Garðasókn

 

Hjólreiðamessa

Þann 14. júní verður haldin hjólreiðamessa í kirkjum Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Álftaness.

Lesa áfram …

Heiðar Örn Kristjánsson, 27/5 2015

Skráning í fermingar 2016 er hafin

Nú er hafin skráning í fermingar vorið 2016. Lesa áfram …

Jóhann Baldvinsson, 21/5 2015

Bæna-íhugunar- og djúpslökunarguðsþjónusta 31.maí kl.11 í Vídalínskirkju

Sunnudaginn 31. maí kl.11 verður bæna-íhugunar- og djúpslökunarguðsþjónusta í Vídalínskirkju. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir leiðir íhugun og fyrirbænir en Arnhildur Lilý Karlsdóttir leiðir djúpslökun. Félagar í kór Vídalinskirkju syngja undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista. Allir velkomnir og það er hægt að fá teppi og einnig dýnur fyrir þau sem vilja leggjast fyrir meðan á djúpslökun stendur.

Jóna Hrönn Bolladóttir, 26/5 2015

Velferðarsiðfræði á Hvítasunnudag

Hátíðarmessa á Hvítasunnudag kl.11 í Vídalínskirkju. Sr.Bjarni Karlsson doktorsnemi mun predika og þjóna fyrir altari. Í prédikun sinni ætlar Bjarni að lýsa í stuttu og skýru mannamáli meginatriðum doktorsrannsóknar sem hann vinnur nú að á sviði velferðarsiðfræði. Kór Vídalínskirkju syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista. Allir velkomnir, djús og molasopi eftir messu.

Jóna Hrönn Bolladóttir, 22/5 2015

Guðsþjónusta og Eurovision sunnudagaskóli

Sunnudaginn 17.maí kl.11 verður gleði og samfélag í Vídalínskirkju.  Foreldrar og fermingarbörn ársins 2015-2016 eru boðin sérstaklega velkomin til guðsþjónustu og eftir helgihaldið verður boðið upp á léttar veitingar og svo er fundur þar sem fermingardagar 2016 og skráning í fermingarathafnir verður kynnt.  Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum en þrír messuþjónar ætla að segja frá fermingardeginum sínum í stað predikunar, félagar í kór Vídalínskirkju syngja og organisti er Jóhann Baldvinsson.  Einnig verður Eurovision sunnudagaskóli á sama tíma þar sem verða sungin eurovision lög undir stjórn Heiðars Arnar Kristjánssonar og Bolla Más Bjarnasonar. Allir velkomnir

Jóna Hrönn Bolladóttir, 13/5 2015

Vortónleikar Gospelkórs Jóns Vídalíns

Gospelkór Jóns Vídalíns heldur vortónleika sína miðvikudaginn 20. maí ásamt hljómsveit. Lesa áfram …

Heiðar Örn Kristjánsson, 13/5 2015

Ferð eldri borgara í Garðasókn á Uppstigningardag

Þann 14. maí, Uppstigningardag, er vorferð eldri borgara í Garðasókn. Lesa áfram …

Heiðar Örn Kristjánsson, 7/5 2015

Hátíðartónleikar í Vídalínskirkju 3. maí – Myndir

Sunnudaginn 3. maí voru haldnir hátíðartónleikar í Vídalínskirkju í tilefni af 20 ára vígslu kirkjunnar. Lesa áfram …

Jóhann Baldvinsson, 5/5 2015

Leikmannamessa sunnudaginn 3. maí

Leikmannamessa verður næstkomandi sunnudag í Vídalínskirkju, þann 3. maí, þar sem Sigurbjörn Þorkelsson, rithöfundur, predikar og þjónar ásamt messuþjónunum Önnu Guðmundsdóttur og Kára Geirlaugssyni.
Lesa áfram …

Pétur M. Hanna, 1/5 2015

Aðalsafnaðarfundur 6. maí

Aðalsafnaðarfundur Garðasóknar verður haldinn 6. maí 2015 kl. 17:30 í safnaðarheimili Vídalínskirkju.
Smellið á “Lesa áfram …” til þess að sjá auglýsingu um fundinn.
Lesa áfram …

Pétur M. Hanna, 28/4 2015

Neyðarþjónusta presta - Vaktsími: 659 7133
Prestarnir í Garðaprestakalli og í Hafnarfirði hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram á næsta dag.

Vídalínskirkja
Opin þriðjudaga-föstudaga
frá 10-19

Skrifstofan
Opin þriðjudaga-föstudaga
frá 10-14, athugið:
lokað á mánudögum.
Sími 565 6380. Netfang:
gardasokn (hjá) gardasokn.is

Símaviðtalstímar
Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir
þriðjudaga til fimmtudaga
kl. 11-12. Netfang:
jonahronn (hjá) gardasokn.is

Sr. Friðrik Hjartar er í leyfi fram í júlí 2015

Sr. Hans Guðberg Alfreðsson
Sími 898 9701. Netfang:
hans (hjá) bessastadasokn.is

Föstudagur

· 21.00 AA fundur

Dagskrá ...