Garðasókn

 

Fermingar í Garðasókn vorið 2015

Vegna tæknilegra vandamála duttu upplýsingar um skráningar í fermingarathafnir vorið 2015 út hér á heimasíðunni.
Allar nánari upplýsingar um skráninguna má finna hér.

Pétur M. Hanna, 16/7 2014

Sumarmessa 27. júlí

Falleg sumarmessa á fallegum sunnudagsmorgni var í Garðakirkju þann 27. júlí.
Eins og sést á einni af myndunum þá var guðspjall dagsins sungið í lok messunnar.

Pétur M. Hanna, 27/7 2014

Auglýst er eftir æskulýðsfulltrúa

Garðasókn auglýsir eftir æskulýðsfulltrúa í fullt starf.
Auglýsinguna í heild sinni má sjá hér að neðan.
Lesa áfram …

Pétur M. Hanna, 25/7 2014

Sumarmessa 27. júlí

Sunnudaginn 27. júlí kl. 11.00 er í Garðakirkju sameiginleg sumarmessa safnaðanna í Garðaprestakalli.

Sr. Friðrik J. Hjartar prédikar og þjónar fyrir altari.

Jón Ólafur Sigurðsson leikur á orgelið og leiðir safnaðarsönginn.

Stutt og létt stund og allir velkomnir!

Friðrik Hjartar, 24/7 2014

Sumarmessa sunnudaginn 20. júlí

Sunnudagurinn heilsaði okkur með sjaldgæfri uppstyttu og stilltu veðri.
Lesa áfram …

Pétur M. Hanna, 20/7 2014

Messa í Garðakirkju 20. júlí kl.11

Jóna Hrönn Bolladóttir predikar og þjónar fyrir altari.  Bjartur Logi Guðnason organisti spilar undir almennan safnaðarsöng.  Kaffisopi eftir messu á kirkjuhlaðinu. Allir velkomnir.

Jóna Hrönn Bolladóttir, 16/7 2014

Sumarmessa í Garðakirkju 13. júlí

Sumarmessan okkar þennan sunnudaginn var sérstök að því leiti að ein stúlka, búsett erlendis, var fermd í athöfninni.
Kirkjugestir tóku virkan þátt í athöfninni og var hún falleg í alla staði.

Pétur M. Hanna, 13/7 2014

Útvarpsguðsþjónusta í Garðakirkju 6. júlí

Nú gefst öllum sóknarbörnum Garðaprestakalls frábært tækifæri til að syngja í útvarpið!

Þann 6. júlí kl. 11.00 verður útvarpað sameiginlegri guðsþjónustu safnaða Garðaprestakalls úr Garðakirkju.

Í sumarmessunum í Garðakirkju hefur ekki verið kór og því þarf söfnuðurinn að standa sig!

Góður forsöngvari leiðir sönginn, Jóhanna Ósk Valsdóttir, en einnig mun Baldvin Ingvar Tryggvason leika á klarinett.

Organisti er Bjartur Logi Guðnason en sr. Friðrik J. Hjartar prédikar og þjónar fyrir altari.

Morgunstund í Garðakirkju er góð stund og söngurinn lengir lífið og léttir það.

Allir velkomnir!

Friðrik Hjartar, 2/7 2014

Hátíðarhelgistund þjóðhátíðardagsins í Vídalínskirkju

Hátíðarhelgistund verður kl. 13.00 á þjóðhátíðardaginn í Vídalínskirkju. Hrafnhildur Magney Gunnarsdóttir, nýstúdent, flytur hugleiðingu.

Sr. Friðrik J. Hjartar leiðir stundina.

Félagar úr Kór Vídalínskirkju leiða sönginn, en organisti er Jóhann Baldvinsson

Skátar annast fánaborg.

Skrúðgangan hefst að lokinni stundinni.

Leggjum land og þjóð fram í bæn!

Allir velkomnir!

 

Friðrik Hjartar, 16/6 2014

Hvítasunnan í Garðaprestakalli

Sameiginleg messa Garða- og Bessastaðasóknar verður á hvítasunnudag kl. 11.00 í Garðakirkju, Sr. Friðrik J. Hjartar prédikar og Lesa áfram …

Friðrik Hjartar, 5/6 2014

Neyðarþjónusta presta - Vaktsími: 659 7133
Prestarnir í Garðaprestakalli og í Hafnarfirði hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram á næsta dag.

Vídalínskirkja
Opin þriðjudaga-föstudaga
frá 10-19

Skrifstofan
Opin þriðjudaga-föstudaga
frá 10-14, athugið:
lokað á mánudögum.
Sími 565 6380. Netfang:
gardasokn (hjá) gardasokn.is

Símaviðtalstímar
Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir
þriðjudaga til fimmtudaga
kl. 11-12. Netfang:
jonahronn (hjá) gardasokn.is

Sr. Friðrik Hjartar
þriðjudaga til fimmtudaga
kl. 11-12. Netfang:
fhjartar (hjá) gardasokn.is

Sr. Hans Guðberg Alfreðsson
Sími 898 9701. Netfang:
hans (hjá) bessastadasokn.is

Mánudagur

· Skrifstofa Garðasóknar lokuð

Dagskrá ...