Garðasókn

 

Helgihald í Garðaprestakalli í ágúst 2016

Helgihald í Garðaprestakalli í ágúst 2016: Lesa áfram …

Jóhann Baldvinsson, 5/8 2016

Sumarmessa í Bessastaðakirkju 21. ágúst

Næsta sameiginlega sumarmessa safnaða Garðaprestakalls er í Bessastaðakirkju kl. 11.00 sunnudaginn 21. ágúst.
Sr. Friðrik J. Hjartar prédikar og þjónar ásamt Bjarti Loga Guðnasyni, organista.
Allir velkomnir, en Bessastaðakirkja er sérlega virðulegur helgidómur sem allir ættu að líta augum.

Friðrik Hjartar, 18/8 2016

Guðsþjónusta á sunnudagskvöldið 31. júlí kl.20

Guðsþjónusta um verslunarmannahelgina í Garðakirkju á sunnudagskvöldið kl.20. Hulda Hrönn Helgadóttir héraðsprestur predikar og þjónar fyrir altari. Bjartur Logi Guðnason organisti leiðir tónlistina. Yndisleg stund á Garðaholtinu sem skartar sínu fegursta þessa dagana. Biðjum fyrir helginni. Allir velkomnir.

Jóna Hrönn Bolladóttir, 27/7 2016

Messa og ferming í Garðakirkju 24. júlí

Messa kl.11 í Garðakirkju.  Ung stúlka fermd. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir predikar og þjónar fyrir altari.  Magnús Ragnarsson organisti leiðir söng. Allir velkomnir.

Jóna Hrönn Bolladóttir, 22/7 2016

Messa, ferming og skírn sunnudaginn 17.júlí í Garðakirkju

Sunnudaginn 17.júlí verður messa í Garðakirkju kl.11.  Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir predikar og þjónar fyrir altari.  Í messunni verður ungur maður fermdur og barn borið til skírnar.  Arngerður María Árnadóttir organisti leiðir tónlistina.  Allir velkomnir.

Jóna Hrönn Bolladóttir, 14/7 2016

Sumarmessa Í Garðakirkju með fermingu og skírn 10. júlí

Á sunnudaginn kl. 11.00 er messa í Garðakirkju þar sem fermt verður og skírt.
Allir eru velkomnir í fágæta fegurð Garðaholtsins.
Sr. Friðrik J. Hjartar prédikar og þjónar ásamt Magnúsi Ragnarssyni, organista. Bænastjaki Garðakirkju

Friðrik Hjartar, 6/7 2016

Helgihald í Garðaprestakalli í júlí 2016

Hér má sjá helgihald Garðaprestakalls í júlí. Lesa áfram …

Pétur M. Hanna, 30/6 2016

Sameiginleg sumarmessa í Garðakirkju 3. júlí kl. 11.00

Messa í Garðakirkju kl. 11.00 sunnudaginn 3. júlí.
Prestur sr. Friðrik J. Hjartar.
Organisti Guðný Einarsdóttir.
Sumarmessurnar eru sameiginlegar með söfnuðum Garða- og Bessastaðasóknar.
Hressing í messulok.
Allir velkomnir!

Friðrik Hjartar, 29/6 2016

Sumarmessa í Garðakirkju 26. júní kl. 11.00

Sumarmessurnar í Garðakirkju eru kl. 11.00. Þær eru sameiginlegar með Garðasókn og Bessastaðasókn.

Einfalt messuform.

Að þessu sinni fögnum við nýjum forseta og frábærum árangri fótboltastrákanna.

Sr. Friðrik J. Hjartar prédikar og þjónar en Bjartur Logi Guðnason, organisti, leikur undir í lofgjörðinni.

Allir velkomnir í þennan rómantíska og fallega helgidóm.

Friðrik Hjartar, 21/6 2016

Hátíðahöld þjóðhátíðardagsins í Vídalínskirkju

Helgistund verður í Vídalínskirkju kl. 13.15 á þjóðhátíðardaginn, 17. júní.
Jón Egill Hafsteinsson, nýstúdent úr FG flytur hugleiðingu.
Félagar úr Kór Vídalínskirkju leiða sönginn undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar, organista.
Prestur sr. Friðrik J. Hjartar.
Síðan taka við skrúðganga og önnur hátíðahöld sem Skátafélagið Vífill skipuleggur.

Gleðilega þjóðhátíð!

 

Friðrik Hjartar, 15/6 2016

Neyðarþjónusta presta - Vaktsími: 659 7133
Prestarnir í Garðaprestakalli og í Hafnarfirði hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram á næsta dag.

Vídalínskirkja
Opin þriðjudaga-föstudaga
frá 10-19

Skrifstofan
Opin þriðjudaga-föstudaga
frá 10-14, athugið:
lokað á mánudögum.
Sími 565 6380. Netfang:
gardasokn (hjá) gardasokn.is

Símaviðtalstímar
Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir
þriðjudaga til fimmtudaga
kl. 11-12. Netfang:
jonahronn (hjá) gardasokn.is

Sr. Friðrik Hjartar
þriðjudaga til fimmtudaga
kl. 11-12. Netfang:
fhjartar (hjá) gardasokn.is

Sr. Hans Guðberg Alfreðsson
Sími 898 9701. Netfang:
hans (hjá) bessastadasokn.is

Miðvikudagur

· 10.00-12.00 Foreldramorgnar.
· 15.00 Fermingarfræðsla A-hópur (sept.-mars).
· 16.00 Fermingarfræðsla B-hópur (sept.-mars).
· 17.00 Unglingastarf 8.-10. bekkjar
· 19.30 Kóræfing Kórs Vídalínskirkju (sept.-maí).

Dagskrá ...