Dalvíkurprestakall

 

Helgin

Kæru vinir

Í fyrramálið – ef að veður leyfir – verður sunnudagaskóli kl. 11.00 í Dalvíkurkirkju.  Það verður líf og fjör – við byrjum inni í kirkju, en svo fara sunnudagaskólabörnin yfir í safnaðarheimilið, meðan að guðþjónustan heldur áfram í kirkjunni.   Óvæntur gestur mætir til að gleðja börnin, hvorki meira né minna en Galdrastelpa!!! Það verður spennandi.   Síðan verður auðvitað saga og söngur og sígild gleði.

Klukkan 11.00 er guðþjónusta í Dalvíkurkirkju sem að sr. Oddur Bjarni Þorkelsson leiðir og fær aðstoð fermingarbarna.  Ungt fólk annast allan tónlistarflutning. Selma Rut Guðmundsdóttir,  nemendur tónlistarskólans og svo Elvar, Þormar og Þorsteinn sem verða fulltrúar okkar á Samfés.  Ekki amalegt það :)

Að lokinni guðþjónustu verður messukaffi í boði foreldra fermingardrengja.

KLukkan 14.00 er guðþjónusta á Möðruvöllum – kórinn syngur fyrir okkur undir lipurri stjórn Sigrúnar Mögnu. Sr. Oddur Bjarni leiðir stundina og fermingarbörnin flytja okkur guðspjallið.  Eyrún Lilja Aradóttir flytur okkur lag og mögulega leikur Jósavin bróðir hennar undir.  Skírnargleðin í fyrirrúmi og kaffistund í Leikhúsinu að lokinni guðþjónustu.

Hittumst heil :)

Oddur Bjarni Þorkelsson, 10/2 2018

Vikan í vændum

Kæru vinir.

Miðvikudagur:
Bænastundin er á sínum stað í hádeginu á miðvikudaginn í Dalvíkurkirkju, kl. 12.00. Gott samfélag og dásamleg næring
Allir hjartanlega velkomnir

Fermingarfræðslan er svo kl. 14.30 á Möðruvöllum.

Fimmtudagur:
Prestar mæta með söng og leik á Dalbæ korter í tvö.
Fermingarfræðsla í Dalvíkurkirkju kl. 15.00
Krakkafjör! hefst að nýju í Dalvíkurkirkju kl. 16.00

Sunnudagur:
Sunnudagaskóli kl. 11.00 í Dalvíkurkirkju -  allt gengið mætir í stuði – og þú líka!
Fjölskyldufjör á Möðruvöllum kl. 13.00 – prestarnir leika við hvurn sinn fingur :)

Hittumst heil og glöð

Oddur Bjarni Þorkelsson, 22/1 2018

Komandi vika…

Jæja-  ögn stríddi veður okkur í gær, og því féll niður fyrsti sunnudagaskólinn.  En við mætum tvíefld næsta sunnudag :)

Þangað til má nefna að bænastundin í miðvikudagshádeginu er á sínum stað.  Sömuleiðis mæta klerkar á Dalbæ og syngja og leika nokkur lög á fimmtudaginn.

Fermingarfræðsla á Möðruvöllum á miðvikudag kl. 14.30 einnig.

Já starf á vormisseri er svona hægt og rólega að vakna til lífsins og fara á fullt – og þorrinn rétt handan við hornið!

Oddur Bjarni Þorkelsson, 15/1 2018

Gleðilegt nýtt ár!

Gleðilegt nýtt ár kæru sóknarbörn nær og fjær – og hjartans þakkir fyrir allt gamalt og gott.

Nýtt ár heilsar og heillar.  Við biðjum og vonum að það færi okkur gleði og gæfu.  Og nú er sr. Oddur Bjarni kominn til starfa að nýju, eftir fæðingarorlofið.  Í fjarveru hans hefur sr. Sigríður Munda Jónsdóttir, sóknarprestur á Ólafsfirði, leyst af og gert það með eindæmum vel.  Hafi hún hjartans þakkir fyrir og óskum við  henni Guðs blessunar.

Komandi vika verður á þessa leið -

7. janúar verður guðþjónusta í Urðakirkju, kl. 20.30 – sr. Oddur Bjarni þjónar og kórinn syngur undir stjórn Páls B.

10. janúar hefjast hádegisbænastundirnar að nýju í Dalvíkurkirkju – með súpu á eftir að vanda.  Dásamlegar samverur.
14. janúar verður fyrsti sunnudagaskólinn á nýju ári í Dalvíkurkirkju – það verður líf og fjör!

Sjáumst glöð og hress í fjölbreyttu starfi.

Oddur Bjarni Þorkelsson, 2/1 2018

Fæðingarorlof

Komið nú sæl

Rétt er að staðfesta að sr. Oddur Bjarni er nú farinn í fæðingarorlof, það hófst 1. október og stendur til áramóta.  Á þessum tíma mun okkar góði granni á Ólafsfirði, sr. Sigríður Munda, leysa af.

Oddur Bjarni Þorkelsson, 5/10 2017

Vikan framundan.

Góðu vinir.

Það er nóg um að vera í Dalvíkurprestakalli.   Þriðja bænastund vetrarins hefst kl. 12.00 í Dalvíkurkirkju nú í dag (miðvikudag) og hefur þátttakan aldrei verið meiri.  Komu t.d. yfir 30 manns á fyrstu bænastund :) Og það er nóg pláss kæru vinir, endilega kíkið.  Tilvalið í hádegishléinu.

Á sunnudaginn kl. 11.00  er fyrsti sunnudagaskólinn og þá verður heldur betur glatt á hjalla.  Fullt af nýjum andlitum,  gítarleikarinn Magnús Felixson,  Ingunn Magnúsdóttir og Eydís Ösp Eyþórsdóttir verða í stuði – þá verður Íris Hauks áfram með okkur og Sigga Jóseps leggur okkur lið eftir langt hlé.   Við syngjum og segjum sögur, föndrum og á sunnudaginn kemur ætlum við að gæða okkur á pylsum :)   Oddur Bjarni fær að fljóta með í gleðinni í þetta skiptið -
Það stefnir svo sannarlega í fjöruga sunnudagsmorgna í vetur!

Kl. 11.00 er guðþjónusta í Stærri-Árskógskirkju.  Kórinn syngur undir stjórn nýs organista, Páls Barna Szabo og sr. Magnús þjónar.
Kl 14.00 eru svo Páll og Magnús mættir í Hríseyjarkirkju og haldin verður guðþjónusta þar með söng og lofgjörð.

Dagurinn endar svo með “Sauðamessu” í Möðruvallaklausturskirkju kl. 20.00.  Þá leiðir kórinn okkur í söng undir stjórn Sigrúnar Mögnu og við syngjum með þeim lög og sálma sem fjalla að mestu um fjárhirða og fé.  Og kannski mannkindina líka.  Sr. Oddur Bjarni þjónar og er það hans síðasta guðþjónusta á þessu ári, þar sem Oddur fer í fæðingarorlof 1. október.
Að stundinni lokinni verður ketsúpusmakk og kaffisopi í Leikhúsinu.

Líf og fjör!

Oddur Bjarni Þorkelsson, 20/9 2017

Fyrsta guðþjónusta haustsins -

Kæru vinir.

Guðþjónusta verður haldin í Dalvíkurkirkju kl. 20.00 næstkomandi sunnudagskvöld, 17. september.  Sr. Magnús þjónar fyrir altari og kórinn okkar syngur undir styrkri stjórn Páls Barna Szabo.

Fermingarbörn og forráðafólk þeirra er vinsamlegast beðið um að mæta og eiga fund með sóknarpresti að lokinni stundinni.

 

Oddur Bjarni Þorkelsson, 14/9 2017

Afmæli!

Á sunnudaginn kemur (27. ágúst) verður hátíðarguðþjónusta kl. 13.00 í Möðruvallakirkju, í tilefni af 150 ára afmæli kirkjunnar.

Við prestarnir þjónum fyrir altari, sr. Jón Ármann Gíslason prófastur predikar og okkar frábæri kór syngur undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur og við syngjum hástöfum með.

Eftir guðþjónustu er messukaffi og ratleikur og almenn gleði 
Kannski verður brostið í söng ?

Hittumst glöð og kát á sunnudaginn kemur 

Oddur Bjarni Þorkelsson, 25/8 2017

Sumarfrí að baki og guðsþjonusta í Hánefsstaðareit :)

Kæru vinir

Sr. Oddur Bjarni snýr til vinnu að nýju í dag, endurnærður að loknu sumarfríi.
En það sem meira er um vert; í dag er guðsþjónusta í Hánefsstaðareit kl. 13.30 –  Kórinn syngur undir stjórn Páls Barna og sr. Magnús sóknarprestur þjónar.

 

Oddur Bjarni Þorkelsson, 20/8 2017

Sumarfrí

Kæru vinir.

Lífið gengur sinn gang.  Börn fæðast,  sumir kveðja – einhverjir ákveða að ganga í hjónaband.

Vonandi fer sumarið vel með ykkur kæru sóknarbörn.  Gott er að segja frá því að í dag fer Oddur Bjarni í sumarfrí en sóknarpresturinn, hann Magnús, mætir til starfa.

Njótið lífsins og Guð blessi ykkur

 

Oddur Bjarni Þorkelsson, 20/7 2017

Viðtalstími presta: Eftir samkomulagi
Símar sr. Magnúsar: 466 1350 og 896 1685
Símar sr. Odds Bjarna : 4621963 og 895-6728

Varðandi opnunartíma kirkna í prestakallinu skal haft samband við presta, kirkjuverði, eða umsjónarmenn kirknanna.

Þriðjudagur

Annan hvern þriðjudag í febrúar og mars er krakkafjör í Hrísey og Árskógsskóla
kl. 14.00 í Hrísey og
kl 15.30 í Árskógsskóla

Dagskrá ...