Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Dagbók - 14. janúar 2018

Grensáskirkja: Messa og sunnudagaskóliVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11174

Á sunnudagsmorgnum kl. 10 er borið fram kaffi og brauð í Grensáskirkju og síðan er bænastund kl. 10.15. Daníel Ágúst, Ásta og Sóley taka vel á móti börnunum í messunni sem hefst kl. 11 og svo fara þau í sitt starf. Í messunni þjónar sr. María Ágústsdóttir ásamt messuþjónum. Samskot eru tekin til langveikra barna. Organisti er Ásta Haraldsdóttir og sönghópur frá Domus vox syngur. Kaffisopi á eftir messu. Fermingarbörn vorsins 2018 eru sérstaklega boðuð með fjölskyldu sinni.

Sjá nánar: http://kirkjan.is/grensaskirkja/

14. janúar 2018

Áskirkja: Messa og barnastarf 2. sunnudag eftir þrettándaVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11164

Messa og barnastarf kl. 11. Séra Ása Laufey Sæmundsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni og Benjamín Hrafn Böðvarsson guðfræðinemi leiða samveru sunnudagaskólans. Kór Áskirkju syngur. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Heitt á könnunni að messu lokinni.

Sjá nánar: http://www.askirkja.is

14. janúar 2018

Fjölskyldumessa í SelfosskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11160

Fjölskyldumessa sunnudaginn 14. janúar kl. 11:00.

Umsjón með stundinni hafa Guðbjörg Arnardóttir og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, um tónlistina sér Sigurður Einar Guðjónsson.

Krakkar endilega bjóðiði bangsa eða dúkku að koma með ykkur.

Sjá nánar: selfosskirkja.is

14. janúar 2018

Guðsþjónusta í BreiðholtskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11166

Áramótaguðsþjónusta Eldriborgararáðs kl. 11. Sr. Magnús Björn Björnsson settur sóknarprestur í Breiðholtskirkju prédikar og þjónar ásamt Þóreyju Dögg Jónsdóttur og Lindu Jóhannsdóttur djáknum. Kór kirkjunnar leiðir söng, organisti er Örn Magnússon, Sigvaldi Helgi Gunnarsson syngur einsöng. Sunnudagaskóli á sama tíma. Eftir guðsþjónustuna býður Breiðholtssöfnuður upp á veitingar. Allir eru innilega velkomnir og takið með ykkur gesti.

Ensk bænastund kl. 14. Prestur sr. Toshiki Toma.

Sjá nánar: breidholtskirkja.is

14. janúar 2018

Hallgrímskirkja: Messa og barnastarf kl. 11Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11165

Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja.

Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.

Umsjá með barnastarfi hefur Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi. Fyrir prédikun geta börnin farið í barnastarfið sem verður í Suðursalnum. 

Kaffisopi eftir messu. 

Verið hjartanlega velkomin til messu. 

Sjá nánar: http://www.hallgrimskirkja.is

14. janúar 2018

Langholtskirkja: messa og sunnudagaskóliVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11151

Messa kl. 11. Eva Björk Valdimarsdóttir héraðsprestur þjónar og predikar. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson. Stúlknakórinn Graduale Futuri leiða safnaðarsöng undir stjórn Rósu Jóhannesdóttur. Kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið.

Sunnudagaskólinn fer fram á sama tíma í litla sal. Hafdís Davíðsdóttir og Sara Grímsdóttir taka vel á móti börnum á öllum aldri. Kaffisopi og ávextir eftir stundina. Öll velkomin!

Sjá nánar: www.langholtskirkja.is

14. janúar 2018

Sunnudagaskólahátíð og messuheimsókn í VídalínskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11172

Sunnudagaskólahátíð kl. 11.00. Matthildur Bjarnadóttir og leiklistartríó Vídalínskirkju. Barnakór Vídalínskirkju syngur.

Kl. 14.00. Sameiginleg guðsþjónusta Víðistaðasóknar og Garðaprestakalls í Vídalínskirkju. Sr. Bragi Ingibergsson þjónar ásamt Gaflarakórnum. Kaffi í boði Vídalínskirkju að lokinni athöfn. Sr Friðrik J. Hjartar og sr. Hans Guðberg Alfreðsson.

Sjá nánar: http://gardasokn.is

14. janúar 2018

Gaulverjabæjarkirkja messa kl. 14Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11161

Janúarmessan í Gaulverjabæjarkirkju verður þann 14. kl. 14. Nýjar sunnudagamyndir og spjall við börnin í messunni miðri. Allir hjartanlega velkomnir. Kór Gaulverjarbæjarkirkju syngur. Organisti og stjórnandi er Haukur Arnarr Gíslason. Sr. Kristján Björnsson.

Sjá nánar: https://www.facebook.com/Eyrarbakkaprestakall-432938403576630/

14. janúar 2018

Guðsþjónusta Landspítala HringbrautVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11173

Guðsþjónusta á Landspítala Hringbraut kl. 14:00 á stigapalli á 3ju hæð. Prestur Eysteinn Orri Gunnarsson og organisti Helgi Bragason

14. janúar 2018