hallgrimskirkja.is

3. desember 2017

Guðsþjónusta á Skjóli 1. sunnudag í aðventuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10979

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Bjartur Logi Guðnason leikur á orgelið. Almennur söngur. Vandamenn heimilisfólks velkomnir.

Sjá nánar: http://www.askirkja.is

3. desember 2017

Sunnudagaskóli í MosfellsbæVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10975

Sunnudagskólinn er í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ kl. 13:00. Umsjón hafa Hreiðar Örn og Þórður organisti.

Sjá nánar: www.lagafellskirkja.is

3. desember 2017

Ensk bænastund í Breiðholstkirkju.Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10985

Ensk bænastund kl. 14. Prestur sr. Toshiki Toma.

Sjá nánar: www.breidholtskirkja.is

3. desember 2017

Guðsþjónusta í StafholtskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10972

Fyrsta sunnudag í aðventu verður guðstþjónusta í Stafholtskirkju. Kirkjukór Stafholtskirkju leiðir söng undir stjórn Jónínu Ernu Arnardóttur. sr. Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kirkjukaffi verður á prestssetrinu að guðsþjónustu lokinni.

3. desember 2017

Guðsþjónusta Landspítala við HringbrautVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10983

Guðsþjónusta á Landspítala Hringbraut kl. 14:00 á stigapalli á 3ju hæð. Prestur Vigfús Bjarni Albertsson og organisti Helgi Bragason

3. desember 2017

Hrafnista ReykjavíkVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10981

Aðventuguðsþjónusta kl. 14 í samkomusalnum Helgafelli. Félagar úr Kammerkór Áskirkju syngja. Ritningarlestra les Kristín Guðjónsdóttir. Sr. Svanhildur Blöndal prédikar og þjónar fyrir altari.

3. desember 2017

KálfholtskirkjaVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10969

Aðventusamvera kl. 17.00. Aðventu- og jólasálmar sungnir og barnasund. Boðið upp á síðdegishressingu eftir athöfn.

3. desember 2017

Aðventukvöld í Seltjarnarneskirkju kl. 20Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10992

Hið árlega aðventukvöld verður í Seltjarnarneskirkju á fyrsta sunnudegi í aðventu kl. 20.

Sigurbjörn Þorkelsson, rithöfundur, flytur ræðu.

Fögur tónlist.

Kaffi og konfekt eftir athöfn.

3. desember 2017

Aðventukvöld ií HveragerðiskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10997

Aðvetukvöld í Hveragerðiskirkju. Fyrsta sunnudag í aðventu, 3. desember.

Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Fermingarbörn flytja helgileik. Skátar bera Friðarlogann frá Betlehem í kirkju.

Ræðumaður: Dr. Pétur Pétursson.

Eigum góða samverustund í kirkjunni við upphaf jólaföstu.

3. desember 2017

Aðventusamkoma í Breiðholtskirkju.Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10986

Aðventusamkoma kl. 20. Kirkjukórinn flytur aðventu- og jólatónlist, nýr aðventusálmur frumfluttur, fermingarbörn flytja helgileik, kirkjukrakkar syngja jólalög. Prestur sr. Þóhallur Heimisson, organisti er Örn Magnússon. Heitt súkkulaði og smákökur í boði sóknarnefndar og Hollvinafélags kirkjunnar á eftir.

Sjá nánar: www.breidholtskirkja.is

3. desember 2017

Skarðskirkja á LandiVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10970

Aðventusamvera kl. 20.30. Aðventu- og jólasálmar sungnir, barnastund og hið lifandi kertaljós látið njóta sín. Boðið upp á veitingar eftir athöfn.

3. desember 2017