Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Dagbók - 3. mars 2017

Alþjóðlegur bænadagur kvenna

Foreldramorgun í BreiðholtskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10212

Foreldramorgunn milli kl. 10 og 12. Um er að ræða opið hús í safnaðarheimilinu alla föstudagsmorgna, þar sem foreldrar geta komið með börn sín og átt notalega stund saman. Góð aðstaða er í og við kirkjuna fyrir vagna og kerrur, einnig eru dýnur og leikföng í safnaðarheimilinu. Alltaf er notalegt spjall yfir te eða kaffibolla en stundum koma góðir gestir í heimsókn með fræðslu sem snýr að umönnun eða uppeldi barna. Umsjón með starfinu hefur Emilía G. Svavarsdóttir.

Sjá nánar: breidholtskirkja.is

3. mars 2017

Alþjóðlegur bænadagur kvenna í HáteigskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10218

Samkirkjuleg bænasamkoma á Alþjóðlegum bænadegi kvenna verður haldin í Háteigskirkju í Reykjavík kl. 20. Hátíðarræðuna flytur Ragnhildur Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. Hún er einnig stjórnandi Ljósbrots, kvennakórs KFUK, sem syngur og leiðir almennan söng við undirleik Bjarna Gunnarssonar. Sr. María Ágústsdóttir leiðir stundina ásamt Sigríði Schram og hópi kvenna frá tíu kristilegum hreyfingum og trúfélögum.

Alþjóðlegur bænadagur kvenna er ávallt haldinn fyrsta föstudag í mars ár hvert. Gefa konur frá ýmsum löndum innsýn í veruleika sinn. Að þessu sinni eru það konur frá Filippseyjum sem segja sögu sína. Þeirra meginbænarefni er efnahagslegt réttlæti. Bænastundir með ýmsu sniði eru einnig víðs vegar um land. Bæði konur og karlar eru velkomin á þessar stundir.

Sjá nánar: www.hateigskirkja.is

3. mars 2017