Garðasókn

 

Upphaf fermingarfræðslu 2014

Fermingarfræðsla Vídalínskirkju hefst um miðjan mánuðinn. Lesa áfram …

Pétur M. Hanna, 27/8 2014

Fermingar í Garðasókn vorið 2015

Vegna tæknilegra vandamála duttu upplýsingar um skráningar í fermingarathafnir vorið 2015 út hér á heimasíðunni.
Allar nánari upplýsingar um skráninguna má finna hér.

Pétur M. Hanna, 16/7 2014

Batamessa í Vídalínskirkju 7. september kl.17

Messan markar upphaf starfsins 12 sporin-andlegt ferðalag í kirkjum í Reykjavík og nágrenni.  Slíkar messur eru haldnar einu sinni í mánuði í mörgum sóknarkirkjum yfir vetrartímann. Við hvetjum fólk til að koma til messunnar þar sem 12 sporin-andlegt ferðalag verður kynnt af Margréti Eggertsdóttur.  Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar fyrir altari og sr.Bjarni Karlsson fjallar um skömmina í hugleiðingu. Einnig mun vinur í bata segja frá reynslu sinni.  Það verður mikil tónlist og trúariðkun. Boðið verður upp á létta veitingar að lokinni messu í safnaðarheimilinu.  Það er merkileg reynsla að tileinka sér 12 sporin sem lífstíl. Það hefur gefið bata inn lí líf margra sem hafa orðið fyrir andlegri vakningu, þar sem nýjir og góðir hlutir koma inn í líf fólks. Hefur þú einhvern tímann velt því fyrir þér að þig langi til að skoða líf þitt-hvert þú stefnir-hverjar tilfinningar þínar eru og hvernig þú getur bætt samskipti þín við annað fólk.  Það vill svo til að 12 sporin eru kjörið verkfæri á slíkri vegferð. Allir velkomnir.

Jóna Hrönn Bolladóttir, 30/8 2014

Guðsþjónusta sunnudagsins er í Garðakirkju

Sunnudaginn 31. ágúst er guðsþjónusta í Garðakirkju kl. 11 en ekki í Vídalínskirkju eins og auglýst var.

Lesa áfram …

Pétur M. Hanna, 28/8 2014

Raddpróf í gospelkór Jóns Vídalíns

Davíð Sigurgeirsson hefur verið ráðinn kórstjóri við Vídalínskirkju og fjölbrautaskólann í Garðabæ til að stjórna gospelkór Jóns Vídalíns. Frábært samstarfsverkefni og skemmtilegt tónlistarstarf. Annað kvöld (þriðjudagur 26.ágúst) kl.20 verður raddpróf fyrir ungt fólk á aldrinum 16-30 ára í Vídalínskirkju í Garðabæ. Nú er tækifærið að láta ljós sitt skína og mæta í raddpróf.

Jóna Hrönn Bolladóttir, 25/8 2014

Bænastund við Útvarpshúsið

Tilkynning um bænastund við Útvarpshúsið

Við erum ekki aðgerðasinnar eða mótmælendur. Við erum kristið fólk sem viljum eiga samleið í bæn.  Bænin opnar fyrir það fegursta í hjarta okkar og huga.  Í þeim anda viljum við hittast á grasbalanum í rjóðrinu norðanvert  við Útvarpshúsið í Efstaleitinu á föstudagsmorguninn 22.ágúst kl. 7:30. Bænin okkar verður þakkar- og fyrirbæn fyrir útvarpi allra landsmanna og menningu þjóðarinnar.   Við erum mörg sem viljum eiga þessa helgu stund á föstudagsmorgninum en við eigum ólíka bænahefð, sem endurspeglar fjölbreytileikann í kristinni kirkju.  Til þess að við getum skapað samstöðu leggur undirbúningshópurinn til að við setjum stundina upp í anda þeirra helgu stunda sem útvarpað er á Rás 1.  Við setjum hér fyrir neðan uppbygginguna á stundinni.  Textum verður dreift á staðnum svo allir geti tekið virkan þátt.  Okkur vantar líka tónlistarmenn til að spila undir sönginn í lokin.  Þau sem hafa þá náðargáfu mega senda skilaboð á facebook til Jónu Hrannar Bolladóttur.   Við biðjum fólk að senda þennan texta á heimasíður og tengslanet safnaðanna og kalla þannig fólk til bæna. Bæna- og þakkargjörðin hefst þegar tvö rauðlituð hjörtu svífa upp til himins og þá  hefst lestur á ritningarorðinu og svo koll af kolli: 1. Davíðssálmur 23 2. Faðir vor 3. Blessunarorðin 4. Þögn í morgunkyrrðinni þar sem hver fer með sína bæn í hljóði 5. Allir syngja „Í bljúgri bæn“ 6. Útvarpsstjóra afhent bænabók og kort í þakklætisskyni og jafnframt fylgir hvatning til að færa morgunbænina aftar á dagskránni, leyfa kvöldorðum að standa.

Jóna Hrönn Bolladóttir, 21/8 2014

Messa í Bessastaðakirkju 17. ágúst

Sameiginleg messa Garða- og Bessastaðasókna verður í Bessastaðakirkju sunnudaginn 17. ágúst kl 11.00.
Lesa áfram …

Jóhann Baldvinsson, 15/8 2014

Sumarmessa í Garðakirkju

Það verður messa sunnudaginn 10.ágúst kl. 11 í Garðakirkju. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir predikar og þjónar fyrir altari. Jóhann Baldvinsson organisti leikur á orgelið og stýrir almennum safnaðarsöng.  Boðið upp á kaffi eftir messu á kirkju hlaðinu.  Allir Velkomnir.

Jóna Hrönn Bolladóttir, 9/8 2014

Bæna-og íhugunarmessa kl.20 í Garðakirkju

Það verður kvöldmessa þessa helgi í Garðakirkju. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar fyrir altari ásamt sóknarfólki. Jóhann Baldvinsson spilar á orgel milli bæna og stuttra hugleiðinga.  Altarisganga.

Jóna Hrönn Bolladóttir, 31/7 2014

Helgihald í Garðapresrtakalli í ágúst

Hér má sjá upplýsingar um helgihald í Garðaprestakalli í ágúst 2014.

Pétur M. Hanna, 29/7 2014

Sumarmessa 27. júlí

Falleg sumarmessa á fallegum sunnudagsmorgni var í Garðakirkju þann 27. júlí.
Eins og sést á einni af myndunum þá var guðspjall dagsins sungið í lok messunnar.

Pétur M. Hanna, 27/7 2014

Neyðarþjónusta presta - Vaktsími: 659 7133
Prestarnir í Garðaprestakalli og í Hafnarfirði hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram á næsta dag.

Vídalínskirkja
Opin þriðjudaga-föstudaga
frá 10-19

Skrifstofan
Opin þriðjudaga-föstudaga
frá 10-14, athugið:
lokað á mánudögum.
Sími 565 6380. Netfang:
gardasokn (hjá) gardasokn.is

Símaviðtalstímar
Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir
þriðjudaga til fimmtudaga
kl. 11-12. Netfang:
jonahronn (hjá) gardasokn.is

Sr. Friðrik Hjartar
þriðjudaga til fimmtudaga
kl. 11-12. Netfang:
fhjartar (hjá) gardasokn.is

Sr. Hans Guðberg Alfreðsson
Sími 898 9701. Netfang:
hans (hjá) bessastadasokn.is

Sunnudagur

· 11.00 Guðsþjónusta/sunnudagaskóli í Vídalínskirkju, yfir vetrartímann
· 14.00 Guðsþjónusta í Garðakirkju, að jafnaði fyrsta sunnudag í mánuði yfir vetrartímann
· 11.00 Guðsþjónusta í Garðakirkju, frá lokum maí til loka ágúst.

Dagskrá ...