Garðasókn

 

Lok sunnudagaskólans í Garðasókn vorið 2005

Formleg lok sunnudagaskólans í Garðasókn verða laugardaginn 16. apríl með ferð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn

Formleg lok sunnudagaskólans í Garðasókn verða laugardaginn 16. apríl með ferð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í boði kirkjunnar. Hafa lok sunnudagaskólans verið með þessum sama hætti undanfarin ár og hefur ævinlega verið mjög skemmtilegt.

Leggjum við að stað í rútu frá Vídalínskirkju kl. 11:00 um morguninn.

Síðan skoðum við okkur um og skemmtum okkur í garðinum.

Að því loknu verða grillaðar pylsur og allir borða nægju sína.

Gert er ráð fyrir að við verðum komin aftur að kirkjunni um kl. 13:00.

Prestarnir.

Halldór S. Magnússon, 13/4 2005 kl. 13.11

     

    Garðasókn, Kirkjulundi, 210 Garðabæ. Sími 565 6380 , fax 565 6853 · Kerfi RSS