Garðasókn

 

Upphaf fermingarfræðslu 2014

Fermingarfræðsla Vídalínskirkju hefst um miðjan mánuðinn. Lesa áfram …

Pétur M. Hanna, 27/8 2014

Leikið á nyckelhörpu í Vídalínskirkju

Sunnudaginn 21. september fáum við góða heimsókn frá Svíþjóð í messu í Vídalínskirkju. Til okkar kemur Brita Wideberg sem leikur á hljóðfæri sem nefnt er nyckelharpa, eða lykilharpa, og er strengjahljóðfæri, líkt og fiðla. Með henni leikur Tryggvi Sveinbjörnsson á gítar. Lesa áfram …

Jóhann Baldvinsson, 17/9 2014

Kynning á kristinni íhugun í Vídalínskirkju

Rannsóknir eru sífellt að koma fram sem sýna fram á jákvæð áhrif hugleiðslu og íhugunar á lífsgæði og vellíðan í daglegu lífi. Kyrrðarbæn, Centering Prayer, er forn kristin íhugunaraðferð í nýjum búningi sem hefur verið í örum vexti hér á landi undanfarin misseri. Þriðjudaginn 16. september kl.17-19 verður kynning á  kristinni íhugun í Vídalínskirkju í Garðabæ. Umsjón kynningar er í höndum Grétars Halldórs Gunnarssonar guðfræðings. Í vetur verður boðið upp á kristna íhugun á þriðjudögum í Vídalínskirkju í tengslum jóga nidra djúpslökun og fyrirbænarþjónustu. Kynningin er í boði Garðasóknar og allir velkomnir.

Jóna Hrönn Bolladóttir, 15/9 2014

Góð og falleg gjöf til Garðasóknar

Unnur L. Thorarensen kom ásamt dætrum sínum Ragnheiði og Elínu í safnaðarheimili Vídalínskirkju og færði kirkjunni gjöf til minningar um eiginmann hennar Odd C.S Thorarensen.

Lesa áfram …

Pétur M. Hanna, 12/9 2014

Sunnudagaskóli, Guðsþjónusta og fermingarfjör!

Sunnudagur kl. 11.00 í Vídalínskirkju er tími fjölskyldunnar.
Sunnudaginn 14. september er fermingarbörnunum og foreldrum þeirra boðið sérstaklega til guðsþjónustu þar og stutts fundar um það sem framundan er. Á sama tíma er sunnudagaskólinn, þannig að gleðin mun ráða ríkjum í kirkjunni.
Lesa áfram …

Friðrik Hjartar, 10/9 2014

Sunnudagaskólinn vaknar úr sumardvala

Sunnudaginn 7. september kl.11 hefst sunnudagaskólinn í Vídalínskirkju.  Þá verður afhent nýtt barnaefni sunnudagaskólans.  Bolli Már, Erla, Petra og Jóna Hrönn taka á móti börnunum og fagna yfir því að sjá þau á ný. Mikil tónlist, lifandi biblíufræðsla, brúðuleikhús og gleði. Leynigestur.   Allir velkomnir. Kl.17 er svo boðið upp á batamessu.

Jóna Hrönn Bolladóttir, 3/9 2014

Viltu vera í góðum félagsskap og langar að syngja í kór?

Þá er Kór Vídalínskirkju eitthvað fyrir þig!

Þegar haustar fer kórastarf í fullan gang. Við Vídalínskirkju er starfandi Kór Vídalínskirkju og kórstjóri er Jóhann Baldvinsson.

Lesa áfram …

Jóhann Baldvinsson, 2/9 2014

Batamessa í Vídalínskirkju 7. september kl.17

Messan markar upphaf starfsins 12 sporin-andlegt ferðalag í kirkjum í Reykjavík og nágrenni.  Slíkar messur eru haldnar einu sinni í mánuði í mörgum sóknarkirkjum yfir vetrartímann. Við hvetjum fólk til að koma til messunnar þar sem 12 sporin-andlegt ferðalag verður kynnt af Margréti Eggertsdóttur.  Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar fyrir altari og sr.Bjarni Karlsson fjallar um skömmina í hugleiðingu. Einnig mun vinur í bata segja frá reynslu sinni.  Það verður mikil tónlist og trúariðkun. Boðið verður upp á létta veitingar að lokinni messu í safnaðarheimilinu.  Það er merkileg reynsla að tileinka sér 12 sporin sem lífstíl. Það hefur gefið bata inn lí líf margra sem hafa orðið fyrir andlegri vakningu, þar sem nýjir og góðir hlutir koma inn í líf fólks. Hefur þú einhvern tímann velt því fyrir þér að þig langi til að skoða líf þitt-hvert þú stefnir-hverjar tilfinningar þínar eru og hvernig þú getur bætt samskipti þín við annað fólk.  Það vill svo til að 12 sporin eru kjörið verkfæri á slíkri vegferð. Allir velkomnir.

Jóna Hrönn Bolladóttir, 30/8 2014

Guðsþjónusta sunnudagsins er í Garðakirkju

Sunnudaginn 31. ágúst er guðsþjónusta í Garðakirkju kl. 11 en ekki í Vídalínskirkju eins og auglýst var.

Lesa áfram …

Pétur M. Hanna, 28/8 2014

Raddpróf í gospelkór Jóns Vídalíns

Davíð Sigurgeirsson hefur verið ráðinn kórstjóri við Vídalínskirkju og fjölbrautaskólann í Garðabæ til að stjórna gospelkór Jóns Vídalíns. Frábært samstarfsverkefni og skemmtilegt tónlistarstarf. Annað kvöld (þriðjudagur 26.ágúst) kl.20 verður raddpróf fyrir ungt fólk á aldrinum 16-30 ára í Vídalínskirkju í Garðabæ. Nú er tækifærið að láta ljós sitt skína og mæta í raddpróf.

Jóna Hrönn Bolladóttir, 25/8 2014

Neyðarþjónusta presta - Vaktsími: 659 7133
Prestarnir í Garðaprestakalli og í Hafnarfirði hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram á næsta dag.

Vídalínskirkja
Opin þriðjudaga-föstudaga
frá 10-19

Skrifstofan
Opin þriðjudaga-föstudaga
frá 10-14, athugið:
lokað á mánudögum.
Sími 565 6380. Netfang:
gardasokn (hjá) gardasokn.is

Símaviðtalstímar
Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir
þriðjudaga til fimmtudaga
kl. 11-12. Netfang:
jonahronn (hjá) gardasokn.is

Sr. Friðrik Hjartar
þriðjudaga til fimmtudaga
kl. 11-12. Netfang:
fhjartar (hjá) gardasokn.is

Sr. Hans Guðberg Alfreðsson
Sími 898 9701. Netfang:
hans (hjá) bessastadasokn.is

 

Garðasókn, Kirkjulundi, 210 Garðabæ. Sími 565 6380 , fax 565 6853 · Kerfi RSS