Garðasókn

 

Sumarmessur 2015

Eins og undanfarin ár verður helgihald yfir sumarmánuðina sameiginlegt í Garða- og Bessastaðasókn. Í júní og júli og fram í ágúst verða messurnar í Garðakirkju en eftir það flyst helgihaldið í Bessastaðakirkju.
Hér er yfirlit yfir messur í Garða- og Bessastaðssókn sumarið 2015: Lesa áfram …

Jóhann Baldvinsson, 26/6 2015

Hvað er að gerast um verslunarmannahelgina?

Kyrrðar-, íhugunar- og bænastund verður í Garðakirkju kl. 20.00 sunnudaginn 2. ágúst.

Sr. Friðrik J. Hjartar leiðir stundina.

Beðið fyrir ferðalögum og skemmtanahaldi verslunarmannahelgarinnar og öðru sem þurfa þykir.

Allir velkomnir að njóta dásemdar sumarkvöldsins á einum fegursta stað höfuðborgarsvæðisins.

Friðrik Hjartar, 29/7 2015

“Gengið fyrir gafl” í Garðakirkju í sumarmessu

Messa kl. 11.00 í Garðakirkju sunnudaginn 26. júlí.
Tveir ungir menn búsettir erlendis verða fermdir.
Sr. Friðrik J. Hjartar þjónar ásamt Bjarti Loga Guðnasyni organista sem leikur undir safnaðarsönginn.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir!

Friðrik Hjartar, 22/7 2015

Garðakirkja 19. júlí kl. 11.00 – messa og ferming

Sumarhelgihaldið í Garðakirkju heldur áfram með hefðbundnum hætti sunnudaginn 19. júlí kl. 11.00
Stúlka búsett í Hollandi fermist í athöfninni.
Sr. Friðrik J. Hjartar annast prestsþjónustuna en Bjartur Logi Guðnason, organisti, leiðir sönginn.
Allir að sjálfsögðu velkomnir!

Friðrik Hjartar, 15/7 2015

Messa og ferming í Garðakirkju 12. júlí kl.11

Það er yndislegt að koma á Garðaholtið og sækja helgihaldið í Garðakirkju sem verður 50 ára á næsta ári.  Næsta sunnudag verður messa kl.11. Jóna Hrönn Bolladóttir predikar og þjónar fyrir altari. Ungur piltur er fermdur og Jóhann Baldvinsson organisti leiðir sálmasönginn.  Allir velkomnir.

Jóna Hrönn Bolladóttir, 9/7 2015

Messa í Garðakirkju 5. júlí kl.11

Það verður messað klukkan 11 sunnudaginn 5. júlí í Garðakirkju.  Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir predikar og þjónar fyrir altari.  Tveir ungir menn munu fermast og Jóhann Baldvinsson organisti spilar á orgelið.  Jóna Hrönn ætlar í predikun sinni að minnast Sigurðar Þorkelssonar sem bjó á Grænagarði á Garðaholti, mikill trúmaður, listamaður og skógræktarmaður sem skilur eftir  sig mikla sögu á Garðaholtinu.

Jóna Hrönn Bolladóttir, 1/7 2015

Messa í Garðakirkju 28. júní

Við minnum á sameiginlega messu Bessastaða- og Garðasóknar í Garðakirkju sunnudaginn 28. júní kl 11.00. Lesa áfram …

Jóhann Baldvinsson, 26/6 2015

Útvarpsmessa í Garðakirkju 21. júní 2015

Sunnudaginn 21. júní kl.11 verður messa í Garðakirkju sem er útvarpað á RÚV.  Sr.Jóna Hrönn Bolladóttir predikar og þjónar fyrir altari. Kór Vídalínskirkju syngur og organisti er Jóhann Baldvinsson.  í sumar verða allar messur í Garðakirkju nema síðast í ágúst  þá eru messurnar í Bessastaðakirkju.  Allir velkomnir.

Jóna Hrönn Bolladóttir, 19/6 2015

Minningarorð um Björgvin Kjartansson

Náð og friður frá Guði sem með okkur öllum. Amen Lesa áfram …

Jóna Hrönn Bolladóttir, 29/5 2015

Hjólreiðamessa

Þann 14. júní verður haldin hjólreiðamessa í kirkjum Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Álftaness.

Lesa áfram …

Heiðar Örn Kristjánsson, 27/5 2015

Neyðarþjónusta presta - Vaktsími: 659 7133
Prestarnir í Garðaprestakalli og í Hafnarfirði hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram á næsta dag.

Vídalínskirkja
Opin þriðjudaga-föstudaga
frá 10-19

Skrifstofan
Opin þriðjudaga-föstudaga
frá 10-14, athugið:
lokað á mánudögum.
Sími 565 6380. Netfang:
gardasokn (hjá) gardasokn.is

Símaviðtalstímar
Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir
þriðjudaga til fimmtudaga
kl. 11-12. Netfang:
jonahronn (hjá) gardasokn.is

Sr. Friðrik Hjartar er í leyfi fram í júlí 2015

Sr. Hans Guðberg Alfreðsson
Sími 898 9701. Netfang:
hans (hjá) bessastadasokn.is

Sunnudagur

· 11.00 Guðsþjónusta/sunnudagaskóli í Vídalínskirkju, yfir vetrartímann
· 14.00 Guðsþjónusta í Garðakirkju, að jafnaði fyrsta sunnudag í mánuði yfir vetrartímann
· 11.00 Guðsþjónusta í Garðakirkju, frá lokum maí til loka ágúst.

Dagskrá ...