Garðasókn

 

Gospelkór Jóns Vídalíns á Stöð 2

Við erum mjög stolt að kynna að Gospelkór Jóns Vídalíns er að keppa í Kórar Íslands næsta sunnudagskvöldið í opinni dagskrá á Stöð 2.
Þátturinn fer í loftið 19:10. Nú er um að gera að spýta í lófann og kjósa þessa snillinga í símakosningu. Númer kórsins er á myndinni.

Pétur M. Hanna, 23/9 2017

Sunnudagurinn 1. október 2017

Það verður stór dagur í Garðasókn næstkomandi sunnudag þann 1. október.
Með því að smella á myndina má sjá dagskrána hjá okkur þennan dag.

Pétur M. Hanna, 24/9 2017

Messa sunnudaginn 24. september 2017


Nú haustar að og litadýrðin í náttúrunni er mikil.
Andlega litadýrðin stendur líka fyrir sínu í messu hjá okkur sunnudaginn 24. september næstkomandi. Þar mun Sigfinnur Þorleifsson þjóna og predika en Jóhann Baldvinsson, ásamt félögum úr Kór Vídalínskirkju, munu leiða söng.
Á sama tíma er sunnudagaskólinn í safnaðarheimilinu.

Eftir messuna er síðan boðið upp á samveru með kaffisopa og djús.

Við vonumst til að sjá sem flesta.

Pétur M. Hanna, 20/9 2017

Messa sunnudaginn 17. september

Sunnudaginn 17. september næstkomandi verður messa í Vídalínskirkju kl. 11.
Sr. Sigfinnur Þorleifsson predikar og þjónar.
Félagar úr Kór Vídalínskirkju leiða söng undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar, organista.

Að venju verður hinn rómaði sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu. Þar verða biblíusögur. brúðuleikhús og mikil tónlist.

Kaffi og djús og notaleg samvera í safnaðarheimilinu eftir athöfn.

Pétur M. Hanna, 12/9 2017

Garðasókn auglýsir eftir starfskrafti

Pétur M. Hanna, 11/9 2017

Guðsþjónusta sunnudaginn 10. september

Við bjóðum fermingarbörn vorsins 2018 ásamt foreldrum sérstaklega velkomin til okkar í guðsþjónustu næsta sunnudag  10.september kl.11.  Eftir athöfnina verður farið yfir mikilvæg atriði varðandi fermingarstörfin og kynnt nýtt fermingarefni.

Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir predikar og  þjónar fyrir altari.  Félagar í kór Vídalínskirkju syngja undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista.

Félagar úr Lionsklúbbum Garðabæjar bera fram súpu í safnaðarheimilinu að athöfn lokinni.

Að sjálfsögðu verður sunnudagaskólinn á sínum stað í safnaðarheimilinu þar sem gleðin ræður ríkjum með nýju barnaefni og nýju sunnudagaskólalagi.  Allir velkomnir.

Pétur M. Hanna, 6/9 2017

Sunnudagaskólinn byrjar

Næstkomandi sunnudag fer sunnudagaskólinn af stað hjá okkur með fjölskylduguðsþjónustu kl.11.
Gleði, söngur og fræðsla. Barnakór Vídalínskirkju syngur.
En sunnudagaskólinn er ekki bara í kirkjunni, hann er líka á netinu og þar er fullt af efni, sem gaman er að skoða.
Hérna má finna heimasíðu sunnudagaskóla kirkjunnar.

Sjáumst svo í Vídalínskirkju á sunnudaginn.

Pétur M. Hanna, 30/8 2017

Helgihald í Garðaprestakalli í ágúst 2017

Pétur M. Hanna, 4/8 2017

Helgistund við Garðalind – njótum blíðunnar!

Sunnudaginn 30. júlí breytum við út af vananum með helgihaldið og færum okkur úr Garðakirkju niður að GARÐALIND neðan kirkjugarðsins.
Þar verður helgistund kl. 11.00 þar sem Bjartur Logi Guðnason leikur undir söng og sr. Friðrik J. Hjartar flytur hugleiðingu.
Vert er að vekja athygli á listaverkinu ALLT TIL EILÍFÐAR og grjóthleðslu sem Garðafélagið lét gera og hlaut umhverfisviðurkenningu Garðabæjar í liðinni viku.
Garðakirkjugarður er perla í bæjarlandinu.
Fólk klæði sig eftir veðri og njóti náttúrunnar og samfélags við Guð og menn!
Engin sæti frátekin og allir velkomnir!

Friðrik Hjartar, 26/7 2017

Syngjum saman í Garðakirkju!

Ef þér finnst gaman að syngja er upplagt Lesa áfram …

Friðrik Hjartar, 20/7 2017

Neyðarþjónusta presta - Vaktsími: 659 7133
Prestarnir í Garðaprestakalli og í Hafnarfirði hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram á næsta dag.

Vídalínskirkja
Opin þriðjudaga-föstudaga
frá 10-19

Skrifstofan
Opin þriðjudaga-föstudaga
frá 10-14, athugið:
lokað á mánudögum.
Sími 565 6380. Netfang:
gardasokn (hjá) gardasokn.is

Símaviðtalstímar
Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir
þriðjudaga til fimmtudaga
kl. 11-12. Netfang:
jonahronn (hjá) gardasokn.is

Sr. Friðrik Hjartar
þriðjudaga til fimmtudaga
kl. 11-12. Netfang:
fhjartar (hjá) gardasokn.is

Sr. Hans Guðberg Alfreðsson
Sími 898 9701. Netfang:
hans (hjá) bessastadasokn.is

Helga Björk Jónsdóttir, djákni
Sími 821 5911. Netfang:
helgabjork (hjá) gardasokn.is

Sunnudagur

11.00 Guðsþjónusta/sunnudagaskóli í Vídalínskirkju, yfir vetrartímann
14.00 Guðsþjónusta í Garðakirkju, að jafnaði fyrsta sunnudag í mánuði yfir vetrartímann
11.00 Guðsþjónusta í Garðakirkju, frá lokum maí til loka ágúst.

Dagskrá ...