Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Dagbók - 2. september 2018

Áskirkja: Messa og barnastarf, fermingarbörn og vöfflukaffiVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11758

Messa og barnastarf kl. 11. Sunnudagaskólinn hefur göngu sína á ný eftir sumarleyfi í umsjá Kristnýjar Rósar Gústafsdóttur djákna og Benjamíns Hrafns Böðvarssonar guðfræðinema. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason.

Fermingarbörn komandi vors og foreldrar þeirra sérstaklega boðuð til messunnar og til kynningarfundar um fermingarstarf vetrarins.

Að messu lokinni selur Safnaðarfélag Áskirkju vöfflukaffi í Ási. Verð kr. 500.

Sjá nánar: http://www.askirkja.is

2. september 2018

Háteigskirkja messa kl. 11:00Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11754

messa kl. 11

Prestur Eiríkur Jóhannsson

Organisti Guðný Einarsdóttir.

2. september 2018

Langholtskirkja: fjölskyldumessaVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11755

Verið velkomin í fjölskyldumessu kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir leiðir stundina ásamt Magnúsi Ragnarsyni organista, Söru Grímsdóttur kórstýru, Hafdísi Davíðsdóttur æskulýðsfulltrúa og okkar frábæru messuþjónum. Skemmtileg stund fyrir alla aldurshópa og er samveran upphaf barna- og kórastarfs á nýju misseri. Kórabörn og fjölskyldur þeirra verða boðin sérstaklega velkomin. Kaffi og meðlæti í safnaðarheimili eftir stundina.

Sjá nánar: www.langholtskirkja.is

2. september 2018

Skálholtsdómkirkja kl. 11.00. Messa.Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11752

SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA

Messa sunnudag 2. september kl. 11.00.

Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, annast prestsþjónustuna.

2. september 2018

Guðsþjónusta á SkjóliVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11759

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Almennur söngur. Vandamenn og vinir heimilisfólks velkomnir og aðstoð þeirra vel þegin við flutning fólks milli hæða.

Sjá nánar: http://www.skjol.is

2. september 2018

SunnudagaskóliVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11757

Sunnudagaskóli í Lágafellskirkju kl.13. Umsjón hefur Berglind Hönnudóttir, æskulýðsleiðtogi. Allir velkomnir!

Sjá nánar: http://lagafellskirkja.is

2. september 2018

Kveðjumessa í StafholtskirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11760

Sr. Elínborg Sturludóttir kveður söfnuðina í Stafholtsprestakalli með kveðjumessu í Stafholtskirkju sun. 2. sept. kl. 14:00. Að messu lokinni verður kaffisamsæti á prestssetrinu.

2. september 2018

Kvöldmessa í EgilsstaðakirkjuVeffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11761

Egilsstaðakirkja

Sunnudagurinn 2. september

Kvöldguðsþjónusta kl. 20:00

Organisti Torvald Gjerde, almennur söngur.

Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir predikar.

Þeir unglingar á Héraði sem vilja fermast í Þjóðkirkjunni næsta vor eru hvött til þátttöku ásamt forráðamönnum og stuttur fundur með þeim eftir messu.

Prestar Egilsstaðaprestakalls

Sjá nánar: egilsstadakirkja.is

2. september 2018

Kvöldstund við kertaljós kl. 20.30 í Stóru-Borgarkirkju, Grímsnesi.Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/11753

STÓRU-BORGARKIRKJA Grímsnesi.

Bæna- og kyrrðarstund við kertaljós sunnudagskvöld 2. september kl. 20:30.

Óvenjuleg hugleiðslustund í kvöldkyrrðinni. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, leiðir stundina.

Eftir stundina verða í boði Rubin-Emerald drykkur og hafrakex.

2. september 2018