Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Dagbók - 12. mars 2017

Annar sunnudagur í föstu

Lestrar og bænir dagsins

Áskirkja: Messa og sunnudagaskóliVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10232

Messa og barnastarf kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemar annast samverustund sunnudagaskólans. Kammerkór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Heitt á könnunni í Ási eftir messu.

Sjá nánar: http://www.askirkja.is

12. mars 2017

Guðsþjónusta í LágafellskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10240

Guðsþjónuta í Lágafellskirkju kl. 11:00. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir söng undir stjórn Kjartans Jósefssonar Ognibene. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn leiðir helgihaldið. Öll velkomin.

Sjá nánar: www.lagafellskirkja.is

12. mars 2017

Langholtskirkja: guðsþjónusta og sunnudagaskóliVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10234

Guðsþjónusta og sunnnudagaskóli kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar. Organisti er Árni Heiðar Karlsson. Kór Langholtskirkju leiðir safnaðarsöng og tekur lagið fyrir kirkjugesti. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og sjálfboðaliðar aðstoða við helgihaldið.

Snævar J. Andrjesson og Sara Grimsdóttir leiða barnastarfið og taka vel á móti börnum á öllum aldri. Kaffi, djús og kleinur í safnaðarheimili eftir stundina.

Við minnum foreldra fermingarbarna á undirbúningsfund í kirkjunni strax að messu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin.

Sjá nánar: www.langholtskirkja.is

12. mars 2017

Sunnudagaskóli í BreiðholtskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10242

Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Steinunnar Þorbergsdóttur. Biblíusaga, söngur, brúður og börnin fá límmiða á bænaplakatið. Hressing í lokin og kaffisopi fyrir foreldrana.

Sjá nánar: breidholtskirkja.is

12. mars 2017

Guðsþjónusta Landspítala LandakotiVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10238

Guðsþjónusta Landspítala Landakoti kl. 14:00 á stigapalli á 2 hæð. Rósa Kristjánsdóttir djákni og organisti Ingunn Hildur Hauksdóttir. Hugleiðingu flytur Jóhanna María Eyjólfsdóttir djáknanemi.

12. mars 2017

KálfholtskirkjaVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10233

Guðsþjónusta kl. 14.00. Kirkjukór Keflavíkurkirkju kemur í heimsókn og syngur við athöfnina við undirleik Arnórs Vilbergssonar organista. Boðið í kirkjukaffi á eftir.

12. mars 2017

Skaftfellingamessa í BreiðholtskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10243

Messa kl. 14 með þátttöku Skaftfellingafélagsins. Athugið breyttan messutíma! Sr. Bryndís Malla Elídóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Gísla Jónassyni og sr. Gunnari Stíg Reynissyni. Friðrik Vignir Stefánsson leikur á orgelið og Söngfélag Skaftfellinga leiðir sönginn. Messuhópur tekur virkan þátt. Eftir messu verður kaffisala Söngfélags Skaftfellinga í safnaðarheimilinu. Allir hjartanlega velkomnir!

Sjá nánar: breidholtskirkja.is

12. mars 2017

Kvennakirkjan með messu í LaugarneskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10241

Á næsta sunnudag, 12. mars kl. 20 verður Guðþjónusta Kvennakirkjunnar í Laugarneskirkju . Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar og Hálfdan Árni Jónsson les ritningarlestur. Þorsteinn Jónsson leikur á gítar og Hugrún Elfa Sigurðardóttir á flautu

Við syngjum með Aðalheiði Þorsteinsdóttur og kór Kvennakirkjunnar

Kaffi á eftir og þær sem sjá sér fært að koma með meðlæti fá alúðarþakkir

Sjá nánar: www.kvennakirkjan.is

12. mars 2017

Æskulýðsmessa í SeyðisfjarðarkirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10239

Sunnudaginn 12. mars verður æskulýðsmessa kl. 20. Ungt fólk verður áberandi í þjónustunni og sjá

unglingarnir í æskulýðsstarfinu um allt frá því að hringja kirkjuklukkum yfir í tónlist, lestra, bænir og hugleiðingu ásamt sr. Sigríði Rún.

Organisti er Tryggvi Hermannsson.

Súkkulaðikaka og ísköld mjólk í safnaðarheimilinu eftir messu.

Verið velkomin

Sjá nánar: http://egilsstadaprestakall.com

12. mars 2017

Háteigskirkja, messa og sunnudagaskóli kl.11Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10236

Messa og barnastarf kl. 11

prestur Eiríkur Jóhannsson

organisti Kári Allansson.

Félagar í Kór Háteigskirkju syngja.

Í messuni munu þau Hafdís Kristjánsdóttir og Kristján Karl Bragason leika á flautu og píanó.

12. mars 2017