Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Dagbók - 9. desember 2017

Gospeltónar og gestir í GrensáskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10966

Í tilefni af heimsókn Oehinger- og Häselbarthjónanna frá Sviss og Þýskalandi býður Friðrikskapelluhópurinn til samkomu í Grensáskirkju laugardaginn 9. desember kl. 14. Óskar Einarsson og Gospeltónar leiða söng og flytja tónlist á milli hugleiðinga gesta og heimafólks. Fyrirbænir fyrir landi og þjóð. Allir velkomnir.

Sjá nánar: www.kirkjan.is/grensaskirkja

9. desember 2017

Aðventuhátíð í VallaneskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11005

Aðventuhátíð Valla, Skóga og Skriðdals

verður í Vallanesi laugardaginn 9. desember kl. 15:00.

Kór Vallaness og Þingmúla syngur og leiðir almennan söng

Ragnhildur Elín, Soffía Mjöll og Sara Lind sjá um tónlistaratriði

Jóhanna Hafliðadóttir annast jólalegan upplestur

Organisti Torvald Gjerde. Sr. Þorgeir Arason leiðir stundina og flytur hugvekju.

Kaffi, safi og smákökur eftir stundina.

Verið velkomin!

Sjá nánar: egilsstadaprestakall.is

9. desember 2017

Hagakirkja í HoltumVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11026

Við fögnum jólaföstu með aðventustund í Hagakirkju ld. 9. des. kl. 15.00.

Kórinn syngur aðventu- og jólasálma, barnastund, hugleiðing og hið lifandi kertaljós látið njóta sín. Síðdegishressing að athöfn lokinni.

9. desember 2017

Árbæjarkirkja í HoltumVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11027

Við fögnum jólaföstu með aðventustund í Árbæjarkirkju ld. 9. des. kl. 17.00.

Kórinn syngur aðventu- og jólasálma. Við hefjum undirbúning fyrir hátíðina helgu og hið lifandi kertaljós látið njóta sín. Síðdegishressing að athöfn lokinni.

9. desember 2017