Dalaprestakall

 

Hjarðarholtskirkja á degi aldraðra

Samverustund fyrir alla fjölskylduna á uppstigningardag, 5. maí, í Hjarðarholtskirkju kl. 14:00.

Dagurinn er tileinkaður öldruðum og af því tilefni ætlar sönkonan Helga Möller að frumflytja lagið “Tegami bréfið” eftir japanska tónlistarmannin Ryoichi Higuchi, til heiðurs öldruðum. Að baki býr fallegur boðskapur um ást og virðingu, sem listamaðurinn afhendir fólki í bréfaformi, en hann hefur borið bréfið með söng sínum til fólks í 147 borgum Japans.
Textinn við lagið er í þýðingu Þorsteins Eggertssonar.

Kirkjukór Dalaprestakalls leiðir annan söng undir stjórn Halldórs Þ Þórðarsonar og býður upp á kaffiveitingar að athöfn lokinni.

Allir velkomnir.

Sóknarprestur

 

Anna Eiríksdóttir, 27/4 2016

Fermingar- og hátíðarmessur um páska 2016

Pálmasunnudagur – 20. Mars
Snóksdalskirkja – Fermingarrmessa kl. 12:00
Fermingarbarn: Hilmar Jón Ásgeirsson

 

Skírdagur – 24. mars
Hjarðarholtskirkja – Fermingarmessa kl. 11:00
Fermingarbarn: Breki Örn Jenke

Skarðskirkja – Fermingarmessa kl. 14:00
Fermingarbarn: Ragnar Hermannsson

 

Páskadagur – 27. mars
Kvennabrekkukirkja – Hátíðarmessa kl. 14:00

 

Annar dagur páska – 28. mars
Hjarðarholtskirkja – Fermingarmessa kl. 13:00
Fermingarbarn: Unnur Th. Indriðadóttir

 

Organisti í atöfnum er Halldór Þorgils Þórðarson. – Kirkjukór Dalaprestakalls annast sönginn.

Sóknarprestur.

Anna Eiríksdóttir, 16/3 2016

Hátíðarguðsþjónustur yfir jólin

24. desember – Aðfangadagur jóla
Kl. 14:00 – Helgistund á Fellsenda
Kl. 18:00 – Hátíðarguðsþjónusta í Hjarðarholtskirkju

25. desember – Jóladagur
Kl. 13:00 –Helgistund á Silfurtúni
kl. 14:00 – Hátíðarguðsþjónusta í Hvammskirkju
kl. 17:00 – Hátíðarguðsþjónusta í Staðarfellskirkju

26. desember – Annar dagur jóla
kl.14:00 – Hátíðarguðsþjónusta í Kvennabrekkukirkju

27. desember – sd. milli jóla og nýárs
kl. 14:00 – Jólaguðsþjónusta í Snóksdalskirkju
kl. 16:00 –  Jólaguðsþjónusta í Stóra- Vatnshornskirkju

Organisti í athöfnum er Halldór Þorgils Þórðarson, kirkjukór Dalaprestakalls sem og Þorrakórinn leiða söng í athöfnum.

Sóknarprestur.

Anna Eiríksdóttir, 14/12 2015

Aðventukvöld í Hjarðarholtskirkju

29. nóvember – Fyrsti sunnudagur í aðventu.

Aðventukvöld í Hjarðarholtskirkju 29. Nóvember, kl. 20:00

Kveikt verður á fyrsta aðventuljósinu sem ber með sér tákn vonar og friðar. – Kirkjukór Dalaprestakalls syngur jólasálma undir stjórn Halldórs Þorgils Þórðarsonar og Jóna Margrét Guðmundsdóttir syngur jólalag. Eftir hugvekju flytja fermingarbörn kærleiksboðskap og bera ljós um kirkjuna. Krakkar úr kirkjuskólanum syngja og spila nokkur jólalög.

Sérstakir gestir eru Helga Möller, söngkona, og Birgir Jóhann Birgisson, tónlistarmaður.

 

Njótum samvista á aðventunni.

Sóknarprestur.

Anna Eiríksdóttir, 26/11 2015

Sumarleyfi sóknarprests

Sumarleyfi sóknarprests er frá 7. september til 4. október, að báðum dögum meðtöldum. –  Afleysingu þennan tíma annast sr. Gunnar Eiríkur Hauksson, sóknarprestur í Stykkishólmsprestakalli. Sími hans er 865 9945 / 438 1560 og netfang gunnareir@simnet.is.

Sóknarprestur.

Anna Eiríksdóttir, 5/9 2015

Sveitabrúðkaup í Dölum

file:///Users/annaeiriksdottir/Desktop/11988501_10207750139374327_6215498594026970829_n.jpgfile:///Users/annaeiriksdottir/Desktop/11960041_10207750139094320_8590434291251102586_n.jpg

file:///Users/annaeiriksdottir/Desktop/11918928_10207750143174422_6671031957751718108_n.jpgfile:///Users/annaeiriksdottir/Desktop/11219125_10207750142174397_6077932758418116504_n.jpgfile:///Users/annaeiriksdottir/Desktop/10984608_10207750142134396_24923843917478348_n.jpg

Sveitakirkjurnar í Dölum eru fornir helgidómar sem hafa yfir sér ákveðinn sjarma og njóta aukinna vinsælda fyrir sumarbrúðkaup. Eitt slíkt var haldið í Staðarfellskirkju á Fellsströnd í sumar, í einni fallegustu sveit landsins sem skartar ævintýralegri náttúrufegurð.

Anna Eiríksdóttir, 1/9 2015

Guðsþjónusta í Dagverðarneskirkju

Hin árlega sumarguðsþjónusta í Dagververðarneskirkju verður að þessu sinni laugardaginn, 15. ágúst, og hefst athöfnin kl. 14:00.

Halldór Þ Þórðarson mætir með harmonikkuna ásamt saxofón, klarinett og góðum söngfuglum. – Njótum samverunnar í ævintýralegri náttúru, hlýðum á Guðs orð og njótum kaffiveitinga á eftir.

Hlakka til að sjá þig.

Anna Eiríksdóttir

Anna Eiríksdóttir, 8/8 2015

Pílagrímaganga úr Dölum í Borgarfjörð

Í tilefni af því að nú eru liðin 100 ár frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt verður fetað í fótspor hinnar kristnu landnámskonu, Auðar djúpúðgu, og gengið frá Hvammi í Dölum í Reykholt í Borgarfirði.

Allir sem áhuga hafa á arfleifð kristinnar trúar og frelsisbaráttu íslenskra kvenna eru hjartanlega velkomnir í gönguna!

lau. 30. maí kl. 10:00

Hvammur í Dölum–Hjarðarholt.

sun. 31. maí kl. 10:00

Hjarðarholt- Kvennabrekka.

lau. 13. júní kl. 10:00

Kvennabrekka- Reykjadalur

sun. 14. júní kl. 10:00

Reykjadalur – Hvammur í Norðurárdal.

mán. 15. júní kl. 10:00

Hvammur – Norðtunga Þverárhlíð

þri. 16. júní kl. 10:00

Norðtunga Þverárhlíð – Reykholt

Nánari upplýsingar verður að finna á www.pilagrimar.is

og hjá: elinborg. sturludottir@kirkjan.is

Sóknarprestur.

Anna Eiríksdóttir, 18/5 2015

Héraðsfundur Vesturlandsprófastsdæmis

Héraðsfundur Vesturlandsprófastsdæmis 2015 verður haldinn í Búðardal, sunnudaginn 26. apríl. – Fundurinn sem haldinn er í Leifsbúð hefst með messu í Hjarðarholtskirkju kl. 11:00.

Séra Páll Ágúst Ólafsson, Staðastað, prédikar. Sóknarprestur Dalaprestakalls, séra Anna Eiríksdóttir, annast altarisþjónustu.

Einsöngur Hanna Dóra Sturludóttir. Organisti er Halldór Þorgils Þórðarson og kirkjukór Dalaprestakalls leiðir söng.

Allir hjartanlega velkomnir.

 

Sóknarprestur

Anna Eiríksdóttir, 22/4 2015

Páskamessur 2015

-Pálmasunnudagur – 29. mars

Hvammskirkja – kl. 14:00 – Hátíðarmessa
Fellsendi – Helgistund kl. 15:30

 

-Skírdagur – 2. apríl

Kvennabrekkukirkja – kl. 13:00 – Fermingarmessa
Fermingarbörn:
Erna Hjaltadóttir og Vilberg Víðir Helgason
Stóra- Vatnshornskirkja – kl. 20:00- Kvöldmessa með altarisgöngu

 

-Aðfangadagur páska – 4. apríl

Staðarfellskirkja – kl. 20:00
Páskavaka.

 

-Páskadagur – 5. apríl

Hjarðarholtskirkja – kl. 14:00 – Fermingarmessa
Fermingarbörn:
Sigrún Ósk Melsteð Jóhannesdóttir og Andri Óttarr Skjaldarson
Silfurtún – Helgistund kl. 15:30

 

Organisti í athöfnum er Halldór Þorgils Þórðarson. – Kirkjukór Dalaprestakalls annast sönginn.

Sóknarprestur.

Anna Eiríksdóttir, 23/3 2015

Sóknarprestur: séra Anna Eiríksdóttir.
Viðtalstímar: þriðju- til fimmtudaga kl. 11-12 á skrifstofu sóknarprests, Sunnubraut 25.
Netfang: anna.eiriksdottir@kirkjan.is
Sími: 434-1139. GSM: 897-4724.

Vesturlandsprófastsdæmi

Forsíðumyndin er af Krosshólaborg. Á borgirnar setti Auður djúpúðga krossa og bað bæna sinna, en hún er fyrsta landnámskonan og var kristin.


Hjálparstarf

Barnatrú.is

Vefur Dalabyggðar

Kirkjualmanak

Föstudagur

Kl. 11 helgistund eða heimsókn á Fellsenda sitt hvorn föstudag í mánuði, kyrrðarstundir alla föstudaga á föstu og aðventu á Fellsenda.

Dagskrá ...