Viðtöl og ráðgjöf

Þið getið leitað til okkar þegar:

  • þið viljið bæta hjónaband ykkar eða sambúð
  • þú vilt eiga betri samræður við maka þinn
  • þið viljið meiri frið og sátt heima
  • kominn er trúnaðarbrestur í hjónabandið eða sambúðina
  • þið viljið bæta kynlífið
  • þið hafið leitt hugann að skilnaði
  • þið hafið ákveðið að skilja og viljið ræða velferð barnanna
  • þið viljið bæta samskipti í stjúpfjölskyldu
  • styrkja þarf samband við barn eða ungling í fjölskyldunni
  • auka þarf sátt varðandi umgengni við barn / börn eftir skilnað foreldra

Ykkur stendur til boða að koma í viðtöl.

Í viðtölum og samvinnu við fjölskyldufræðinga gæti vandi ykkar skýrst og lausnir fundist. Yfirleitt er best að þeir sem deila vandanum komi saman í viðtölin. Oftast er hvert viðtal um einnar klukkustundar langt. Viðtölin geta dreifst á nokkra mánuði. Hvert viðtal kostar kr. 4000.