Ritningarvers

Úr Gamla testamentinu

 • Í upphafi skapaði Guð himin og jörð. (1.Mósebók. 1.1)
 • Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. (Sálm. 16.1)
 • Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. (Sálm. 23.1)
 • Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (Sálm. 23.4)
 • Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá. (Sálm. 37.5)
 • Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. (Sálm. 46.2)
 • Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð, og veit mér nýjan, stöðugan anda. (Sálm. 51.12)
 • Drottinn er góður, miskunn hans varir að eilífu og trúfesti hans frá kyni til kyns. (Sálm. 100.5)
 • Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegi mínum. (Sálm. 119.105)
 • Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. (Sálm. 121.2)
 • Drottinn er vörður þinn, Drottinn skýlir þér, hann er þér til hægri handar. (Sálm.121.5)
 • Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína. (Sálm. 121.7)
 • Óttast þú eigi, því að ég er með þér. Lát eigi hugfallast, því að ég er þinn Guð. . (Jesaja. 41.10)
 • Leitið Drottins, meðan hann er að finna, kallið á hann meðan hann er nálægur! (Jesaja 55.6)

Nýja testamentið

 • Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða. (Matt 5.6)
 • Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða. (Matt. 5.7)
 • Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá. (Matt. 5.8)
 • Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða. (Matt. 5.9)
 • Biðjið, og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. (Matt. 7.7)
 • Allt sem þið viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Þetta er lögmálið og spámennirnir. (Matt. 7.12)
 • Jesús sagði: „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.” (Matt. 11.28)
 • „…en Guði er enginn hlutur um megn.” (Lúk. 1.37)
 • „Hver sem vill fylgja mér, afneiti sjálfum sér, taki kross sinn daglega og fylgi mér.” (Lúk. 9.23)
 • Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. (Jóh. 3.16)
 • Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina. (Jóh.10.11)
 • Jesús mælti: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi.” (Jóh. 11.25)
 • Jesús segir við hann: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.” (Jóh. 14.6)
 • Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir. (Heb. 13.8)
 • Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir. (Fil. 4.13)