Garðasókn

 

Helgistund við Garðalind – njótum blíðunnar!

Sunnudaginn 30. júlí breytum við út af vananum með helgihaldið og færum okkur úr Garðakirkju niður að GARÐALIND neðan kirkjugarðsins.
Þar verður helgistund kl. 11.00 þar sem Bjartur Logi Guðnason leikur undir söng og sr. Friðrik J. Hjartar flytur hugleiðingu.
Vert er að vekja athygli á listaverkinu ALLT TIL EILÍFÐAR og grjóthleðslu sem Garðafélagið lét gera og hlaut umhverfisviðurkenningu Garðabæjar í liðinni viku.
Garðakirkjugarður er perla í bæjarlandinu.
Fólk klæði sig eftir veðri og njóti náttúrunnar og samfélags við Guð og menn!
Engin sæti frátekin og allir velkomnir!

Friðrik Hjartar, 26/7 2017 kl. 11.35

     

    Garðasókn, Kirkjulundi, 210 Garðabæ. Sími 565 6380 , fax 565 6853 · Kerfi RSS