Fella- og Hólakirkja

 

Ný heimasíða kirkjunnar

Við erum stolt af nýju heimasíðunni okkar, endilega kíkið á hana  www.fellaogholakirkja.is

Kristín Kristjánsdóttir, 19/4 2016

Félagsstarf eldri borgara þriðjudaginn 19. apríl.

Félagsstarf eldri borgara þriðjudaginn 19. apríl. Hefðbundin dagskrá. Kyrrðarstund kl. 12. Súpa og brauð eftir stundina. Gestur okkar í dag er hin stórskemmtilegi og fjölhæfi rithöfundur og töframaður. Gunnar Kr. Sigurjónsson. Spilum, prjónum og eigum góða samveru saman. Verið velkomin.

Kristín Kristjánsdóttir, 16/4 2016

Guðsþjónusta kl. 11 sunnudaginn 17.apríl

Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Svavar Stefánsson þjónar og predikar fyrir altari. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Sunnudagaskólinn á sama tíma í umsjá Péturs Ragnhildarsonar.
Meðhjálpari Kristín Ingólfsdóttir
Kaffisopi eftir stundina
Verið hjartanlega velkomin.

Kristín Kristjánsdóttir, 12/4 2016

Eldri borgarastarf þriðjudaginn 12. apríl

Kyrrðarstund kll. 12.oo síðan súpa og brauð.

MÖGULEIKHÚSIÐ SÝNIR LEIKSÝNINGUNA ELDKLERKINN Í FELLA OG HÓLAKIRKJU sýningin hefst kl. 14.00.

AÐGANGUR ÓKEYPIS FYRIR ELDRI BORGARA.

Sýningin er samstarfsverkefni eldri borgarastarfs kirknanna í Breiðholti. Breiðholtskirkju, Fella- og Hólakirkju og Seljakirkju
Höfundur handrits og leikari er Pétur Eggerz, leikstjóri Sigrún Valbergsdóttir, Sýningin hefur hlotið mikið lof og frábæra dóma.

Kaffi og meðlæti á vægu verði í safnaðarsalnum eftir sýninguna.

Kristín Kristjánsdóttir, 10/4 2016

Guðsþjónusta sunnudaginn 10. apríl kl. 11

 

Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og predikar. Sönghópurinn Norðurljós syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista.
Sunnudagaskólinn á sama tíma í umsjá Péturs Ragnhildarsonar og félaga.
Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin

Kristín Kristjánsdóttir, 5/4 2016

Eldri borgarastarf byrjar aftur eftir páskafrí 5. apríl

Félagsstarf eldri borgara byrjar aftur eftir páskafrí þriðjudaginn 5. apríl. Kyrrðarstund kl. 12. Súpa eftir stundina. Við fáum góðan gest í heimsókn. Arnþrúður Ösp Karlsdóttir syngur ásamt Arnhildi organista sem leikur undir á píanó. Spilum, prjónum, lítum í blöðin og eigum góða samveru saman.

Allir velkomnir

Kristín Kristjánsdóttir, 30/3 2016

Messa kl. 11 sunnudaginn 3. apríl

Messa sunnudaginn 3 apríl kl. 11.00. Sr. Svavar Stefánsson þjónar fyrir altari og predikar. Í messunni verður fermd Emilía Ósk Björnsdóttir. Kór kirkjunar leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Inga Backmann syngur einsöng og Matthías Stefánsson spilar á fiðlu

Meðhjálpari Kristín Ingólfsdóttir

Heitt á könnunni eftir messu

Sunnudagaskólinn á sama tíma í umsjá Péturs Ragnhildarssonar

Verið velkomin

 

 

 

Kristín Kristjánsdóttir, 29/3 2016

Kyrrðarstund þriðjudaginn 22. mars kl. 12 Lestur Passíusálmanna

Lestur Passíusálmanna

Valdir Passíusálmar verða lesnir í kyrrðarstund þriðjudaginn 22. mars kl. 12.
Eftir lesturinn er boðið upp á súpu og brauð í safnaðarsalnum á vægu verði.

Verið velkomin

Kristín Kristjánsdóttir, 20/3 2016

Guðsþjónusta sunnudaginn 17. maí kl. 11

Guðsþjónusta sunnudaginn 17. maí kl. 11.  Sr.Guðmundur Karl Ágústsson þjónar fyrir altari. Gry Ek Gunnarsson formaður Fellasóknar flytur hugvekju.

Kór Fella- og Hólakirkju syngur.  Birta Teresa Hafsteinsdóttir spilar á hörpu. Organisti Guðný Einarsdóttir.

Kaffisopi eftir stundina.

Verið hjartanlega velkomin

Kristín Kristjánsdóttir, 12/5 2015

Vorferð eldri borgara þriðjudaginn 19.maí lagt af stað kl. 10.00 frá kirkjunni

Árleg vorferð okkar verður farin þann 19. maí og förum við að þessu sinni austur fyrir fjall upp Skeið og það sem leið liggur í Þjórsárdal. Við skoðum sýninguna Þjórsárstofu í Árnesi, sögufræga timburkirkju á Stóra–Núpi og margt fleira sem þessi fallega og sögufræga sveit hefur upp á að bjóða. Við ökum Landssveit, komum við á Hellu og skoðum kirkjustaðinn Odda á Rangárvöllum.

Borðum nesti, syngjum og gleðjumst saman.

Snæðum svo ljúffengan kvöldverð í hinum margrómaða Tryggvaskála á Selfossi.

Brottför frá Fella- og Hólakirkju kl. 10.00 og áætluð heimkoma um kl. 21.00

Verð kr. 6.000 á mann.

 Skráning og nánari upplýsingar í síma 557 3280

Kristín Kristjánsdóttir, 18/5 2015

Hátíðarguðsþjónusta á Hvítasunnudag

Hátíðarguðsþjónusta á Hvítasunnudag kl. 11. Prestur Svavar Stefánsson þjónar og predikar. Kór kirkjunar leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti Guðný Einarsdóttir. Leikmenn lesa ritningatexta.

Meðhjálpari Jóhanna Freyja Björnsdóttir.

Heitt á könnunni eftir messu.

Allir hjartanlega velkomnir.

Kristín Kristjánsdóttir, 20/5 2015

Taize messa sunnudaginn 31.maí kl. 11

Taize messa sunnudaginn 31. maí kl. 11.  Sr.Guðmundur Karl Ágústsson predikar og  þjónar fyrir altari. Meðhjálpari Ottó Ragnarsson

Kór Fella- og Hólakirkju syngur.   Organisti Guðný Einarsdóttir.

Kaffisopi eftir stundina.

Verið hjartanlega velkomin

Kristín Kristjánsdóttir, 26/5 2015

Göngumessur í Júní

Göngumessur í Breiðholtinu

Það verður boðið upp á útivist, hreyfingu og góðan félagsskap í göngumessum Breiðholtssafnaðanna.  Næstu þrjá sunnudaga sameinast söfnuðirnir í sínum árlegu messum þar sem gengið er til messu frá einni kirkju til annarrar.  Sunnudaginn 7. júní verður safnast saman við Seljakirkju kl. 19 og gengið til Fella- og Hólakirkju þar sem messa hefst kl. 20. Sunnudaginn 14. júní verður gengið frá Fella- og Hólakirkju í Breiðholtskirkju og er sama tímasetning. Lagt af stað kl. 19 og messan byrjar kl. 20. Sunnudaginn 21. júní verður síðan hringnum lokað með því að ganga frá Breiðholtskirkju kl. 19 að Seljakirkju til messu sem hefst kl. 20.  Boðið verður upp á kirkjukaffi í lok hverrar messu og einnig ökuferð til baka að upphafi göngunnar.  Göngumessurnar í júní hafa fest sig í sessi og notið mikilla vinsælda.  Breiðholtið býður upp á margar fallegar gönguleiðir og áhugaverða staði þar sem staldrað verður við og þess notið sem fyrir augu ber.  Allir eru hjartanlega velkomnir og ekki er nauðsynlegt að skrá sig til þátttöku.

7. júní Seljakirkja kl. 19 – Fella- og Hólakirkja kl. 20

14. júní  Fella- og Hólakirkja – Breiðholtskirkja kl. 20

29. júní Breiðholtskirkja kl. 19 – Seljakirkja kl. 20

Kristín Kristjánsdóttir, 2/6 2015

Göngumessa sunnudaginn 7. júní kl. 20

Göngumessa sunnudaginn 7.júní. Gengið frá  Seljakirkju kl. 19 til Fella- og Hólakirkju þar sem messa hefst kl. 20. Prestar kirkjunar Guðmundur Karl Ágústsson og Svavar Stefánsson þjónar fyrir altari Kristín Kristjánsdóttir djákni flytur hugvekju.

Sunnudagurinn 7. júní er Sjómannadagurinn og árnar Fella- og Hólakirkja íslenskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra heilla og blessunar Guðs og býður þau velkomin til messunnar.

Kór Fella- og Hólakirkju syngur.  Organisti Örn Magnússon

Kaffisopi eftir stundina.

Verið hjartanlega velkomin

 

Kristín Kristjánsdóttir, 2/6 2015

Göngumessa sunnudaginn 21.júní

Síðasta göngumessa Breiðholtssafnaðanna, hreyfing, samvera og helgihald.

Að þessu sinni verður safnast  saman við Breiðholtskirkju kl. 19.00 og gengið að Seljakirkju þar sem messað verður kl. 20:00.  Að messu lokinni verður boðið upp á akstur  að Breiðholtskirkju. Boðið upp á kirkjukaffi eftir messu.

Kristín Kristjánsdóttir, 16/6 2015

Kvöldguðsþjónusta sunnudaginn 28.júní kl. 20

Kvöldguðsþjónusta sunnudaginn 28.júní kl. 20. Kristín Kristjánsdóttir djákni predikar og  þjónar fyrir altari.

Meðhjálpari Jóhanna Freyja Björnsdóttir

Kór Fella- og Hólakirkju syngur.   Organisti Guðný Einarsdóttir.

Verið hjartanlega velkomin

 

.

 

 

Kristín Kristjánsdóttir, 25/6 2015

Sumartónleikar í Fella- og Hólakirkju

Miðvikudaginn 1. júlí kl. 20 mun Messiaskirkens Koncertkor halda tónleika í Fella- og Hólakirkju ásamt Svöfu Þórhallsdóttur, sópransöngkonu. Á tónleikunum verða flutt verk eftir Carl Nielsen, en í ár eru liðin 150 ár frá fæðingu hans. Meðleikari á tónleikunum er Sandra Mogensen píanóleikari og stjórnandi er Krisztina Vas Nørbæk.

Messiaskirkens Koncertkor var stofnaður árið 1957 og syngur við Messiaskirkjuna í Charlottenlund. Kórinn hefur flutt fjölda stórra verka og farið í tónleikaferðalög víða um heim.

Guðný Einarsdóttir, 26/6 2015

Helgistund sunnudaginn 9. Ágúst kl. 20

Helgistund sunnudaginn 9. Ágúst  kl. 20.00. Sr.Guðmundur Karl Ágústsson þjónar fyrir altari.

Organisti Guðný Einarsdóttir. Meðhjálpari Jóhanna Freyja Björnsdóttir.

Kaffisopi eftir stundina.

Verið hjartanlega velkomin

Kristín Kristjánsdóttir, 4/8 2015

Helgistund að kvöldi 16. ágúst kl. 20.00

Helgistund sunnudaginn 16. Ágúst  kl. 20.00. Sr.Guðmundur Karl Ágústsson þjónar .

Organisti Guðný Einarsdóttir. Meðhjálpari Jóhanna Freyja Björnsdóttir.

Kaffisopi eftir stundina.

Verið hjartanlega velkomin

Kristín Kristjánsdóttir, 11/8 2015

Helgistund kl. 20.00 sunnudaginn 23. ágúst

Helgistund sunnudaginn 23. ágúst  kl. 20.00. Sr.Svavar Stefansson þjónar .

Organisti Guðný Einarsdóttir. Meðhjálpari Jóhanna Freyja Björnsdóttir.

Kaffisopi eftir stundina.

Eftir helgistundina er fundur með fermingabörnum og foreldrum þeirra.  Hvetjum við  fermingarbörn og foreldra að koma í messuna og vera dugleg að sækja messur í vetur.

Verið hjartanlega velkomin

Kristín Kristjánsdóttir, 18/8 2015

Helgistund sunnudagskvöld, 30. ágúst kl. 20

Helgistund verður sunnudagskvöldið 30. ágúst kl. 20. Sr. Svavar Stefánsson þjónar fyrir altari. Þórey Dögg Jónsdóttir, djákni, framkvæmdastjóri Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastsdæma prédikar. Organisti er  Guðný Einarsdóttir og stjórnar söng kórs kirkjunnar.

Guðný Einarsdóttir lætur af starfi organista kirkjunnar nú um mánaðarmótin og verður þetta því hennar síðasta verkefni sem organisti í Fella- og Hólakirkju.

Að lokinni helgistundinni verður boðið upp á kaffisopa í safnaðarsal kirkjunnar.

Verið hjartanlega velkomin til kirkju en sunnudagurinn 30. ágúst er dagur kærleiksþjónustunnar í kirkjunni og verður þess minnst.

Svavar Stefánsson, 26/8 2015

                   Kór Fella- og Hólakirkju

                       Getur bætt við sig söngfólki í allar raddir

                      Kórinn æfir á þriðjudögum kl. 19.30 – 21.30

                    Góður félagsskapur og söngleðinn höfð í fyrirrúmi

                    Þeir sem hafa áhuga er bent á að hafa samband við Arnhildi Valgarðsdóttur kórstjóra í síma 689 7154

                                eða á netfangið arnhildurv@simnet.is

Kristín Kristjánsdóttir, 31/8 2015

Fjölskylduguðsþjónusta sunnudaginn 6.september kl. 11 Sunnudagaskólinn byrjar eftir sumarfrí

Sunnudaginn  6.september hefst barnastarfið aftur eftir sumarfrí. Við byrjum af krafti á fjölskylduguðsþjónustu kl. 11.00. Það verður mikil hátíð, söngur og gleði. Pétur mætir hress og kátur til starfa og hlakkar til að hitta ykkur . Sr. Guðmundur Karl Ágústsson predikar og þjónar og nýji organistinn okkar Arnhildur Valgarðsdóttir spilar.

Verið öll hjartanlega velkomin

Kaffisopi eftir stundina

Kristín Kristjánsdóttir, 1/9 2015

LITRÓFIÐ byrjar miðvikudaginn 9. september

Hið vinsæla barna- og unglingastarf í Fella- og Hólakirkju, Litrófið ,byrjar í næstu viku , miðvikudaginn 9. september !

Yngri hópurinn 3.-6. bekkur verður kl 15.30-16.30

Eldri hópurinn 7.-10. bekkur verður 16.30 -17.30.

Nú væri fínt ef þið mynduð láta orðið berast !!!

Ég lofa mjög skemmtilegu og uppbyggjandi vetrarstarfi td munu Litrófshóparnir báðir koma fram á jólatónleikum með Gretu Salóme og fleirum þann þriðja desember :)

Hlakka til að sjá sem allra flesta á miðvikudaginn í næstu viku, 9. september.Arnhildur organisti, s 6987154

Kristín Kristjánsdóttir, 3/9 2015

Sunnudagaskólinn byrjar á morgun kl. 11

Kristín Kristjánsdóttir, 5/9 2015

Guðsþjónusta sunnudaginn 13. september kl. 11. Sunnudagaskólinn á sama tíma.

Guðsþjónusta kl. 11 sunnudaginn 13. september.  Sr.Guðmundur Karl Ágústsson predikar og þjónar. Þorvaldur Halldórsson spilar létta tónlist. Það verður líf og fjör í sunnudagaskólanum á sama tíma í umsjá Péturs.

Hlökkum til að sjá ykkur . Verið öll hjartanlega velkomin

Kaffisopi eftir stundina

Kristín Kristjánsdóttir, 8/9 2015

Guðsþjónusta kl. 11. Sunnudaginn 20. september Söfnunar guðsþjónusta

Svavar Stefansson predikar og þjónar fyrir altari. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Sunnudagaskólinn á sama tíma í umsjá Péturs Ragnhildarsonar.

Eftir stundina er boðið upp á súpu í safnaðarheimilinu til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar. Frjáls framlög að eigin ósk og ágóðinn rennur til þessa mikilvæga verkefnis.

Verið hjartanlega velkomin.

 

Kristín Kristjánsdóttir, 15/9 2015

Eldri borgarastarf þriðjudaginn 22.september

Eldri borgarastarfið þriðjudaginn 22. september hefst með kyrrðarstund kl. 12 og léttum hádegisverði eftir stundina.

Prjónum, spilum og spjöllum. Púttkeppni og ýmislegt annað skemmtilegt.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Kristín Kristjánsdóttir, 20/9 2015

Eldri borgarastarf Þriðjudaginn 29. september

Kyrrðarstund kl. 12.00 í umsjá Kristínar djákna og Arnhildar organista. Súpa og brauð eftir stundina síðan er árleg haustlitaferð út fyrir borgarmörkin. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 13.00. Uppselt er í ferðina.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Kristín Kristjánsdóttir, 28/9 2015

Fjölskylduguðsþjónusta sunnudaginn 4. október kl. 11

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Litrófið  syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista.  Boðið er upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Umsjón með stundinni hefur Pétur Ragnhildarson. Prestur Guðmundur Karl Ágústsson

Verið öll hjartanlega velkomin

Kaffisopi eftir stundina

Kristín Kristjánsdóttir, 29/9 2015

Foreldramorgnar í kirkjunni alla fimmtudaga frá 10-12

Á morgun fimmtudag 1. október kemur Anna Gunnarsdóttir stílisti til okkar og verður með erindi. Eigum notarlega stund saman.

Heitt kaffi á könnunni.

Allir foreldrar velkomnir

Kristín Kristjánsdóttir, 30/9 2015

Guðsþjónusta sunnudaginn 18.október kl. 11.00

Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og predikar fyrir altari. Félagar úr  sönghópnum Norðurljós syngja.  Sunnudagaskólinn á sama tíma í umsjá Péturs og félaga. Fermingabörn og fjölskyldur þeirra eru sérstalega boðin velkomin.

Kaffisopi eftir stundina.

Allir hjartanlega velkomnir.

 

 

Kristín Kristjánsdóttir, 13/10 2015

Foreldramorgun alla fimmtudagsmorgna frá kl. 10 – 12

Við ætlum að eiga góða stund saman i safnaðarheimilinu á morgun með börnunum. Spjalla um prjónaskap, prjónauppskriftir, hekla og fleira skemmtilegt. Heitt kaffi og meðlæti.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Jóhanna og Kristín

Kristín Kristjánsdóttir, 14/10 2015

Fella – og Hólakirkja býður upp á Menningarkvöld fimmtudaginn 22. október kl. 20.

Kristín Kristjánsdóttir, 16/10 2015

Eldri borgarastarfið þriðjudaginn 20. október

Kyrrðarstund kl. 12. Súpa og brauð eftir stundina. Guðrún Ásmundsdóttir Leikkona er gestur dagsins. Hefðbundin dagskrá að öðru leyti. Spilum, prjónum og eigum góða samveru. Verið velkomin

Kristín Kristjánsdóttir, 18/10 2015

Guðsþjónusta sunnudaginn 25. október kl. 11

Guðsþjónusta sunnudaginn 25.október kl. 11.  Sr.Svavar Stefánsson predikar og þjónar fyrir altari.

Kór Fella- og Hólakirkju syngur.  Sævar Breki Einarsson spilar á básunu og söngneminn Sigríður Rósa Snorradóttir syngur einsöng.  Organisti Arnhildur Valgarðsdóttir.

Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarsalnum í umsjá Péturs og félaga.

Kaffisopi eftir stundina

Allir hjartanlega velkomin

Kristín Kristjánsdóttir, 20/10 2015

Menningakvöld Fella- og Hólakirkju

Við erum aldeilis lukkuleg með kvöldið´í gær, vel yfir hundrað manns mættu á fyrsta Menningarkvöld Fella- og Hólakirkju og allir sungu eins og englar, kirkjukórinn brilleraði og sönghópur Fjölbrautar átti salinn gjörsamlega !
Tala nú ekki um snilldar dúóið Una Dóra (þf) og Guðmund Davíðsson.
Og Sr Guðmundur Karl með afar áhugaverða hugvekju ! Og sr Svavar kynnir kvoldsins!
Svona eiga fimmtudagskvöld að vera.

Við þökkum öllum sem komu.

Kristín Kristjánsdóttir, 23/10 2015

Eldri borgarastarfið þriðjudaginn 27. október

Við fögnum vetrinum með kjarngóðri kjötsúpu eftir kyrrðarstundina sem kl. 12 að venju.  Gestur dagsins er Halldór Skarphéðinsson tónlistamaður. Við spilum, prjónum og spjöllum saman í notarlegri samveru. Framhaldssagan og fyrirbænastund á sínum stað.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Kristín Kristjánsdóttir, 23/10 2015

ALLRA HEILAGRA MESSA Minning látinna

Allra heilagra messa sunnudaginn 1. nóvember kl. 11.00. Prestar kirkjunnar og djákni predika og þjóna. Við minnumst látinna og tendrum kertaljós í minningju þeirra. Tónlistaflutningur er í höndum Arnhildur Valgarðsdóttir organista ásamt kirkjukórnum. Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir fiðlunemi spilar á fiðlu.

Á sama tíma er sunnudagaskólinn í umsjá Péturs og félaga.

Kaffi eftir stundina. Verið hjartanlega velkominn.

Kristín Kristjánsdóttir, 27/10 2015

Kristín Kristjánsdóttir, 28/10 2015

Eldri Borgarastarf þriðjudaginn 3. nóvember

Kyrrðarstund kl. 12 síðan súpa og brauð.

Breyting á áður boðaðri dagskrá. Erna Reynisdóttir framkv.stj. Barnaheilla færist fram til næsta þriðjudags þann 10.nóv.

Á morgun verður fróðlegt og skemmtilegt erindi í máli og myndum um Kristinn á  Dröngum í Árneshreppi á Ströndum.

Að öðruleyti hefðbundin dagskrá. Spilum, prjónum og spjöllum saman. Kaffi kl. 15 ,framhaldssaga og fyrirbænastund.

Verið velkomin.

 

Kristín Kristjánsdóttir, 2/11 2015

Útvarpsguðsþjónusta sunnudaginn 8. nóvember kl. 11.00 Kristniboðsdagurinn

Kristniboðsdagurinn Sr. Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri íslenska kristniboðsfélagsins predikar. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar fyrir altari.  Kór kirkjunar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Grímur Helgason spilar á klarinett og Særún Harðarsdóttir syngur einsöng.

Sunnudagaskólinn  kl. 11:00 á sama tíma.

Verið velkomin

Kaffisopi eftir stundina

Kristín Kristjánsdóttir, 3/11 2015

Eldriborgara starf þriðjudaginn 10.nóvember

Eldriborgara starf þriðjudaginn 10.nóvember

Kyrrðarstund kl. 12.00. Súpa og brauð eftir stundina í safnaðarsalnum. Gestur dagsins er Erna Reynisdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla sem verður með áhugavert erindi um starfsemi Barnaheilla. Að öðru leyti hefðbundin dagskrá. Spilum, prjónum og eigum notarlega samverustund.

Kristín Kristjánsdóttir, 6/11 2015

Menningarkvöld Norðfirðingafélagsins, Fella- og Hólakirkju, 11. nóvember kl. 20:00.

Minningartónleikar um  Ágúst Ármann Þorláksson

Miðaverð er 1000 kr.

Kvöldið í ár er tileinkað Ágústi Ármanni Þorlákssyni tónlistarmanni frá Norðfirði sem lést í september árið 2011, einungis 61 árs gamall.

Stór hluti dagskrárinnar sem flutt verður, var flutt í Egilsbúð þann 13.júní sl.

Á tónleikunum flytja ættingjar og vinir Ágústar lög eftir hann

sem komu út á geisladisknum  „Sól í heiði“ og var kynntur á tónleikunum í Egilsbúð.

Stofnaður hefur verið minningarsjóður í nafni Ágústar og á menningarkvöldinu verður geisladiskurinn til sölu og mun allur ágóði hans renna í minningarsjóðinn en hlutverk sjóðsins er að styrkja ungt tónlistarfólk í Fjarðabyggð.  Verðið á disknum er 2000 kr.

Kaffi og konfekt í boði félagsins að lokinni dagskrá.

Svavar Stefánsson, 11/11 2015

Fjölskylduguðsþjónusta sunnudaginn 15. nóvember kl. 11.00

Fjölskylduguðsþjónusta sunnudaginn 15. nóvember kl. 11.00

Pétur Ragnhildarson og félagar hafa umsjón með stundinni. Prestur Svavar Stefánsson. Fjölbreytt og skemmtilega dagskrá.
Kaffisopi eftir stundina.
Verið velkomin

Kristín Kristjánsdóttir, 12/11 2015

Eldri borgarastarf þriðjudaginn 17.nóvember

Kyrrðarstund kl. 12 síðan súpa og brauð í safnaðarsalnum. Gestur okkar í dag er Gry Ek Gunnarsson sem heldur skemmtilegt og fróðlegt erindi. Hefðbundin dagur að öðru leyti. Spilum, prjónum og og eigum góða stund saman.

Verið Velkomin

Kristín Kristjánsdóttir, 16/11 2015

Guðsþjónusta sunnudaginn 22.nóvember kl. 11.00

Guðsþjónusta sunnudaginn 22. nóvember kl. 11. Lilja Hallgrímsdóttir djákni predikar. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar fyrir altari ásamt Kristínu Kristjánsdóttur djákna.   Gerðubergskórinn syngur.  Stjórnandi er Kári Friðriksson. Organisti Arnhildur Valgarðsdóttur.

Sólveig Aðalbjört leikur á selló.

Meðhjálpari Jóhanna Freyja Björnsdóttir

Sunnudagaskólinn á sama tíma kl. 11.00 í umsjá Péturs Ragnhildarsonar og félaga.

Kaffi í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu  lokinni.

Verið velkomin

 

 

 

Kristín Kristjánsdóttir, 17/11 2015

Foreldramorgnar alla fimmtudaga frá 10-12

Á morgun fáum við góðan gest til okkar snyrtifræðingur frá Avon fyrirtækinu kemur í heimsókn og kynnir vöruna og verður einnig með til sölu. Kaffi og meðlæti í boði. Eigum góða stund saman.

Tökum vel á móti nýjum foreldrum.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Jóhanna Freyja og Kristín

 

Kristín Kristjánsdóttir, 18/11 2015

Eldri borgarastarfið þriðjudaginn 24.nóvember.

Eldri borgarastarfið þriðjudaginn 24.nóvember.
Kyrrðarstund kl. 12. síðan súpa og brauð í safnaðarsalnum. Við fáum góðan gest og skemmtilegan í heimsókn og síðan spilum við bingó.
Hlökkum til að sjá ykkur

Kristín Kristjánsdóttir, 23/11 2015

Aðventukvöld Fella- og Hólakirkju

Aðventukvöld Fella- og Hólakirkju verður fyrsta sunnudag í aðventu 29. nóvember kl. 20.  Þá fyllist kirkjan af ljósi og ljúfum tónum. Kirkjukórinn og kór Fjölbrautaskólans í Breiðholti syngja.  Litrófið sýnir helgileik og syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organist. Kristín Kristjánsdóttir djákni flytur hugleiðingu. Fiðlunemendur frá Tónskóla Sigursveins spila.  Fjöldasöngur þar sem við syngjum inn jólin.

Að lokinni samveru er boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarsal kirkjunnar.

Komið og eigið notalega kvöldstund í byrjun aðventu.

 

 

 

 

Kristín Kristjánsdóttir, 23/11 2015

Fyrsti Sunnudagur í aðventu 29. nóvember

Næstkomandi sunnudagur er fyrsti sunnudagur í aðventu. Að vanda er mikið um að vera hjá okkur þá.
Dagurinn hefst með sunnudags skólanum kl. 11 í umsjá Ástu og Guðlaugar.

þá verður Aðventukvöldið okkar kl. 20   Þá fyllist kirkjan af ljósi og ljúfum tónum. Kirkjukórinn og kór Fjölbrautaskólans í Breiðholti syngja.  Litrófið sýnir helgileik og syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organist. Kristín Kristjánsdóttir djákni flytur hugleiðingu. Fiðlunemendur frá Tónskóla Sigursveins spila.  Fjöldasöngur þar sem við syngjum inn jólin.

Að lokinni samveru er boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarsal kirkjunnar.

Komið og eigið notalega kvöldstund í byrjun aðventu.

Kristín Kristjánsdóttir, 26/11 2015

Aðventa og jól í Fella- og Hólakirkju

Aðventa og jól í Fella- og Hólakirkju

Tónleikar og Helgihald

Fyrsti í aðventu 29. nóvember

Sunnudagaskóli kl. 11. Í umsjá Ástu og Guðlaugar.

Aðventukvöld kl. 20. Kórar kirkjunnar syngja undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Litrófið sýnir helgileik. Fiðlunemendur frá Tónskóla Sigursveins spila. Kristín Kristjánsdóttir djákni flytur hugvekju. Almennur safnaðarsöngur. Kveikt á kertum og við undirbúum okkar fyrir hátíðina sem í vændum er. Heitt súkkulaði og smákökur eftir samveruna.

 

Annar í aðventu 6. desember

Guðsþjónusta kl. 11. Prestur Guðmundur Karl Ágústsson, organisti Arnhildur Valgarðsdóttir. Særún Harðardóttir syngur einsöng.

Sunnudagaskólinn kl. 11. Umsjón Pétur Ragnhildarson

 

Þriðji sunnudagur í aðventu 13. desember

Jólaball sunnudagsskólans kl. 11.

Dansað i kringum jólatréð og jólasveinar koma í heimsókn.

 

Fjórði sunnudagur í aðventu 20. desember

Aðventuguðsþjónusta kl. 11. Jólasöngvar við kertaljós. Prestur Svavar Stefánsson þjónar. Leikmenn lesa ritningatexta sem tengjast jólunum.

 

Bænastund á vegum Norðfirðingafélagsins í Reykjavík kl. 17. Prestur Svavar Stefánsson

Dagskrá jólanna í Fella – og Hólakirkju

 

Aðfangadagur jóla 24. desember

Aftansöngur kl. 18. Prestur Svavar Stefánsson. Arnhildur Valgarðsdóttir organisti. Kór kirkjunnar syngjur. Einsöngur Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir

Aftansöngur kl. 23.30. Prestur Guðmundur Karl Ágústsson. Arnhildur Valgarðsdóttir organisti og kór kirkjunnar syngur. Einsöngur Sólrún Bragadóttir.

Jóladagur 25. Desember

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Prestur Guðmundur Karl Ágústsson. Arnhildur Valgarðsdóttir organisti og kór kirkjunnar syngur.

Gamlársdagur 31. Desember

Aftansöngur kl. 18. Prestur Guðmundur Karl Ágústsson. Arnhildur Valgarðsdóttir organisti  og kór kirkjunnar syngur. Einsöngvari Sigurður Skagfjörð.

Nýjarsdagur 1. janúar 2016

Hátiðarguðsþjónusta kl. 14. Prestur Svavar Stefánsson Arnhildur Valgarðsdóttir organisti og kór kirkjunnar syngur.

Tónleikar og viðburðir á aðventu

 

8. des 

Jólafönn, stórtónleikar með öllum kórum Fella- og Hólakirkju og Gretu Salóme og hljómsveitinni Swing Kompaní. Fjölbreytt jóladagskrá við allra hæfi. Verð kr 3.500.

Jólastund eldri borgara kl. 12

10. des

Jólatónleikar Breiðfirðingakórsins

13. des

Jólatónleikar Samkórs Reykjavíkur og sönghópsins Norðurljósa kl. 20

17. des

Jólahelgistund félagsstarfs Gerðubergs. kl. 13.30 Prestur heyrnalausa Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir ásamt prestum kirkjunnar sjá um stundina. Börn frá leikskólanum Hraunborg og Gerðubergskórinn syngja jólalög undir stjórn Kára Friðrikssonar og Arnhildar Valgarsdóttur organista. Kakó og smákökur a lokinni helgistund.

 

 

Kristín Kristjánsdóttir, 28/11 2015

Eldri borgarastarf þriðjudaginn 1. desember

Kyrrðastund kl. 12. Súpa og brauð eftir stundina í safnaðarsalnum. Gestur okkar er rithöfundur sem les upp úr bók sinni. Hefðbundin dagskrá. Kaffi og framhaldsagan á sínum stað.

Verið velkomin

Kristín Kristjánsdóttir, 30/11 2015

Félagsstarf eldri borgara í dag þriðjudag 1. desember fellur niður vegna veðurs

Kristín Kristjánsdóttir, 1/12 2015

STÓRTÓNLEIKAR MEÐ GRETU SALÓME ÞRIÐJUDAGINN 8. DESEMBER KL.20.30

Kristín Kristjánsdóttir, 1/12 2015

JÓLALJÓSAFERÐ miðvikudaginn 16.desember

JÓLALJÓSAFERÐ Á VEGUM ELDRIBORGARASTARFS
Í BREIÐHOLTS-, FELLA- OG HÓLA- OG SELJAKIRKJU

MIÐVIKUDAGINN 16. DESEMBER 2015 KL. 16 Í BREIÐHOLTSKIRKJU

ÁÐUR EN LAGT VERÐUR AF STAÐ Á AÐ HITTAST Í SAFNAÐARHEIMILI BREIÐHOLTSKIRKJU ÞAR SEM BOÐIÐ VERÐUR UPPÁ HEITT SÚKKULAÐI , MEÐLÆTI OG SPJALL.
ÞAÐAN VERÐUR LAGT AF STAÐ MEÐ RÚTU FRÁ GUÐMUNDI TYRFINGSSYNI Í FERÐALAG ÞAR SEM OKKUR BÝÐST AÐ SKOÐA BORGINA OKKAR PRÝDDA JÓLALJÓSUM.

Ferðin er samstarfsverkefni á vegum safnaðanna í Breiðholti sem bjóða okkur.
Veitingarnar eru í umsjá eldriborgarstarfsins „Maður er manns gaman“ í Breiðholtskirkju og kosta kr. 750 á mann. Skráning í síma 587-1500

Kristín Kristjánsdóttir, 14/12 2015

Jólahelgistund Félagsstarfs Gerðubergs og Fella- og Hólakirkju

Jólahelgistund Félagsstarfs Gerðubergs og Fella- og Hólakirkju verður haldin í Fella- og Hólakirkju kl. 13.30 þann 17. desember.
Prestar kirkjunnar sjá um stundina ásamt sr. Brynju Vigdísi Þorsteinsdóttur, presti heyrnarlausra. Börn frá leikskólanum Hraunborg syngja jólalög. Kakó og smákökur að lokinni helgistund.
Allir velkomnir.

Kristín Kristjánsdóttir, 14/12 2015

Guðsþjónusta sunnudaginn 20. desember kl. 11.

Sunnudaginn 20. desember kl. 11 verða jólasöngvar við kertaljós í kirkjunni. Falleg stund á aðventunni þegar stutt er í jólahátíðina. Prestur Svavar Stefánsson. Leikmenn lesa ritningartexta sem tengjast jólum.
Kór Fella- og Hólakirkju syngur og leiðir almennan safnaðarsöng milli lestra. Organisti Arnhildur Valgarðsdóttir
Verið hjartanlega velkomin að njóta fallegrar stundar.

Kristín Kristjánsdóttir, 16/12 2015

Helgihald um jól og áramót

Jól og áramót í  Fella – og Hólakirkju

Aðfangadagur:

Aftansöngur kl. 18. Prestur Svavar Stefánsson. Einsöngur Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir.

Aftansöngur kl. 23.30. Prestur Guðmundur Karl Ágústsson. Einsöngur Sólrún Bragadóttir.

 

Jóladagur:

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Prestur Guðmundur Karl Ágústsson.

 

Gamlársdagur:

Aftansöngur kl. 18. Prestur Guðmundur Karl Ágústsson.

Einsöngvari Sigurður Skagfjörð.

 

Nýársdagur:

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Prestur Svavar Stefánsson. Sóley Björk Einarsdóttir leikur á trompet. Einsöngur Arnþrúður Ösp Karlsdóttir.

Arnhildur Valgarðsdóttir organisti og kór kirkjunnar annast tónlist í öllum athöfnum um hátíðarnar ásamt auglýstu tónlistarfólki.

_______________________________________________

 

Starfsfólk og sóknarnefndir óska sóknarbörnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með kærum þökkum fyrir samstarf og samverur á árinu sem senn kveður!

 

Svavar Stefánsson, 21/12 2015

Guðsþjónustur á gamlársdag og nýársdag

Gamlársdagur

Aftansöngur kl. 18. Prestur Guðmundur Karl Ágústsson prédikar og þjónar fyrir altari. Einsöngvari Sigurður Skagfjörð. Kór Fella- og Hólakirkju syngur og leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti Arnhildur Valgarðsdóttir.

Nýársdagur

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Prestur Svavar Stefansson  prédikar og þjónar fyrir altari. Einsöngur Arnþrúður Ösp Karlsdóttir. Sævar Breki Einarsson spilar á básunu. Kór Fella- og Hólakirkju syngur og leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti Arnhildur Valgarðsdóttir.

 Kæru vinir við óskum ykkur árs og friðar og þökkum samverustundir líðandi árs.

Kristín Kristjánsdóttir, 29/12 2015

Gleðilegt ár kæru vinir og takk fyrir samveruna á árinu.

Við byrjum af krafti á fjölskylduguðsþjónustu sunnudaginn 10. janúar kl. 11.00. Það verður mikil hátíð, söngur og gleði. Pétur mætir hress og kátur til starfa og hlakkar til að hitta ykkur  ásamt Sr. Guðmundi Karli Ágústsyni

Verið öll hjartanlega velkomin

Kaffisopi eftir stundina

Kristín Kristjánsdóttir, 5/1 2016

Eldri borgarastarfið

Eldri borgarastarfið hefst aftur þann 12. janúar.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Kristín Kristjánsdóttir, 5/1 2016

Eldri borgarastarfið hefst á morgun 12.janúar

Eldri borgarastarfið hefst á morgun 12.janúar Kyrrðarstund kl. 12 síðan súpa og brauð eftir stundina. Við fáum rithöfund í heimsókn sem upp úr bók sinni. Spilum, prjónum og eigum góða samveru saman.
Hlökkum til að hitta ykkur

Kristín Kristjánsdóttir, 11/1 2016

Guðsþjónusta sunnudaginn 17.janúar kl. 11

Guðsþjónusta sunnudaginn 17.janúar sem er síðasti sunnudagur eftir Þrettánda  og kallast Bænadagur að vetri.  Við biðjum sérstaklega fyrir sjómönnum. Prestur Svavar Stefánsson predikar og þjónar fyrir altari. Organisti Arnhildur Valgarðsdóttir. Reynir Þormar leikur á saxafón. Kór kirkjunnar leiðir safnaðarsöng.

Verið hjartanlega velkomin.

Sunnudagaskólinn á sama tíma í umsjá Péturs og félaga

Kristín Kristjánsdóttir, 12/1 2016

Eldri borgarastarf þriðjudaginn 19. janúar

Hefðbundin dagskrá. Kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Kristínar djákna og Arnhildar organist. Súpa og brauð í safnaðarsalnum. Spilum, prjónum og spjöllum saman. Gestur okkar í dag er Ásbjörg Magnúsdóttir Iðjuþjálfari.

Allir vekomnir

 

Kristín Kristjánsdóttir, 17/1 2016

Messa sunnudaginn 24.janúar kl. 11

Messa kl. 11 sunnudaginn 24.janúar. Prestur Guðmundur Karl Ágústsson predikar og þjónar fyrir altari.

Organisti Arnhildur Valgarðsdóttir. Reynir Þormar leikur á saxafón.

Kór kirkjunnar leiðir safnaðarsöng.

Sunnudagaskólinn á sama tima í umsjá Péturs Ragnhildarsonar.
Verið hjartanlega velkomin.

Kristín Kristjánsdóttir, 19/1 2016

Eldri borgarastarf þriðjudaginn 26. janúar

Kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Kristínar djákna og Arnhildar organista. Við verðum á þjóðlegum nótum og blótum þorrann með hefðbundnum þorramat eftir stundina. Þorvaldur kemur með nikkuna og við syngjum saman og höfum gaman. Hefðbundið starf að öðru leyti.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Kristín Kristjánsdóttir, 25/1 2016

Guðsþjónusta sunnudaginn 31.janúar kl. 11

Guðsþjónusta kl. 11. sem er 2. sunnudagur í níuviknaföstu  Biblíudagurinn. Sr. Svavar Stefánsson predikar og þjónar fyrir altari. Reynir Þórisson spilar á Saxafón. Einsöngur Heiðrún Kristín Guðvarðardóttir. Organisti Arnhildur Valgarðsdóttir. Kór kirkjunnar leiðir safnaðarsöng. Meðhjálpari Jóhanna Freyja Björnsdóttir.

Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Péturs Ragnhildarsonar.

Kaffisopi eftir stundina.

Verið velkomin.

Kristín Kristjánsdóttir, 26/1 2016

Eldri borgarastarf þriðjudaginn 2. febrúar

Hefðbundið starf. Kyrrðarstund kl. 12. Súpa og brauð eftir stundina. Spilum prjónum og eigum ljúfa samveru saman. Gestur okkar í dag eru Karlakórinn Kátir karlar sem koma til okkar um kl. 14. 30.

Allir velkomnir

 

Kristín Kristjánsdóttir, 1/2 2016

FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓNUSTA kl. 11 sunnudaginn 7. febrúar

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Litrófið  syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista.  Boðið er upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Umsjón með stundinni hefur Pétur Ragnhildarson ásamt Sr. Svavari Stefánsyni.

Verið öll hjartanlega velkomin

Kaffisopi eftir stundina

Kristín Kristjánsdóttir, 2/2 2016

Foreldramorgnar Fimmtudaga frá kl. 10-12

Það er alltaf mjög gaman hjá okkur á foreldramorgnum og góður andi í hópnum. það er gott að setjast niður og spjalla við aðra sem eru á sama stað í lífinu og skiptast á ráðleggingum.  Allir foreldrar eru velkomnir og börnin eru frá því að vera örfárra vikna upp að leikskóla aldri. Boðið er uppá kaffi, brauð og létt meðlæti þátttakendum að kostnaðarlausu. Umsjón með foreldramorgnum hafa Kristín og Jóhanna Freyja.

Hlökkum til að sjá ykkur

Kristín Kristjánsdóttir, 3/2 2016

Eldri borgarastarf þriðjudaginn 9. febrúar

Eldri borgarastarf þriðjudaginn 9. feb. Kyrrðarstund kl. 12. Súpa í safnaðarsalnum eftir stundina. Gestur okkar segir frá ferðalagi í máli og myndum. Fastir liðir á sínum stað. Spilum, prjónum og höfum gaman saman.

Hlökkum til að sjá ykkur og allri velkomnir.

Kristín Kristjánsdóttir, 7/2 2016

Guðsþjónusta sunnudaginn 14. febrúar kl. 11

Guðsþjónusta sunnudaginn 14. febrúar kl. 11. Guðmundur Karl Ágústsson predikar og þjónar til altaris. Kammerkór Mosfellsbæjar syngur undir stjórn Símonar H. Ívarssonar sem einnig mun leika á gítar. Organisti Arnhildur Valgarðsdóttir . Meðhjálpari Jóhanna Freyja Björnsdóttir.

Sunnudagaskólinn á sama tíma í umsjá Pétur Ragnhildarsonar.

Kaffisopi eftir stundina.

Verið hjartanlega velkomin.

Kristín Kristjánsdóttir, 9/2 2016

Sunnudagurinn 21. febrúar – Konudagurinn

Guðsþjónusta kl. 11. Konudagurinn.

Gry Ek Gunnarsson, formaður Fellasóknar flytur hugleiðingu. Kór kirkjunnar leiðir söng undir stjórn og við undirleik Arnhildar Valgarðsdóttur.

Prestur sr. Svavar Stefánsson sem þjónar fyrir altari. Konur lesa ritningarlestra.

Karlar úr sóknunum baka vöfflur með rjóma og bjóða í vöfflukaffi að guðsþjónustu lokinni í safnaðarsal kirkjunnar.

 

Sunnudagaskóli á sama tíma og þeim sem þangað koma er að sjálfsögðu boðið í vöfflukaffið líka.

Svavar Stefánsson, 16/2 2016

Eldri borgarastarf þriðjudaginn 23. febrúar.

Hefðbundin dagskrá. Kyrrðarstund kl 12 síðan súpa og brauð í safnaðasalnum. Spilum, prjónum og eigum góða samveru saman. Fjöldasöngur og ýmislegt skemmtilegt á dagskrá.  Framhaldsagan og fyrirbænastund á sínum stað.
Hlökkum til að sjá ykkur.

Kristín Kristjánsdóttir, 22/2 2016

Guðsþjónusta sunnudaginn 28. febrúar kl. 11

Guðsþjónusta sunnudaginn 28. febrúar kl. 11. Sr.Guðmundur Karl Ágústsson predikar og þjónar fyrir altari. Kór Fella- og Hólakirkju syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur Organista. Páll Tómas Viðarsson syngur einsöng og Helga Kristín Hauksdóttir leikur á Selló.

Sunnudagaskólinn á sama tíma í umsjá Péturs og félaga.

Kaffisopi eftir stundina.

Verið hjartanlega velkomin

Kristín Kristjánsdóttir, 24/2 2016

Eldri borgarastarf þriðjudaginn 1. mars

Við fáum nemendur frá Tónskóla Sigursveins í heimsókn kl. 14.  Kyrrðarstund kl. 12. Súpa og brauð eftir stundina.

Spilum, prjónum og eigum góða samveru saman.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Allir velkomnir.

Kristín Kristjánsdóttir, 29/2 2016

ÆSKULÝÐSDAGURINN SUNNUDAGINN 6. mars Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Léttmessa kl. 20

ÆSKULÝÐSDAGURINN SUNNUDAGINN 6. mars

Það verður annarssamur dagur hjá okkur í Fella – og Hólakirkju á sunnudaginn. Við byrjum á Fjölskylduguðsþjónusta kl.11. Sr. Svavar Stefánsson þjónar ásamt Pétri Ragnhildarsyni sem hefur umsjón með stundinni.

það verður mikill söngur og fjölbreytt og skemmtileg dagskrá.

Kaffisopi eftir stundina.

Síðan er Dýrfirðingamessa kl. 14.00. Sr. Svavar Stefánsson þjónar og Kristín Jónsdóttir úr Haukadal flytur hugvekju dagsins. Kór brottfluttra Dýrfirðinga leiðir safnaðarsöng undir stjórn Guðbjargar Leifsdóttur. Þessi stund í kirkjunni hefur alltaf verið sérlega ánægjuleg byrjun á Kaffideginum.

Um kvöldið kl. 20 er síðan Léttmessa. Unga fólkið okkar úr æskulýsstarfinu heldur utan um stundina og Svavar Knútur leikur og syngur.

Hlökkum til að sjá ykkur

Kristín Kristjánsdóttir, 1/3 2016

Foreldramorgnar alla fimmtudaga frá kl. 10-12.

Foreldramorgnar alla fimmtudaga frá kl. 10-12.

Foreldramorgnar eru notaleg stund fyrir foreldra og börn, þar sem þeim gefst kostur á að hittast, spjalla og deila reynslu sinni. Allir foreldrar velkomnir.

Léttar veitingar í boði kirkjunnar.

Kristín Kristjánsdóttir, 2/3 2016

Góugleði Eldri borgarastarfsins þriðjudaginn 8. mars kl. 18.00

Glæsilegur kvöldverður, fjölbreytt og skemmtileg dagskrá.

Sönghópurinn Tindatríóið Gamanmál Einsöngur Tónlistaatriði

Þorvaldur ásamt fjölskyldu spilar undir dansi

Hlökkum til að sjá ykkur

 

Verð kr. 4.500 kr skráning í síma 557-3280

 

Verið velkomin í Fella- og Hólakirkju

Kristín Kristjánsdóttir, 7/3 2016

Guðsþjónusta sunnudaginn 13. mars kl. 11.00

Guðsþjónusta kl. 11.00 sunnudaginn 13. mars sem er Boðunardagur Maríu.

Sr. Svavar Stefánsson predikar og þjónar fyrir altari. Þorvaldur Halldórsson sér um tónlistina. Meðhjálpari Jóhanna Freyja Björnsdóttir

Sunnudagaskólinn á sama tíma í umsjá Péturs og félaga.

Kaffisopi eftir stundina

Verið velkomin

Kristín Kristjánsdóttir, 8/3 2016

Eldri borgarastarf þriðjudaginn 15. mars

Páskabingó í eldri borgarastarfinu í dag. Hefðbundin dagskrá að öðru leyti. Kyrrðarstund kl. 12.

Hlökkum til að sjá ykkur

Kristín Kristjánsdóttir, 14/3 2016

Pálmasunnudagur 20. mars Fermingamessa kl. 11

Fermingamessa kl. 11.00 Sr. Guðmundur Karl Ágústsson predikar og þjónar ásamt Kristínu Kristjánsdóttur djákna. Fermd verða börn úr Hólabrekkusókn. Matthísa Stefánsson spilar á fiðlu. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur Organista.

Verið hjartanlega velkomin

Kristín Kristjánsdóttir, 15/3 2016

Helgihald í Fella- og Hólakirkju um bænadaga og páska

Sunnudagur 20. mars, pálmasunnudagur:

Fermingarmessa kl. 11. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Fermd verða börn úr Hólabrekkusókn.

 

Fimmtudagur 24. mars, skírdagur:

Fermingarmessa kl. 11. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Fermd verða börn úr Hólabrekkusókn

Fermingarmessa kl. 14. Prestur sr. Svavar Stefánsson. Fermd verða börn úr Fellasókn.

 

Föstudagur 25. mars, föstudagurinn langi:

Guðsþjónusta án prédikunar kl. 11. Prestur Guðmundur Karl Ágústsson. Píslarsagan lesin og milli lestra flytja félagar úr kór kirkjunnar tónlist sem tengist föstudeginum langa.

 

Sunnudagur 27. mars, páskadagur:

Hátíðarguðsþjónusta kl. 8 árdegis. Sr. Svavar Stefánsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Guðmundi Karli Ágústssyni og Kristínu Kristjánsdóttur, djákna. Að guðsþjónustu lokinni verður öllum boðið til morgunverðar í safnaðarsal kirkjunnar.

 

Í öllum þessum athöfnum syngur kór kirkjunnar undir stjórn organista og söngstjóra, Arnhildar Valgarðsdóttur sem leikur jafnframt á orgelið.

Verið hjartanlega velkomin í kirkjuna þessa daga sem ætíð!

Sóknarnefndir Fella- og Hólabrekkusókna

 

Kristín Kristjánsdóttir, 15/3 2016

Foreldramorgun frá 10 – 12 á fimmtudögum

Hlökkum til að hittast aftur eftir páskafrí. Heitt kaffi og meðlæti.

Eigum góða samveru saman með börnuum.

Allir velkomnir

Jóhanna Freyja og Kristín

Kristín Kristjánsdóttir, 30/3 2016

Foreldramorgnar fimmtudaga frá kl. 10 – 12

Á morgun fimmtudaginn 17. mars sér Kristín djákni um stundina. Við ætlum að spjalla um næringu barna.

Kaffi og meðlæti í boði.

Hlökkum til að sjá ykkur

Kristín Kristjánsdóttir, 16/3 2016

Kirkjan er opin mán-fim frá kl. 09:00-15:00 og fös kl 9:00-14:00.
Sími: 5573280


REYKJAVÍKURPRÓFASTSDÆMI EYSTRA


Viðtalstímar presta, djákna og organista


Sr. Svavar Stefánsson, sóknarprestur Fellasóknar
mán-fim kl.11-12.
Farsími; 860 2266.
svavar.stefansson@kirkjan.is, Prédikanir og pistlar

Sr. Guðmundur Karl Ágústsson, sóknarprestur Hólabrekkusóknar þri-fös kl.11-12.
Farsími 896 4853.
gudhjor@simnet.is.

Kristín Kristjánsdóttir, djákni
viðtalstími eftir samkomulagi
Farsími; 825 0051
Netfang. k.k@mi.is

Arnhildur Valgarðsdóttir, organisti
Viðtalstími eftir samkomulagi
Farsími: 698 7154
arnhildurv@simnet.is


VELKOMIN(N) Í ÞJÓÐKIRKJUNA:
- - - - - - - - - - - - - -
SKRÁÐU ÞIG
SKRÁÐU BARNIÐ ÞITT
NÁNARI UPPLÝSINGAR

Þriðjudagur

12.00 - Kyrrðarstund
13.00 - 16.00 Samvera eldri borgara

Dagskrá ...