Garðasókn

 

Messa sunnudaginn 24. september 2017


Nú haustar að og litadýrðin í náttúrunni er mikil.
Andlega litadýrðin stendur líka fyrir sínu í messu hjá okkur sunnudaginn 24. september næstkomandi. Þar mun Sigfinnur Þorleifsson þjóna og predika en Jóhann Baldvinsson, ásamt félögum úr Kór Vídalínskirkju, munu leiða söng.
Á sama tíma er sunnudagaskólinn í safnaðarheimilinu.

Eftir messuna er síðan boðið upp á samveru með kaffisopa og djús.

Við vonumst til að sjá sem flesta.

Prédikun sr. Sigfinns má lesa hér: Predikun SÞ 15. sd e. þrenn. 24.0.2017

Pétur M. Hanna, 20/9 2017 kl. 10.52

     

    Garðasókn, Kirkjulundi, 210 Garðabæ. Sími 565 6380 , fax 565 6853 · Kerfi RSS