Fræðsla

Auk viðtala við fólk og fjölskyldur er boðið upp á fræðsluerindi um hjónabandið og fjölskyldulífið. Einng hefur verið boðið uppá námskeið fyrir tilvonandi brúðhjón.

Næsta námskeið

Rætt hefur verið um að breyta fyrirkomulaginu varðandi þessi námskeið í þá veru að fjölskylduráðgjafi geti mætt í kirkjurnar þar sem prestar eiga fund með tilvonandi brúðhjónum. Þar gæfist tækifæri fyrir verðandi hjón að spyrja um það sem þeim liggur á hjarta um hjónabandið almennt, stofnun fjölskyldu, hvað ber að varast í samskiptum og hvað styrkir hjónatengslin.

Nánari upplýsingar fást hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar í síma 528 4300.