Garðasókn

 

Ársafmæli fermingarinnar í Garða- og Bessastaðasókn

Laugardaginn 16. apríl 2005 kl. 18:00 verður ársafmæli fermingarinnar í Garða- og Bessastaðasókn í safnaðarheimili Vídalínskirkju.

Ársafmæli fermingarinnar fyrir fermingarbörn vorsins 2004 og foreldra þeirra úr báðum sóknum Garðaprestakalls, Garða- og Bessastaðasókn verður haldið í safnaðarheimili Vídalínskirkju laugardaginn 16. apríl kl. 18:00. Nú þegar um það bil ár er liðið frá fermingu hefur verið ákveðið að hópurinn hittist ásamt foreldrum og rifji upp og endurnýji kynnin.

Þetta fyrsta ár eftir ferminguna er án efa búið að vera ár mikilla breytinga og því er skemmtilegt að hittast og ræða málin. Við byrjum með stuttri helgistund í kirkjunni, þar sem kemur að Þorsteinn Haukur Þorsteinsson, forvarnafulltrúi frá Tollstjóranum í Reykjavík og leiðir okkur í söng og lofgjörð. Segir Þorsteinn Haukur okkur frá starfi sínu í baráttunni við fíkniefnin og kynnir sinn besta vin fíkniefnaleitarhundinn Bassa og hversu mikilvægur Bassi er í baráttunni gegn sölumönnum dauðans, fíkniefnasölunum. Veitingar verða í boði kirkjunnar.

Happdrætti verður fyrir fermingarbörnin og þá foreldra sem mæta með þeim. Öllum fermingarbörnum vorsins 2004 hefur verið sent bréf með happanúmeri. Munið að taka bréfið með! Að lokum verður boðið er upp á pizzur og gos.

Það er von okkar prestanna að ,,Ársafmælið” megi verða til að styrkja þau vináttubönd sem við bundumst í fermingarstarfinu svo að þau endist út ævina. Þannig megið þið öll vita að þið eigið ávallt ,,hauka í horni” þar sem kirkjan ykkar er.

Hittumst glöð og hress í kirkjunni okkar og eigum góða samveru.

Með kærum vina kveðjum.

Prestarnir ykkar.

Hans Markús Hafsteinsson sóknarprestur.

Friðrik J. Hjartar prestur.

Halldór S. Magnússon, 13/4 2005 kl. 13.05

     

    Garðasókn, Kirkjulundi, 210 Garðabæ. Sími 565 6380 , fax 565 6853 · Kerfi RSS