Hanskar og fleira fyrir ferminguna

spyr:

Í tilefni fyrirhugaðrar fermingar:

Mig vantar að vita hvar ég get nálgast hanska, sálmabók, eins vantar mig að vita hvar hún fæst árituð og hvað tíðkast í þeim efnum. Eins tíðkast að kaupa kerti og fá þau árituð.

Er ekki verslun á vegum kirkjunnar sem ég get verslað við?

Með von um skjót svör,

Irma Sjöfn Óskarsdóttir svarar:

Komdu sæll.

Þú ættir til dæmis að fá þessar vörur í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31.

Bestu kveðjur,
Irma Sjöfn