Garðasókn

 

Vortónleikar Kórs Vídalínskirkju

Miðvikudagskvöldið 31. maí verður Kór Vídalínskirkju með vortónleika í safnaðarheimili Vídalínskirkju kl. 20.00.

Efnisskrá tónleika Kórs Vídalínskirkju í Garðabæ er mjög fjölbreytt; innlend og erlend lög, trúarleg og veraldlega, með og án undirleiks og eru allt frá Bach til laga (dægurlaga) sem samin hafa verið á allra seinustu árum.

Kórinn heldur á þessu vori þrenna tónleika, þá fyrstu í Garðabæ miðvikudagskvöldið 31. maí kl. 20, en fer síðan um hvítasunnuhelgina í tónleikaferð um norðurland og syngur tvenna tónleika, á Siglufirði laugardaginn 3. júní kl. 17 og í Glerárkirkju á Akureyri sunnudaginn 4. júní kl. 16. Á efnisskránni eru lög sem tengja tónleikastaðina, Garðabæ, Siglufjörð og Akureyri, saman með lögum eftir tónskáld frá öllum þessum stöðum.

Á tónleikunum í safnaðarheimili Vídalínskirkju verður kaffihúsastemming og boðið upp á kaffi og smá meðlæti!

Enginn aðgangseyrir er að tónleikum Kórs Vídalínskirkju.

Jóhann Baldvinsson, 29/5 2017 kl. 14.55

     

    Garðasókn, Kirkjulundi, 210 Garðabæ. Sími 565 6380 , fax 565 6853 · Kerfi RSS