Dalvíkurprestakall

 

Sumarfrí

Kæru vinir.

Lífið gengur sinn gang.  Börn fæðast,  sumir kveðja – einhverjir ákveða að ganga í hjónaband.

Vonandi fer sumarið vel með ykkur kæru sóknarbörn.  Gott er að segja frá því að í dag fer Oddur Bjarni í sumarfrí en sóknarpresturinn, hann Magnús, mætir til starfa.

Njótið lífsins og Guð blessi ykkur

 

Oddur Bjarni Þorkelsson, 20/7 2017

Sumarleyfi.

Sr. Magnús G. Gunnarsson sóknarprestur er kominn í sumarleyfi og kemur aftur til starfa 20. júlí.

Á meðan er sr. Oddur Bjarni að sjálfsögðu starfandi.

Njótið sumarsins!
:) :) :)

Oddur Bjarni Þorkelsson, 30/6 2017

Fermingar

Upp er runnin hýr og fagur fermingardagur!

Í dag er fermingarmessa í Dalvíkurkirkju kl. 10.30 og mun sr. Magnús G. Gunnarsson þjóna.

Kl. 14.00 er fermingarmessa í Miðgarðakirkju í Grímsey og þar þjónar sr. Magnús G. Gunnarsson einnig.

Við óskum þessum dásemlega unga fólki og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með daginn :)

 

Oddur Bjarni Þorkelsson, 3/6 2017

HELGIHALD UM PÁSKAHÁTÍÐINA

Kæru vinir.

Hin stærsta fagnaðarhátíð nálgast, sjálf upprisuhátíðin; páskarnir.

Skírdagskvöld  verður messa í Urðarkirkju kl. 20.30 –  Sr. Oddur Bjarni þjónar
Að kvöldi föstudagsins langa verða kyrrðarstundir bæði í Dalvíkurkirkju og Möðruvallakirkju kl. 20.00

Messur og guðsþjónustur um sjálfa páskana:

Páskadagur Dalvíkurkirkja kl.8:00 Hátíðarmessa
Páskadagur Stærri-Árskógskirkja kl.11:00 Háíðarguðsþjónusta
Páskadagur Möðruvallaklausturskirkja kl.13:00 Hátíðarguðsþjónusta
Páskadagur kl.14:00 Hríseyjarkirkja, hátíðarguðsþjónusta
Páskadagur kl.14:00 Hátíðarmessa á Dalbæ

Hann er upprisinn – svo sannarlega upprisinn!!
Gleðilega páska :)

Oddur Bjarni Þorkelsson, 13/4 2017

Bænastund í dag

Kl. 12.0o verður bænastundin á sínum stað í Dalvíkurkirkju.

Nærum líkama og sál – Allir hjartanlega velkomnir :)

Á morgun, fimmtudag, er svo síðasta krakkafjörsstundin í vetur -

Á sunnudag er svo guðsþjónusta í Dalvíkurkirkju; Boðunardagur Maríu og verða konur í öndvegi.  Flutt verða lög eða ljóð eftir konur, Jónína Björt söngkona gleður okkur og mun predikun Odds Bjarna vera helguð tilefninu.

Sunnudagaskólabörnin hinsvegar steðja niður í Dalbæ og færa heimilisfólki páskaskraut – syngja og gleðjast.

Kl. 13.00 verður barna- og fjölskylduguðsþjónusta á Möðruvöllum þar sem sérarnir bregða á leik :)

Oddur Bjarni Þorkelsson, 29/3 2017

Vikan!

Í gær var aldeilis glatt á hjalla í Krakkafjörinu í Hrísey og á Árskógsströndinni.

Eftir skamma stund hefst í dag bænastundin kl. 12.00 í Dalvíkurkirkju og svo er auðvitað fermingarfræðslan á sínum stað.
Fimmtudag verður tjúttað á Dalbæ kl. hálf2 og svo er Krakkafjör í Dalvíkurkirkju kl. 16.00
Á sunnudaginn er sunnudagaskólinn á sínum stað með sögum og söngvum, glens og gleði kl. 11.00.
Kl. 14.00 er fjölskylduguðsþjónusta í Hríseyjarkirkju.
Kl. 20.00 er svo kirkjukvöld í Stærri-Árskógssókn.  Að þessu sinni fer fjallið til Múhameðs og við komum okkur fyrir á Baccalá restaurant hjá honum Elvari Reykjalín.

Við syngjum júróvisjón með kórnum. Hlín, Valdi og Bjarni leika undir – og jafnvel sr. Oddur Bjarni líka!
2 ungir drengir láta ljós sitt skína og syngja fyrir okkur lög.
Agnes Anna (Agga) er ræðukona kvöldsins
Elvar býður svo öllum upp á plokkfisksmakk í lok stundarinnar -

Gleði gleði gleði!

Oddur Bjarni Þorkelsson, 22/3 2017

Vikan framundan

Miðvikudagur:

Bænastund í hádeginu að vanda.  Súpa að henni lokinni.  Allir hjartanlega velkomnir!

Fermingarfræðsla á Dalvík og á Möðruvöllum.

Kl. 20.00 er “spil og spjall” í Kelikompunni í Þelamerkurskóla.  Hittingur 9. og 10. bekkinga og nú förum við í karókí! :)

Fimmtudagur:

Djammað með íbúum Dalbæjar kl. 13.30 -

Kl. 20.00 er liður í 150 ára afmælishátíð Möðruvallakirkju.  Hjalti Hugason flytur erindið “Kirkjan í nútíð, fortíð og framtíð” í Leikhúsinu á Möðruvöllum.  Spennandi efni sem Hjalti kann góð skil á.
Helga Kolbeins og Sigrún Magna flytja okkur tónlist.
Kaffi og spjall að erindi loknu.

Sunnudagur
Sunnudagaskólinn kl. 11.00 eins og alltaf.
Annars er guðsþjónustufrí þessa helgina.

Oddur Bjarni Þorkelsson, 14/3 2017

Sunnudagurinn 12. mars

Kl. 11.00 verður guðsþjónusta í Dalvíkurkirkju.  Kór Frímúrara og Mímiskórinn munu syngja.  Sr. Magnús G. Gunnarsson sóknarprestur þjónar.

Kl. 14.00 verður síðan “Skáldamessa” í Möðruvallakirkju.  Einn af liðum 150 ára afmælishátíðar, en Möðruvallaklausturskirkja verður 150 ára í ár.  Kór kirkjunnar undir stjórn SIgrúnar Mögnu flytur lög og ljóð eftir skáld úr héraði. Sr. Magnús G. Gunnarsson sóknarprestur þjónar.

Góða helgi :)

Oddur Bjarni Þorkelsson, 11/3 2017

Krakkafjör!

Nælugerð og gleði í dag : )

 

Sjáumst!!!

oddurbjarni

Oddur Bjarni Þorkelsson, 2/3 2017

Sunnudagurinn 12. febrúar

Í Dalvíkurkirkju:

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11.00 að vanda.  Sögur og söngvar, dund og djús :)

Kl. 11.00 er einnig guðsþjónusta og mun sr. Oddur Bjarni þjóna.  Hann og Páll organisti ætla að syngja “the great pretender” – Guðrún María og Daði munu flytja okkur “House of the rising sun”.  Kirkjukórinn syngur auðvitað, fermingarbörn aðstoða við messuna og að henni lokinni  verður kaffi í boði foreldra fermingardrengja.

Í Möðruvallaklausturskirkju
Kirkjukór Dalvíkur bregður sér yfir á Möðruvelli og syngur þar Disneymessuna sína, sem sló í gegn á síðasta ári.  Oddur Bjarni þjónar í þeirri góðu stund og að henni lokinni býður kirkjukór Möðruvalla til messukaffis  í Leikhúsinu

Svo sannarlega góður sunnudagur framundan :)

Oddur Bjarni Þorkelsson, 8/2 2017

Viðtalstími presta: Eftir samkomulagi
Símar sr. Magnúsar: 466 1350 og 896 1685
Símar sr. Odds Bjarna : 4621963 og 895-6728

Varðandi opnunartíma kirkna í prestakallinu skal haft samband við presta, kirkjuverði, eða umsjónarmenn kirknanna.

Fimmtudagur

10.00 : Mömmumorgnar í Dalvíkurkirkju
13.45 : Dalbær heimsóttur - söngstund
16.00 : Leikjafjör! Æskulýðsstarf í Dalvíkurkirkju alla fimmtudaga í febrúar og mars

Dagskrá ...