Garðasókn

 

Garðaprestakall – 12 spora starf að hefjast

12 spora starf Garðaprestakalls fer fram á Álftanesi eins og venja er til.
Smellið á “Lesa áfram” til þess að sjá auglýsingu um starfið.
Lesa áfram …

Pétur M. Hanna, 28/9 2015

Rokkmessa af tilefni 20 ára afmælis Vídalínskirkju

Gospelkór Jóns Vídalíns syngur undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar. Einsöngvarar eru þau Margrét Eir og Matti Matt. Lesa áfram …

Heiðar Örn Kristjánsson, 25/9 2015

Messa og svo rokkmessa

Messa kl.11 í Vídalínskirkju. Sr.Jóna Hrönn Bolladóttir predikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.  Félagar í kór Vídalínskirkju syngja og organisti er Jóhann Baldvinsson.  Sunnudagaskóli á sama tíma sem Heiðar Örn Kristjánsson æskulýðsfulltrúi leiðir ásamt fræðurum. Kl.17 rokkmessa í tilefni af 20 ára afmæli Vídalínskirkju. Gospelkór Jóns Vídalíns syngur undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar. Einsöngur Margrét Eir og Matti Matt ásamt félögum í gospelkórnum.  Allir velkomnir.

Jóna Hrönn Bolladóttir, 8/10 2015

Fyrsta helgi október – fjölbreytt helgihald!

Við byrjum sunnudaginn 4. okt. kl. 11.00 á fjölskylduguðsþjónustu í Vídalínskirkju. Þar fara leiðtogar Lesa áfram …

Friðrik Hjartar, 1/10 2015

Messa og sunnudagaskóli

Messa og sunnudagaskóli er í Vídalínskirkju sunnudaginn 27.september kl.11.  Í upphafi messunnar er frumsýnt myndband með polla-og pæjukórnum.  Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir predikar og þjónar fyrir altari. Félagar í kór Vídalinskirkju syngja og organisti er norðlendingurinn Jóhann Baldvinsson.  Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu sem snillingarnir Heiðar Örn Kristjánsson og Helga Björk Jónsdóttir leiða af röggsemi og gleði.  Kaffisopi og djús að lokinni messu.

Jóna Hrönn Bolladóttir, 24/9 2015

Messa og sunnudagaskóli 20. september kl. 11.00

Nú fer helgihaldið í fastar skorður með messu og sunnudagaskóla kl. 11.00.
Sr. Friðrik Hjartar og messuþjónar safnaðarins þjóna, en kórfélagar úr Kór Vídalínskirkju og Jóhann Baldvinsson organisti leiða safnaðarsönginn.
Börnin mæta fyrst Lesa áfram …

Friðrik Hjartar, 16/9 2015

Guðsþjónusta og söfnun 13. og 20. september

Sunnudaginn 13. september verður guðsþjónusta í Vídalínskirkju og eru foreldrar og fermingarbörn sérstaklega boðin. Lesa áfram …

Heiðar Örn Kristjánsson, 8/9 2015

Árgangur 2002

Árgangur 2002 er að hefja nám á efra stigi grunnskóla og flestir þessara flottu einstaklinga ætla að fermast næsta vor. Lesa áfram …

Friðrik Hjartar, 3/9 2015

Batamessa 6. september kl. 17 í Vídalínskirkju

Messa byggð á 12 spora kerfinu andlegt ferðalag. Lesa áfram …

Heiðar Örn Kristjánsson, 1/9 2015

Kór fyrir 9 – 12 ára

Í vetur verður starfræktur kór fyrir 9 – 12 ára í Vídalínskirkju. Lesa áfram …

Heiðar Örn Kristjánsson, 1/9 2015

Neyðarþjónusta presta - Vaktsími: 659 7133
Prestarnir í Garðaprestakalli og í Hafnarfirði hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram á næsta dag.

Vídalínskirkja
Opin þriðjudaga-föstudaga
frá 10-19

Skrifstofan
Opin þriðjudaga-föstudaga
frá 10-14, athugið:
lokað á mánudögum.
Sími 565 6380. Netfang:
gardasokn (hjá) gardasokn.is

Símaviðtalstímar
Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir
þriðjudaga til fimmtudaga
kl. 11-12. Netfang:
jonahronn (hjá) gardasokn.is

Sr. Friðrik Hjartar er í leyfi fram í júlí 2015

Sr. Hans Guðberg Alfreðsson
Sími 898 9701. Netfang:
hans (hjá) bessastadasokn.is

Föstudagur

· 21.00 AA fundur

Dagskrá ...