Garðasókn

 

Keppni eldri borgara í Boccia

Föstudaginn 1. apríl kl. 9 f.h.verður keppni í Boccia milli eldri borgara í Garðabæ og Reykjanesbæ í Kirkjuhvoli

Á föstudagsmorgni 1. apríl munu eldri borgarar úr Reykjanesbæ koma í heimsókn til eldri borgara í Garðabæ. Háð verður keppni í Boccia milli félaganna. Boccia er vinsæl íþrótt meðal eldri borgara og stunduð víða af kappi.
Keppnin fer fram í aðalsal Kirkjuhvols, safnaðarheimilis Garðasóknar og er öllum heimilt að koma til þess að horfa á skemmtilega keppni. Boðið verður upp á kaffi.

Kerfisstjóri, 31/3 2005 kl. 13.48

     

    Garðasókn, Kirkjulundi, 210 Garðabæ. Sími 565 6380 , fax 565 6853 · Kerfi RSS