Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Dagbók - 4. febrúar 2018

Brauð, bæn og boðun í GrensáskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11246

Hvern sunnudagsmorgun safnast fólk saman um tíuleytið í Grensáskirkju til að fá sér morgunkaffi og biðja saman til undirbúnings messunni sem hefst kl. 11. Þangað koma börn og fullorðnir en börnin fara síðan með Daníel, Ástu og Sóleyju í sitt starf eftir sameiginlegt upphaf í kirkjunni. Messuhópur 1 þjónar að þessu sinni ásamt sr. Maríu Ágústsdóttur og Ástu Haraldsdóttur organista. Félagar úr Kirkjukór Grensáskirkju syngja. Samskot renna til líknarsjóðs Grensáskirkju. Kaffisopi á eftir messu.

Sjá nánar: kirkjan.is/grensaskirkja/

4. febrúar 2018

Ábæjarkirkja í HoltumVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11237

Guðsþjónusta kl. 11.00.

Boðið upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu á eftir.

4. febrúar 2018

Áskirkja: Barnastarf og messa 2. sunnudag í níuviknaföstuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11247

Messa og barnastarf kl. 11. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon leiða samverustund sunnudagaskólans. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Áskirkju leiða messusöng. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Eftir messu selur Safnaðarfélag Áskirkju vöfflukaffi í Ási.

Sjá nánar: http://www.askirkja.is

4. febrúar 2018

Hveragerðiskirkja - MessaVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11244

Messa í Hveragerðiskirkju sunnudaginn 4. febrúar - Biblíudaginn - kl. 11:00.

Prestur: Jón Ragnarsson, sóknarprestur. Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Mikósar Dalmay.

4. febrúar 2018

Langholtskirkja: messa og barnastarfVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11243

Verið velkomin til messu kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar. Verðlaunakórinn Graduale Nobili gleður kirkjugesti með fallegum söng. Organisti er Magnús Ragnarsson. Sunnudagaskólinn er á sínum stað í litla sal. Hafdís og Sara taka á móti hressum börnum á öllum aldri. Kaffisopi eftir stundina. 

Sjá nánar: www.langholtskirkja.is

4. febrúar 2018

Messa í Borgarneskirkju kl. 11Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11242

Organisti Steinunn Árnadóttir. Prestur Þorbjörn Hlynur Árnason

4. febrúar 2018

Messa kl. 11.00 í Skálholtsdómkirkju.Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11239

Skálholtsdómkirkja. Messa sunnudag 4. febrúar kl. 11.00. Prestur sr. Egill Hallgrímsson. Organisti Jón Bjarnason.

4. febrúar 2018

Messa og sunnudagaskóli í BreiðholtskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11251

Næsta sunnudag, 4. febrúar, kl. 11:00 eru messa og sunnudagaskóli. Prestur er dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur. Organisti er Örn Magnússon. Félagar úr Kór Breiðholtskirkju syngja.

Sunnudagaskólinn hefst með þátttöku barnanna í messunni. Þau fara síðan og eiga stund á neðri hæð kirkjunnar. Umsjón með sunnudagaskólanum er í höndum Steinnunnar Þorbergsdóttur og Steinunnar Leifsdóttur. Eftir messuna er kaffi og te í safnaðarsalnum.

Kl. 14:00, Seekers, ensk bænastund, undir stjórn sr. Toshiki Toma, prests útlendinga.

Sjá nánar: breidholtskirkja.is

4. febrúar 2018

Guðsþjónusta á Skjóli 2. sunnudag í níuviknaföstuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11248

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Bjartur Logi Guðnason leikur á orgelið. Vandamenn heimilisfólks velkomnir.

Sjá nánar: http://www.askirkja.is

4. febrúar 2018

Ensk bænasamkoma í BreiðholtskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11257

Ensk bænasamkoma kl. 14. Sr. Toshiki Toma þjónar.

Sjá nánar: breidholtskirkja.is

4. febrúar 2018

Guðsþjónusta Landspítala LandakotiVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11249

Guðsþjónusta á Landspítala Landakoti kl. 14:00 á stigapalli á 2. hæð. Prestur Gunnar Rúnar Matthíasson og organisti Ingunn Hildur Hauksdóttir

4. febrúar 2018

Hagakirkja í HoltumVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11238

Guðsþjónusta sunnudaginn kl. 14.00

Kaffi og með því í safnaðarheimilinu á eftir.

4. febrúar 2018

Hrafnista ReykjavíkVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11258

Guðsþjónusta kl. 14 í samkomusalnum Helgafelli. Félagar úr kór Áskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti er Bjartur Logi Guðnason. Ritningarlestra les Kristín Guðjónsdóttir. Sr. Svanhildur Blöndal prédikar og þjónar fyrir altari.

4. febrúar 2018

Stóruborgarkirkja Grímsnesi kl. 20.30. Kyrrðarstund við kertaljós.Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11240

Bæna- og kyrrðarstund í myrkrinu við kertaljós, sunnudagskvöld 4. febrúar kl. 20.30. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, leiðir stundina. Allir eru velkomnir.

4. febrúar 2018