Garðasókn

 

Predikun Helgu Bjarkar djákna og Sr. Kamila Magdalena Lukasova

 

Um helgina fengum við góðan gest til okkar í Vídalínskirkju en það er Kamila Magdalena Lukasová sóknarprestur í Hússita kirkjunni í Tékklandi. 

Hún hefur verið í samkirkjulegu samstarfi með Helgu Björk Jónsdóttur djákna og fluttu þær saman predikun. Kamila ásamt Sr. Jónu Hrönn þjónuðu svo saman til altaris.

Þannig minntumst við þess að fyrirrennarar okkar Jan Hus og Martin Lúther vildu að kirkjudeildir þjónuðu hvor annari í kærleika og gætu þegið efnin sín á milli eftir þeirra daga.

Stundin var innihaldsrík og ljúf og við þökkum Kamilu fyrir komuna og biðjum Guð að blessa hana í sínu starfi í Tékklandi. Predikun hennar má finna hér bæði á íslensku og tékknesku. 

Pétur M. Hanna, 12/10 2017 kl. 11.22

     

    Garðasókn, Kirkjulundi, 210 Garðabæ. Sími 565 6380 , fax 565 6853 · Kerfi RSS