Um ferminguna

Fermingin er fyrir þig sem ert forvitinn um lífið og tilveruna og vilt vita meira um kristna trú og hvaða merkingu hún hefur fyrir þig

Í fermingarfræðslunni færðu fræðslu, samtal og leitar svara við erfiðum spurningum sem þvælast fyrir okkur í daglegu lífi – þú færð möguleikanna á að velta fyrir þér hver þú ert og hverju þú trúir – á hvað þú trúir.

Það er fjallað um trúarspurningar s.s. hver er Jesús og hvað stendur í Biblíunni. Það er líka fjallað um aðrar mikilvægar spurningar s.s. hvað er rétt og rangt, um vináttuna, kærleikann, kynlíf og um tilganginn með lífinu.  Spurningar sem allar manneskjur spyrja.

Fermingarfræðslan endar síðan í fermingarmessu. Fermingin er staðfesting á þinni skírn. Í Guðs augum erum við öll óendanlega dýrmæt og mikilvæg.  Fermingin er ein leið til að samþykkja þetta aðeins fyrir þig.