Djáknafélag Íslands

 

Meistararitgerð um stöðu djáknaþjónustunnar

Svala Sigríður Thomsen djákni lauk meistaraprófi í guðfræði við Háskóla Íslands árið 2007. Ritgerðin hennar er nú aðgengileg á vef Djáknafélagsins.  Við þökkum Svölu fyrir að deila verkinu með okkur og mun framlag hennar til fræðanna vonandi nýtast öðrum vel. Smellið hér til að lesa.
Í inngangi höfundar segir svo: Ritgerðin Staða djáknaþjónustu innan íslensku kirkjunnar er 30 eininga rannsókn til meistaraprófs í praktískri guðfræði í djáknafræðum. Viðfangsefni rannsóknarinnar er staða djákna innan hinnar kirkjulegu þjónustu, hlutverk þeirra í nútímanum og framtíðarsýn. Leitað var að grundvellinum að þjónustu djákna í guðfræði hennar og sögu, í innri og ytri köllun þeirra, menntun, vígslu, starfsþjálfun og embættisgjörð þjónustunnar. Rannsóknarspurningu er ætlað að leiða í ljós viðhorf, væntingar og veruleika djáknaþjónustu innan íslensku kirkjunnar.”

Ólöf I. Daviðsdóttir, 14/10 2018

Blogg um kærleiksþjónustu, Diakonibloggen

Diakonibloggen er um kærleiksþjónustu. Þar er fjallað jafnt um verkefni á tengd sænsku kirkjunni og utan hennar. Einnig eru þar fræðslupistlar og hugleiðingar, bóka- og kvikmyndarýni og greinar um samfélagsmálefni. Í sumar hefur reglulega verið skrifað um bækur í sumarlestri og kennir þar margra grasa sem mætti kynna sér. Sem dæmi má nefna bókina “En plats för mig: praktik og arbetsträning i församlingsarbatet.”

 

Ólöf I. Daviðsdóttir, 21/8 2018

Ný stjórn DÍ

Á aðalfundi DÍ sem haldinn var 20. mars var kosið til stjórnar félagsins. Hana skipa nú:

- Elísabet Gísladóttir, formaður
- Hólmfríður Ólafsdóttir, gjaldkeri
- Guðmundur Brynjólfsson, ritari
- Sunna Gunnlaugsdóttir, meðstjórnandi
- Helga Björk Jónsdóttir, meðstjórnandi

Félagið þakkar fráfarandi stjórnarfólki kærlega fyrir þjónustuna og óskar þeim sem nú taka sæti í stjórn velfarnaðar til góðra verka.

Ólöf I. Daviðsdóttir, 21/3 2018

Aðalfundur 20. mars 2018

Aðalfundur Djáknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 20. mars, klukkan 18, í safnaðarheimili Bústaðakirkju. Boðið verður upp á súpu á fundinum. Við hvetjum alla félagsmenn sem láta sig málefni félagsins síns varða til að mæta.
Fyrir hönd stjórnar, Hrafnhildur Eyþórsdóttir

Ólöf I. Daviðsdóttir, 6/3 2018

Félagsfundur á aðventu

Auglýsing: aðventufundur 4. des 2017

Haldinn verður félagsfundur í byrjun aðventu þar sem við íhugum birtu ljóssins og hlúum svo í kjölfarið að lífsþrótti félagsins okkar með súpu og skemmtilegu samfélagi. Samveran verður í Fella- og Hólakirkju, mánudaginn 4. desember, klukkan 18:30.

(Ljósmynd með leyfi: Gareth Harper, unsplash.com)

Ólöf I. Daviðsdóttir, 22/11 2017

Starf auglýst á Landspítala

Prestur eða djákni með framhaldsmenntun í sálgæslu (CPE) eða sambærilega framhaldsmenntun s.s. fjölskyldumeðferð, óskast á Landspítala.  Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. janúar 2018 eða eftir samkomulagi.

Nánari upplýsingar um starfið eru á vef stjórnarráðsins, starfatorg.is, og er jafnframt sótt um starfið í gegnum vefgátt sem þar er.

 

Ólöf I. Daviðsdóttir, 12/11 2017

Námskeið um hópstjórn í sorgarvinnu

Námskeið um hópstjórn á vettvangi sorgarvinnu vegna missis verður haldið á vegum samtakanna Ný dögun þann 18. október n.k. Félagsfólk DÍ hefur fengið upplýsingar um námskeiðið og tilhögun þess í tölvupósti. Einnig má finna upplýsingar um námskeiðið á heimasíðu Þjóðkirkjunnar.

Ólöf I. Daviðsdóttir, 2/10 2017

Djáknavígsla 24. september

Elísabet Gísladóttir vígist til djákna við athöfn í Dómkirkjunni, sunnudaginn 24. september n.k., klukkan 11. Elísabet mun gegna djáknaþjónustu við hjúkrunarheimilið Sóltún. Einnig hlýtur Sylvía Magnúsdóttir þá prestsvígslu. Hún mun þjóna sem sjúkrahúsprestur á Landspítalanum. Athöfnin er öllum opin og væri gleðilegt ef djáknar fjölmenntu til vígslunnar.

Ólöf I. Daviðsdóttir, 21/9 2017

Öldrun og efri árin – námskeið fyrir starfsfólk safnaða

 

Námskeið um öldrun og efri árin verður haldið föstudaginn 29. september.  Fyrirlesarar verða dr. Sigurveig H. Sigurðardóttir, félagsráðgjafi og dósent í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og Elísabet Berta Bjarnadóttir, félagsráðgjafi og fjölskylduráðgjafi hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar.

Námskeiðið er einkum ætlað starfsfólki safnaða sem starfa meðal eldra fólks.  Að námskeiðinu standa Eldriborgararáð Reykjavíkurprófastsdæmanna og kærleiksþjónustusvið Biskupsstofu. Skráning fer fram hjá Eldriborgararáði í síma 567-4810 eða eldriborgararad@kirkjan.is. Skráningu líkur miðvikudaginn 27. september.

Ólöf I. Daviðsdóttir, 21/9 2017

Dagur díakóníunnar og alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga

Sunnudaginn 10. september er dagur diakoniunnar eins og alltaf á 13. sunnudegi eftir trinitatis. Þann dag verður útvarpsmessa kl. 11 frá Áskirkju í Reykjavík. Predikun flytur Ásdís Pétursdóttir Blöndal, djákni, og mun hún ásamt sr. Sigurði Jónssoni, sóknarpresti, þjóna fyrir altari. Kammerkór Áskirkju mun syngja undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar, organista. Allir eru velkomnir í Áskirkju og ef þið eruð ekki við störf í eigin kirkju þennan dag væri gaman að sjá ykkur við messuna.

Þessi dagur er einnig alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga. Af því tilefni verður kyrrðarstund í Dómkirkjunn kl. 20. Að kyrrðarstundinni standa Geðhjálp, Geðsvið Landspítala, Hugarafl, Landlæknisembættið, Minningarsjóður Orra Ómarssonar, Ný dögun, Pieta, Rauði kross Íslands og Þjóðkirkjan. Einnig verða kyrrðarstundir haldnar á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjanesbæ.

Áhugavert væri að fá nánari fregnir af því sem um verður að vera í söfnuðum Þjóðkirkjunnar þennan dag, hvort heldur er til að fagna degi díakóníunnar eða vegna forvarnardagsins.  Frásagnir mætti gjarnan birta á heimasíðum safnaðanna og samfélagsmiðlum. Einnig má senda umfjöllun til birtingar á vef Djáknafélagsins.

Ólöf I. Daviðsdóttir, 7/9 2017


Djáknafélag Íslands
Grensáskirkju
108 Reykjavík

 

· Kerfi RSS