Garðasókn

 

Bleikur sunnudagur í Vídalínskirkju 15. október

Bleik messa og sunnudagaskóli eru kl. 11.00 í Vídalínskirkju.

Við fáum tækifæri til að styrkja Krabbameinsfélagið, en einnig verður borið fram bleikt bakkelsi í messulok í boði Okkar bakarís þar sem nýr bakari er tekinn við rekstrinum.

Bleiki liturinn verður ráðandi. Messuþjónar og kór munu klæðast bleiku, en því miður er ekki til bleikur skrúði á prestinn!

Sjálfur BLEIKI DAGURINN er föstudaginn 13. október, en við munum einnig minna á mikilvægi samstöðunnar og alvarleika þess skæða sjúkdóms sem krabbamein er.

Friðrik J. Hjartar prédikar og þjónar með öllum þessum bleiku englum, en kórinn ætlar að syngja lög eftir íslenska höfunda.

Organisti er Jóhann Baldvinsson.

 

Kaffi, djús og bleikt meðlæti í boði Okkar bakarís að lokinni athöfn.

 

Friðrik Hjartar, 12/10 2017 kl. 15.31

     

    Garðasókn, Kirkjulundi, 210 Garðabæ. Sími 565 6380 , fax 565 6853 · Kerfi RSS