Handleiðsla

Fjölskylduþjónusta kirkjunanr sér um handleiðslu fyrir presta, djákna og aðra sem starfa á vegum kirkjunnar. Handleiðslan fer einkum fram í hópum og auglýst er á netinu þegar nýir hópar byrja fyrir presta og djákna. Boðið er upp á einstaklingshandleiðslu í sérstökum tilfellum að beiðni viðkomandi starfsmanns.

Um handleiðsluna

Handleiðsla Fjölskylduþjónustu kirkjunnar er skipulögð af starfsfólki stofnunarinnar ásamt sr. Þorvaldi Karli Helgasyni á Biskupsstofu.
Starfsfólkið annast sjálfa handleiðsluna og eru þau viðfangsefni sem tekin eru fyrir unnin í fullum trúnaði milli þátttakenda og Fjölskylduþjónustu kirkjunnar.

Venjulega eru starfandi um sex handleiðsluhópar en hafa stundum verið átta. Starfræktir eru hópar presta, djákna, og prófasta. Enn fremur býður Fjölskylduþjónusta kirkjunnar uppá einstaklingshandleiðslu. Þá hefur starfsfólki kirkjunnar verið boðin ráðgjöf og stuðningur í sínum störfum og í sérstökum tilvikum myndaðir starfsfólkshópar þegar miklir erfiðleikar hafa verið í vinnuumhverfi. Nýir hópar eru venjulega teknir inn að hausti eða eftir áramót.

Markmið handleiðslu eru m.a. eftirfarandi:

  1. Efling starfssjálfsins sem felst í því að skoða mörkin sín og læra að aðgreina starfsjálf og einkasjálf ( starf og einkalíf).
  2. Fyrirbyggja kulnun í starfi
  3. Auka starfsgleði.
  4. Auka samvinnu og samskipti aðila þar sem við á.