Um þjónustuna

Fjölskylduþjónusta kirkjunnar er þjónusta fyrir hjón, fólk í sambúð, fjölskyldur og einstaklinga, sem finnst þeir vera í einhvers konar vanda í samskiptum við sína nánustu og vilja finna nýjar lausnir.

Fjölskylduþjónustan er hluti af sálgæslustarfi kirkjunnar og þjónar öllu landinu. Öllum er heimilt að leita beint til okkar og sumir koma samkvæmt ábendingu prests eða annarra aðila.

Þú getur í fyrstu snúið þér til þíns sóknarprests og leitað aðstoðar hans eða hennar. Prestar kirkjunnar um land allt hafa sérstaka viðtalstíma fyrir sóknarbörn sín.

Starfsfólk Fjölskylduþjónustu kirkjunnar er bundið þagnarskyldu. Við geymum ekki skýrslur um fjölskylduna, en skráum nauðsynlegar upplýsingar meðan á viðtölunum stendur.

Dragðu ekki að leita þér hjálpar hjá okkur eða annars staðar. Góð samskipti við aðra, einkum okkar nánustu, eru mikilvæg fyrir vellíðan og heilbrigði.