Félag íslenskra Organleikara

 

Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 2014

Alþjóðlegt Orgelsumar í Hallgrímskirkju hefst á hátíðlegan hátt laugardaginn 14. júní, 22. sumarið í röð. Þá kemur fram Björn Steinar Sólbergsson, organisti við Hallgrímskirkju.

Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju er haldið undir merkjum Listvinafélags Hallgrímskirkju og er þetta 22. sumarið sem orgelhátíðin er haldin yfir sumartímann, eða allt frá því að Klais-orgel kirkjunnar var vígt árið 1992. Klais orgelið er stærsta orgel landsins og hefur mikilvægt hlutverk í íslenskri tónlistarsögu.

Björn  Steinar Sólbergsson leikur á fyrstu tónleikum Alþjóðlegs orgelsumars 2014. Björn Steinar hefur verið organisti við Hallgrímskirkju frá 2006 en áður starfaði hann við Akureyrarkirkju í 20 ár. Hann stundaði framhaldsnám á Ítalíu og í Frakklandi þar sem aðalkennari hans var Susan Landale. Björn Steinar kemur víða fram á tónleikum og hann er einn fárra organista sem hefur flutt Orgelkonsert Jóns Leifs. Þá hefur hann einnig umritað verk fyrir orgel og mun hann leika eitt þeirra, Intermezzo eftir Pál Ísólfsson á laugardeginum. Á efnisskrá sunnudagsins leikur hann m.a. 2. orgelsinfóníu Widors, verk eftir Mendelssohn og Bach og íslensku tónskáldin Jón Þórarinsson, Jón Ásgeirsson, Smára Ólason og Huga Guðmundsson.

Fernir tónleikar verða haldnir í hverri viku í sumar, frá 14. júní til 17. ágúst, alls 38 tónleikar yfir sumartímann. Á miðvikudögum heldur kammerkórinn Schola cantorum hádegistónleika kl. 12 með íslenskum og erlendum kórperlum og íslenskir organistar koma fram á fimmtudögum kl. 12 í samvinnu við Félag íslenskra organleikara. Aðaláhersla Alþjóðlegs orgelsumars er enn sem fyrr á helgartónleikunum en þá koma fram alþjóðlegir og íslenskir orgelleikarar úr fremstu röð, þar á meðal hinn franski Thierry Escaich sem er einn virtasti starfandi konsertorganisti í heiminum í dag. Einnig verða tónleikar í fluttningi finnska undrabarnsins Péturs Sakari, Hannfried Lucke, Andreas Meisner, Maurice Clerc auk fjölda annarra.

Helgartónleikarnir fara fram í hádeginu á laugardögum kl. 12 og á klukkustundarlöngum tónleikum á sunnudögum kl. 17. Aðgangseyrir á hádegistónleika sumarsins er 1700 kr og á sunnudagstónleikana 2500 kr. Félagar í Listvinafélagi Hallgrímskirkju og Félagi Íslenskra Organista fá frítt inn.

Orgelsumar2014_baeklingur_HQ

Helga Þórdís Guðmundsdóttir, 12/6 2014

Verkefnastjóri kirkjutónlistar

Biskup Íslands auglýsir laust til umsóknar starf verkefnisstjóra kirkjutónlistar í 100% starfshlutfalli frá og með 1. ágúst 2014.

Starf verkefnisstjóra kirkjutónlistar tekur mið af gildandi starfsreglum um kirkjutónlist á vegum þjóðkirkjunnar hverju sinni nú nr. 768/2002 og starfsreglum um organista nú nr. 823/1999. Verkefnisstjórinn heyrir undir biskup Íslands og vinnur í nánu samstarfi við væntanlegt kirkjutónlistarráð þjóðkirkjunnar.

Helstu verkefni eru: Lesa áfram …

Helga Þórdís Guðmundsdóttir, 28/5 2014

Kveðja frá FÍO til Jóns Stefánssonar í tilefni af 50 ára starfsafmæli hans við Langholtskirkju

Þér sem inni í ótal kirkjum
orgellistar borgir gistir,
skal nú þakkað heilum huga
hástökk öll á listar fjöllum.

Þig svo jafnan lukkan leiði
ljúfir ómar sífellt hljómi.
Kollegarnir kætast með þér
kannske gefa þér í nefið.

Ljóð: Kjartan Sigurjónsson

                       

Helga Þórdís Guðmundsdóttir, 29/4 2014

Fern Nevjinsky leikur á hádegistónleikum í Hafnarfjarðarkirkju

Hafnarfjarðarkirkja 100 ára 1914-2014
Hádegistónleikar verða í Hafnarfjarðarkirkju.  Fern Nevjinsky leikur á bæði orgel kirkjunnar

Kaffisopi eftir tónleika

Verið hjartanlega velkomin – Aðgangur ókeypis

EFNISSKRÁ:

Georg Böhm (1661 – 1733)  Auf meinen lieben Gottversus 1 og 2. Lesa áfram …

Helga Þórdís Guðmundsdóttir, 22/4 2014

Jesus Christ Superstar í Hjallakirkju í Kópavogi

Á föstudaginn langa kl. 20 verður passíustund í Hjallakirkju þar sem öll tónlistin er sótt í rokkóperuna Jesus Christ Superstar eftir þá Tim Rice og Andrew Llyod Webber.  Fluttir verða 14 kaflar úr verkinu.

Hér verður um nokkuð óvenjulega nálgun á verkinu að ræða. Lesið verður úr píslarsögunni og tónlistin fléttuð inn í á viðeigandi stöðum, enda efniviður verksins allur sóttur í píslarsöguna og má því segja að hér sé um passíuflutning að ræða og í stað rokkhljóðfæra verður leikið með á flygil og orgel. Lesa áfram …

Jón Ólafur Sigurðsson, 17/4 2014

Listvinafélag Háteigskirkju býður upp á Aríur fyrir sópran og óbó – fimmtudag 3.apríl kl. 20

Sjá nánar hér  http://www.listafelag.is/2014/04/01/ariur-fyrir-sopran-og-obo-fimmtudagur-3-april-kl-20/

Helga Þórdís Guðmundsdóttir, 3/4 2014

Megas syngur passíusálmana í Grafarvogskirkju

megas

Helga Þórdís Guðmundsdóttir, 3/4 2014

Tónleikar Barbörukórsins Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 1. apríl kl. 20.

Barbörukórinn heldur tónleika í Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 1. apríl kl. 20.  
Tónleikarnir eru í röð menningarviðburða í kirkjunni á 100 ára afmælisári hennar.  Lesa áfram …

Helga Þórdís Guðmundsdóttir, 28/3 2014

Orgelseminar og tónleikar í Fella og Hólakirkju

Dagana 27. – 30. mars mun organistinn Björn Vidar Ulvedalen frá Re í Noregi heimsækja Ísland ásamt 10 ungum orgelnemendum sínum á aldrinum 7 – 20 ára. Ulvedalen er frumkvöðull á sviði orgelkennslu barna, hefur gefið út námsefni og rekur skóla í Noregi þar sem börn læra á orgel.
Í tengslum við heimsóknina verður haldið seminar í Fella- og Hólakirkju föstudaginn 28. mars kl. 13 – 16 Lesa áfram …

Helga Þórdís Guðmundsdóttir, 25/3 2014

Tónleikatvenna í Hafnarfjarðarkirkju

Helga Þórdís Guðmundsdóttir, 18/3 2014

Þetta er heimasíða Félags íslenskra organleikara, FÍO/Organistadeildar FÍH

 

· Kerfi RSS