Garðasókn

 

Safnaðarstarf

Börn og unglingar

Sunnudagaskólinn

Sunnudagaskólinn starfar í Vídalínskirkju alla sunnudaga kl. 11 yfir vetrarmánuðina.

Í skólanum starfa tvær deildir, yngri deild fyrir börn upp að 5 ára aldri og eldri deild fyrir börn 6 ára og eldri. Sunnudagaskólinn er fyrir alla krakka sem hafa gaman af því að syngja, hlusta á sögur og fara í leiki.

Fermingar

Skráning
til fermingar hefst í maí á auglýstum tíma.
Foreldrar velja þá athöfn sem hentar. Takmarkaður fjöldi er skráður í hverja athöfn.

Fermingarbörn í helgistund í VatnaskógiFerðalag
fermingarbarnanna til sólarhringsdvalar í Vatnaskógi hefur oftast markað upphaf fermingarfræðslunnar. Ferðalag þetta er mikilvægt til að kynnast börnunum við leik og störf í umhverfi Vatnaskógar.

Fræðslutímar,
“Spurningar”, eru vikulega á miðvikudögum í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Börnin lesa Lúkasarguðsspjall.

Messusókn
er hluti af undirbúningnum. Ætlast er til að börnin mæti í 10 guðsþjónustur yfir veturinn. Bókin Kirkjulykill er leiðarvísir um helgihaldið. Þar eru 10 verkefni sem fylla þarf út og skerpa athygli barnanna að liðum messunnar.

Fermingarathöfnin
er æfð sérstaklega í vikunni fyrir athöfn, en hver fermingarmessa tekur um eina klukkustund. Fjöldi fermingarbarna í hverri athöfn er takmarkaður til að gott pláss sé fyrir þá sem vilja njóta stundarinnar með börnunum.

 

Fræðslustarf

Þessi hluti er í vinnslu

—————-

Opið hús

Tekið í spil á Opnu húsiOPIÐ HÚS fyrir eldriborgara og alla þá sem þangað vilja koma.
Opið hús er í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju, hvern þriðjudag kl. 13:00 til 16:00.
Við spilum vist og bridge, röbbum saman og njótum þess að eiga samfélag hvert við annað. Sauma- og prjónahorn er einnig til staðar.
Kaffi og meðlæti kl. 14:30 á lágmarks verði.
Akstur fyrir þá sem vilja frá Hleinum og Jónshúsi. Upplýsingar gefur Þorlákur síma: 869-1380.
Allir velkomnir.

Hér eru myndir úr starfi eldri borgara.

Foreldamorgnar

ForeldramorgnarForeldramorgnar eru í skólastofu safnaðarheimilisins, hvern miðvikudagsmorgun kl. 10 :00 til 12:00. Fyrirlestur mánaðarlega.
Gott tækifæri fyrir foreldra að hittast með börn sín og kynnast öðrum foreldrum með börn á svipuðu reki.
Við röbbum saman, föndrum, púslum og eigum góða stund saman. Við endum stundirnar með því að syngja með börnunum.

Allir velkomnir, pabbar og mömmur, afar og ömmur.
Alltaf heitt á könnuni.

Myndir úr starfi foreldramorgna er að finna hér.

 

Garðasókn, Kirkjulundi, 210 Garðabæ. Sími 565 6380 , fax 565 6853 · Kerfi RSS