Garðasókn

 

Heimsókn á Foreldramorgna

Foreldramorgnar Bessastaðasóknar koma í heimsókn til Foreldramorgna Garðasóknar miðvikudaginn 13. apríl.

Miðvikudaginn 13. apríl koma Foreldramorgnar Bessastaðasóknar í heimsókn til okkar í Vídalínskirkju. Gaman væri að sem flestar gætu mætt og tekið á móti gestunum okkar, nágrönnum okkar á Álftanesi. Fyrirhugað er að við heimsækjum þær/þau svo aftur nú í vor.

Starfið þar er nokkuð öflugt og hittast Foreldramorgnar Bessastaðasóknar á miðvikudögum kl. 10:00 til 12:00 yfir vetratímann í Haukshúsi sem er lítið hús niður við sjó, út frá Suðurnesvegi. Þangað mæta að jafnaði 10 – 12 mömmur og líka oft nokkrir pabbar, með eða án barna og halda uppi dagskrá svipaðri og við erum með.

Ég bið ykkur að fjölmenna og taka vel á móti Álftnesingunum.

Nanna Guðrun Zoëge, 31/3 2005 kl. 11.28

     

    Garðasókn, Kirkjulundi, 210 Garðabæ. Sími 565 6380 , fax 565 6853 · Kerfi RSS