Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Dagbók - 19. mars 2017

Þriðji sunnudagur í föstu

Lestrar og bænir dagsins

Áskirkja: Messa og sunnudagaskóliVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10247

Messa og barnastarf kl. 11. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur prédikar og þjónar fyrir altari. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemar annast samverustund sunnudagaskólans. Kammerkór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Heitt á könnunni í Ási eftir messu.

Sjá nánar: http://www.askirkja.is

19. mars 2017

Guðsþjónusta Landspítala FossvogiVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10259

Guðsþjónusta Landspítala Fossvogi kl. 11:00 á stigapalli á 4ju hæð. Prestur Bragi Skúlason og organisti Helgi Bragason

19. mars 2017

Háteigskirkja: Messa kl. 11Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10268

Eldri félagar Karlakórs Reykjavíkur leiða söng undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Sungnir verða sálmarnir 133-350-346-507-241. Kári Allansson leikur á orgelið og sr. María Ágústsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Samskot fara til Kristniboðssambandsins. Karen og Jóhanna annast um sunnudagaskólann.

Sjá nánar: www.hateigskirkja.is

19. mars 2017

Hólaneskirkja SkagaströndVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10264

Sameiginleg messa hjá Blönduós- og Hólaneskirkju sunnudaginn 19. mars kl. 11.00.

Kórar kirknana syngja fallega sálma, organistar og kórstjórar eru Eyþór Franzson Wechner og Hugrún Sif Hallgrímsdóttir. Sr. Sveinbjörn R. Einarsson prédikar og sr. Bryndís Valbjarnardóttir þjónar fyrir altari. Verið velkomin, fermingarbörn, sunnudagaskólabörn og aðrar kynslóðir.

Sjá nánar: http://kirkjan.is/skagastrond/

19. mars 2017

Hveragerðiskirkja - FjölskylduguðsþónustaVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10271

Fjölskylduguðsþjónusta í Hveragerðiskirkju kl. 11:00. Fermingarbörn verða með verkefni um kirkjuathafnirnar. Fundur með fermingarbörnum og foreldrum eftir guðsþjónustuna.

19. mars 2017

Langholtskirkja: messa og sunnudagaskóliVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10251

Verið velkomin til messu kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar. Organisti er Sólveig Anna Aradóttir. Félagar úr Kór Langholtskirkju leiða safnaðarsöng. Fermingarstúlka verður skírð í athöfninni. Messuþjónar aðstoða við helgihaldið.

Sara Grímsdóttir og Snævar Jón Andrjesson taka vel á móti börnum á öllum aldri í sunnudagaskólanum á sama tíma. Kaffi og ávextir í safnaðarheimili eftir stundina.

Sjá nánar: www.langholtskirkja.is

19. mars 2017

Messa í SelfosskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10244

Messa í Selfosskirkju sunnudaginn 19. mars kl. 11:00. Messan verður að hluta til með Taize formi, stuttir sálmar, kyrrð, íhugun og bænin í stóru hlutverki. Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár. Prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Sunnudagaskóli á sama tími kl. 11:00, umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt æskulýðsleiðtogum. Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir.

Sjá nánar: selfosskirkja.is

19. mars 2017

Messa og sunnudagaskóli í BreiðholtskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10258

Messa kl.11.00. Prestur sr.Þórhallur Heimisson. Í predikun dagsins fjallar hann um samfélagsleg áhrif siðbótarinnar, en í ár er þess minnst að 500 ár eru liðin frá því að Marteinn Lúter hóf umbyltingarstarf sitt er leiddi til siðbótarinnar. Organisti er Örn Magnússon. Kór Breiðholtskirkju syngur.

Sunnudagaskóli er á sama tíma í umsjón Steinunnar og Steinunnar. Byrjað er í kirkjunni kl. 11.00 en síðan heldur starfið áfranm í safnaðarheimilinu.

Kaffi og meðlæti í safnaðarheimilinu eftir messu og sunnudagaskóla.

Sjá nánar: www.breidholtskirkja.is

19. mars 2017

Messa og sunnudagaskóli í VídalínskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10269

Messa og sunnudagaskóli kl. 11.00 í Vídalínskirkju. Barn borið til skírnar. Heiðdís Rúnarsdóttir syngur einsöng og fullskipaður Kór Vídalínskirkju syngur með og fyrir kirkjugesti undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista. Leiðtogar sunnudagaskólans fræða börnin en sr. Friðrik J. Hjartar prédikar og þjónar. Molasopi og djús að lokinni athöfn. Kyrrðarstund á þriðjudag kl. 12.10.

Sjá nánar: http://gardasokn.is

19. mars 2017

Sunnudagaskóli í SeljakirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10262

kl. 11, gæðastund fyrir alla fjölskylduna

Sjá nánar: http://seljakirkja.is

19. mars 2017

Ensk messa í BreiðholtskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10260

Ensk messa kl. 14. Prestur sr. Toshiki Toma. Organisti er Örn Magnússon.

Sjá nánar: breidholtskirkja.is

19. mars 2017

Guðsþjónusta í SeljakirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10263

kl. 14, sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar

Sjá nánar: http://seljakirkja.is

19. mars 2017

Kotstrandarkirkja - GuðsþjónsutaVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10272

Guðsþjónusta í Kotstrandarkirkju 19. mars kl. 14:00. Kirkjukaffi eftir messu í Birkihlíð í boði Kvenfélagsins Bergþóru í Ölfusi.

19. mars 2017

Batamessa í SelfosskirkjurVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10245

Vinir í bata á Selfossi bjóða til Batamessu í Selfosskirkju næstkomandi sunnudag, þann 19. mars kl.17:00.

Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving munu leiða söng, Guðbjörg Arnardóttir þjónar. Við fáum að heyra vitnisburð og kirkjugestum boðið að taka þátt í trúariðkun. Boðið verður upp á veitingar og kaffi í safnaðarheimilinu eftir messu, þar gefst tækifæri á að spjalla og eiga samfélag. Hér á Selfossi er stór hópur fólks búinn að fara í gegnum 12 sporin andlegt ferðalag, það er alltaf gaman að hittast og deila því sem á dagana hefur drifið og rifja upp gömul og góð kynni.

Allir velkomnir.

Sjá nánar: selfosskirkja.is

19. mars 2017