Garðasókn

 

Fjölskylduguðsþjónusta í Vídalínskirkju og messa í Garðakirkju 1.febrúar

Sunnudaginn 1. febrúar verður fjölskylduguðsþjónusta kl.11 í Vídalínskirkju. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og Heiðar Örn Kristjánsson æskulýðsfulltrúi kirkjunnar leiða stundina ásamt sunnudagaskólafræðurunum Torfey Rós Jónsdóttur og Bolla Má Bjarnasonar.  Mikil tónlist, brúðuleikhús og biblíufræðsla.  Kl. 14 er messa í Garðakirkju. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson predikar og þjónar fyrir altari. Félagar í kór Vídalínskirkju syngja undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista.  Allir velkomnir.

Jóna Hrönn Bolladóttir, 28/1 2015

Polla- og pæjukór stofnaður

Það er alltaf mikið um að vera í æskulýðsmálum sóknarinnar.
Stofnaður hefur verið kór barna á aldrinum 6-9 ára. Með því að smella á “Lesa áfram” má sjá auglýsingu um kórinn.
Lesa áfram …

Pétur M. Hanna, 21/1 2015

Heilög þrenning á 21.öld

Sunnudaginn 25. janúar verður messa kl.11 í Vídalínskirkju.  Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir verður með predikun  um hina heilögu þrenningu og þá samskipta möguleika sem kenningin um heilaga þrenningu vitnar um í nútíma samfélagi. Félagar í kór Vídalínskirkju syngja og Jóhann Baldvinsson organisti leiðir tónlistina. Sunnudagaskóli sem Heiðar Örn Kristjánsson stjórnar með Petru, Torfey Rós og Bolla Má. Djús og kaffi eftir messu. Messuþjónar taka á móti og þjóna í athöfninni. Yndisleg samvera sem stendur öllum opin.

Jóna Hrönn Bolladóttir, 20/1 2015

Sunnudagaskóli og messa kl. 11.00 þann 18. janúar

Nú eru allir að losna úr “hátíðarhamnum” og fastir liðir tilverunnar teknir til starfa á ný.
Helgihald sunnudagsins er vel stutt af messuþjónum safnaðarins, en Lesa áfram …

Friðrik Hjartar, 15/1 2015

Sunnudagurinn 11. janúar

Garðasókn óskar öllum gleðilegs nýs árs.
Sunnudaginn 4. janúar verður ekki hefðbundið helgihald í sókninni, en við komum margefld til starfa sunnudaginn 11. janúar.
Lesa áfram …

Pétur M. Hanna, 2/1 2015

Helgihald yfir áramót í Garðaprestakalli

Á gamlársdag er aftansöngur kl.17 í Bessastaðakirkju. Prestarnir Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson þjóna fyrir altari og flytja samtalspredikun. Álftaneskórinn syngur og organisti er Jóhann Baldvinsson. Á nýársdag er hátíðarmessa kl.14 í Vídalínskirkju. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar fyrir altari en Magnús Kristjánsson forseti Kirkjuþings og formaður sóknarnefndar Garðasóknar predikar. Kór Vídalínskirkju syngur undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar organista og Erla Káradóttir sópransöngkona syngur einsöng.

Jóna Hrönn Bolladóttir, 30/12 2014

Jólasöngvar fjölskyldunnar í Vídalínskirkju

Á fjórða sunnudag í aðventu klárum við að tendra öll aðventuljósin á kransinum. Jólasöngvar fjölskyldunnar eru í Vídalínskirkju kl. 11.00. Lesa áfram …

Friðrik Hjartar, 20/12 2014

Helgihald um jól og áramót

Hér fyrir neðan má sjá auglýsingu um helgihald hjá okkur um jól og áramót.
Með því að smella á “Lesa áfram” má sjá auglýsinguna sjálfa. Með því að smella á myndina má sjá hana stærri.
Lesa áfram …

Pétur M. Hanna, 17/12 2014

Jólaguðspjallið og jólaball sunnudaginn 14. desember kl.11

Stundin byrjar inn í Vídalínskirkju þar sem jólaguðspjallið er flutt með brúðum.  Svo er farið inn í safnaðarheimilið og dansað í kringum jólatréið.  Börnin í listasmiðjunni syngja við jólatréið.  Hver veit nema jólasveinninn kíki við.  Heiðar Örn Kristjánsson og félagi leika undir dansinn.  Fræðarar sunnudagaskólans taka með gleði á móti börnunum ásamt sr. Jónu Hrönn Bolladóttur.

Jóna Hrönn Bolladóttir, 10/12 2014

Tónleikar Gospelkórs Jóns Vídalín 18. desember

Gospelkór Jóns Vídalín heldur jólatónleika í FG fimmtudaginn 18. desember kl. 20:00
Smellið á “Lesa áfram” til þess að sjá auglýsingu um tónleikana.
Lesa áfram …

Pétur M. Hanna, 10/12 2014

Neyðarþjónusta presta - Vaktsími: 659 7133
Prestarnir í Garðaprestakalli og í Hafnarfirði hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram á næsta dag.

Vídalínskirkja
Opin þriðjudaga-föstudaga
frá 10-19

Skrifstofan
Opin þriðjudaga-föstudaga
frá 10-14, athugið:
lokað á mánudögum.
Sími 565 6380. Netfang:
gardasokn (hjá) gardasokn.is

Símaviðtalstímar
Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir
þriðjudaga til fimmtudaga
kl. 11-12. Netfang:
jonahronn (hjá) gardasokn.is

Sr. Friðrik Hjartar
þriðjudaga til fimmtudaga
kl. 11-12. Netfang:
fhjartar (hjá) gardasokn.is

Sr. Hans Guðberg Alfreðsson
Sími 898 9701. Netfang:
hans (hjá) bessastadasokn.is

Sunnudagur

· 11.00 Guðsþjónusta/sunnudagaskóli í Vídalínskirkju, yfir vetrartímann
· 14.00 Guðsþjónusta í Garðakirkju, að jafnaði fyrsta sunnudag í mánuði yfir vetrartímann
· 11.00 Guðsþjónusta í Garðakirkju, frá lokum maí til loka ágúst.

Dagskrá ...