Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Dagbók - 25. febrúar 2018

Messa í GrensáskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11281

Í Grensáskirkju er samfélag um kaffisopa bæði á undan og eftir messu. Morgunbrauð er borið fram kl. 10 og svo er bænastundin 10.15 í kapellunni. Við söfnumst öll saman í kirkjunni kl. 11 og svo fara börnin með Daníel Ágústi, Ástu og Sóleyju í sitt starf. Í messunni þjónar sr. María Ágústsdóttir ásamt messuþjónum. Samskot. Organisti er Ásta Haraldsdóttir og félagar úr Kirkjukór Grensáskirkju leiða söng. Verið velkomin.

Sjá nánar: www.kirkjan.is/grensaskirkja

25. febrúar 2018

Áskirkja: Útvarpsmessa og sunnudagaskóli 2. sunnudag í föstuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11308

Útvarpsmessa og barnastarf kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur þjónar fyrir altari og prédikar. Kristný Rós Gústafsdóttir og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemi annast samverustund sunnudagaskólans. Kór Áskirkju syngur, organisti Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi eftir messu.

Sjá nánar: http://www.askirkja.is

25. febrúar 2018

Fjölskylduguðsþjónusta í BreiðholtskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11303

Fjölskylduguðsþjónusta verður kl. 11 á sunnudaginn 25. febrúar næst komandi. Leiðtogar sunnudagaskólans þær Steinunn Þorbergsdóttir og Steinunn Leifsdóttir taka á móti börnunum. Prestur verður sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson. Örn Magnússon spilar á orgel og píanó fallega sálma og söngva. Eftir guðsþjónustuna verður kaffi, te eða djús og meðlæti í safnaðarsalnum.

Tómasarmessa verður kl. 20.

Sjá nánar: breidholtskirkja.is

25. febrúar 2018

Hallgrímskirkja: Messa og barnastarf kl. 11Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11309

Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari.

Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja.

Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.

Umsjá með barnastarfi hefur Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi.

Eftir messu er opnuna á listsýningunni SYNJUN / REFUSAL í fordyri kirkjunnar. Léttar veitingar verða eftir opnun sýningar.

Verið velkomin.

Sjá nánar: http://www.hallgrimskirkja.is

25. febrúar 2018

Hrafnista HafnarfirðiVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11302

Guðsþjónusta kl. 11 í Menningarsalnum. Hrafnistukórinn syngur. Kórstjóri er Böðvar Magnússon. Ritningarlestra les Jón Kr. Óskarsson. Sr. Svanhildur Blöndal prédikar og þjónar fyrir altari.

25. febrúar 2018

Messa í SelfosskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11301

Messa sunnudaginn 25. febrúar kl. 11:00. Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár. Prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Súpa og brauð í Safnaðarheimilinu á eftir.

Sunnudagaskóli á sama tíma, umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum.

Sjá nánar: selfosskirkja.is

25. febrúar 2018

Messa í SeyðisfjarðarkirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11305

Sunnudaginn 25. febrúar er messa kl. 11. Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir almennan safnaðarsöng og organisti er Sigurbjörg Kristínardóttir.

Fermingarbörn aðstoða í stundinni.

Kökur í safnaðarheimili eftir messu.

Verið velkomin

Sjá nánar: https://wordpress.com/post/egilsstadaprestakall.com/2203

25. febrúar 2018

Messa og sunnudagaskóli í Vídalínskirkju kl. 11.00Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11307

Sr. Friðrik J Hjartar prédikar og þjónar ásamt messuþjónum. Félagar úr Kór Vídalínskirkju syngja. Organisti Douglas Brotchie. Sunnudagaskólinn hefst í messunni en fer síðan með leiðtogum sínum í safanaðarheimilið. Molasopi, djús og samfélag að messu lokinni.

Sjá nánar: http://gardasokn.is

25. febrúar 2018

Skálholtsdómkirkja. Messa kl. 11.00.Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11312

Skálholtsdómkirkja. Messa kl. 11.00. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, annast prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarnason.

25. febrúar 2018

Guðsþjónusta Landspítala FossvogiVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11306

Guðsþjónusta á Landspítala Fossvogi kl. 14:00 á stigapalli á 4ju hæð. Prestur Vigfús Bjarni Albertsson og organisti Helgi Bragason

25. febrúar 2018

Hallgrímskirkja: Ensk messa kl. 14 / English service in Hallgrímskirkja aVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11310

Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Kaffisopi eftir messu.

Verið velkomin.

--------

Rev. Bjarni Þór Bjarnason will preach and celebrant. Organist is Björn Steinar Sólbergsson. Coffee after service.

Welcome.

Sjá nánar: http://www.hallgrimskirkja.is

25. febrúar 2018

Skarðskirkja á LandiVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11300

Guðsþjónusta næsta sunnudag kl. 14.00. Kaffi og með því eftir athöfn.

25. febrúar 2018

Stóruborgarkirkja, Grímsnesi. Kyrrðarstund við kertaljós kl. 20.30.Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11313

Bæna- og kyrrðarstund - í rökkri við kertaljós - verður í Stóruborgarkirkju Grímsnesi sunnudagskvöld 25. febrúar kl. 20:30. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, leiðir stundina.

25. febrúar 2018

Tómasarmessa í BreiðholtskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11304

Tómasarmessa verður kl. 20. Yfirskrift hennar er Glíman við Guð. Í Tómasarmessu er tækifæri til að taka virkan þátt í bæn og söng.

Sjá nánar: breidholtskirkja.is

25. febrúar 2018