Garðasókn

 

Gítarnámskeið fyrir byrjendur!

Í október verður gítarnámskeið í safnaðarheimili Vídalínskirkju fyrir krakka í 8.-9. og 10. bekk.

Námskeiðið fer fram á miðvikudögum frá kl. 17:00 til 18:30.

Lesa áfram …

Pétur M. Hanna, 1/10 2014

Djúpslökun og kristin íhugun

Á þriðjudaginn hefst djúpslökun og kristin íhugun milli klukkan 17:30 og 18:30 í Vídalínskirkju í Garðabæ.  Þar tökum við á móti körlum og konum. Þetta er hvíldar og uppörvunarstund í kyrrð og trú í amstri dagsins. Við þurfum á því að halda að rækta anda okkar og leyfa okkur að hvíla í Guði.

Jóna Hrönn Bolladóttir, 28/9 2014

Fyrsta bíósýningin 30. september

Hér að neðan má sjá upplýsingar um bíósýningu næstkomandi þriðjudags, 30. september.
Lesa áfram …

Pétur M. Hanna, 26/9 2014

12 spora starf

Þá fer 12 spora starfið í Garðaprestakalli að hefjast.
Sjá nánar í auglýsingu hér að neðan.
Lesa áfram …

Pétur M. Hanna, 25/9 2014

Fermingartímarnir falla niður í þessari viku

Í dag eiga stelpurnar ekki að mæta í fermingartíma af því að allir fermingarfræðararnir eru í Vatnaskógi með fermingarstrákunum. En það eru fermingartíma í næstu viku.

Jóna Hrönn Bolladóttir, 24/9 2014

Útvarpsmessa í Vídalínskirkju 28. september kl.11

Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir predikar og þjónar fyrir altari ásamt Kára Geirlaugssyni, Önnu Guðmundsdóttur og Dagnýju Bjarnhéðinsdóttur. Kór Vídalínskirkju syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu sem Heiðar Örn Kristjánsson æskulýðsfulltrúi stýrir ásamt Bolla Má, Erlu Björk og Petru. Mikil tónlist í sunnudagaskólanum og gleði.  Boðið upp á kaffi og djús að lokinni messu.  Allir velkomnir.

Jóna Hrönn Bolladóttir, 24/9 2014

Leikið á nyckelhörpu í Vídalínskirkju

Sunnudaginn 21. september fáum við góða heimsókn frá Svíþjóð í messu í Vídalínskirkju. Til okkar kemur Brita Wideberg sem leikur á hljóðfæri sem nefnt er nyckelharpa, eða lykilharpa, og er strengjahljóðfæri, líkt og fiðla. Með henni leikur Tryggvi Sveinbjörnsson á gítar. Lesa áfram …

Jóhann Baldvinsson, 17/9 2014

Kynning á kristinni íhugun í Vídalínskirkju

Rannsóknir eru sífellt að koma fram sem sýna fram á jákvæð áhrif hugleiðslu og íhugunar á lífsgæði og vellíðan í daglegu lífi. Kyrrðarbæn, Centering Prayer, er forn kristin íhugunaraðferð í nýjum búningi sem hefur verið í örum vexti hér á landi undanfarin misseri. Þriðjudaginn 16. september kl.17-19 verður kynning á  kristinni íhugun í Vídalínskirkju í Garðabæ. Umsjón kynningar er í höndum Grétars Halldórs Gunnarssonar guðfræðings. Í vetur verður boðið upp á kristna íhugun á þriðjudögum í Vídalínskirkju í tengslum jóga nidra djúpslökun og fyrirbænarþjónustu. Kynningin er í boði Garðasóknar og allir velkomnir.

Jóna Hrönn Bolladóttir, 15/9 2014

Góð og falleg gjöf til Garðasóknar

Unnur L. Thorarensen kom ásamt dætrum sínum Ragnheiði og Elínu í safnaðarheimili Vídalínskirkju og færði kirkjunni gjöf til minningar um eiginmann hennar Odd C.S Thorarensen.

Lesa áfram …

Pétur M. Hanna, 12/9 2014

Sunnudagaskóli, Guðsþjónusta og fermingarfjör!

Sunnudagur kl. 11.00 í Vídalínskirkju er tími fjölskyldunnar.
Sunnudaginn 14. september er fermingarbörnunum og foreldrum þeirra boðið sérstaklega til guðsþjónustu þar og stutts fundar um það sem framundan er. Á sama tíma er sunnudagaskólinn, þannig að gleðin mun ráða ríkjum í kirkjunni.
Lesa áfram …

Friðrik Hjartar, 10/9 2014

Neyðarþjónusta presta - Vaktsími: 659 7133
Prestarnir í Garðaprestakalli og í Hafnarfirði hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram á næsta dag.

Vídalínskirkja
Opin þriðjudaga-föstudaga
frá 10-19

Skrifstofan
Opin þriðjudaga-föstudaga
frá 10-14, athugið:
lokað á mánudögum.
Sími 565 6380. Netfang:
gardasokn (hjá) gardasokn.is

Símaviðtalstímar
Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir
þriðjudaga til fimmtudaga
kl. 11-12. Netfang:
jonahronn (hjá) gardasokn.is

Sr. Friðrik Hjartar
þriðjudaga til fimmtudaga
kl. 11-12. Netfang:
fhjartar (hjá) gardasokn.is

Sr. Hans Guðberg Alfreðsson
Sími 898 9701. Netfang:
hans (hjá) bessastadasokn.is

Fimmtudagur

· 16.00 Garðakórinn, kór eldri borgara (sept.-maí).
· 16.30 Kór, leiklist og fræðsla fyrir 9-12 ára. (sept.-maí)
· 20.00 AA sporafundur
· 21.00 AA fundur

Dagskrá ...