Fjölskyldan – foreldrar

Það að fermast er stór atburður í lífi ungrar manneskju. Þar mætist margt í sama brennidepli: Barnið er á tímamótum; það er að breytast úr barni í ungling; fermingin er yfirlýsing um lífsstefnu og fermingarbarnið vill leitast við að fylgja í fótspor Jesú Krists.

Ferming er líka hátíð ættarinnar, hér er þessi unga manneskja að stíga fyrstu sporin í átt til að verða fullorðin og sjálfráða og fjölskyldan kemur saman í þeim tilgangi að styðja hana og styrkja í því verki að komast til manns. Af öllum þessum ástæðum er líka eðlilegt að koma saman og gera sér glaðan dag og nesta barnið (á hófstilltan hátt) til fararinnar út í lífið.

Fyrir foreldrana er fermingin líka tækifæri til að eiga samræður við fermingarbarnið um það sem gerist í fermingarundirbúningnum, um hinn kristna arf og hvaða sess hann skipar í lífi okkar, um stóru spurningar lífsins; hvernig manneskja vil ég vera og hvernig vil ég lifa lífinu og svo fr.

Á þessa síðu munum við safna saman ýmsu því efni sem getur nýst foreldrum og fjölskyldu að verða samferða barninu í fermingarundirbúningnum til líkama og sálar.

Námskrá fermingarstarfanna (drög)