Grensáskirkja

 

Skráning í fermingarfræðslu Grensáskirkju 2018-2019

Skráning í fermingarfræðslu Grensássafnaðar 2018-2019 stendur nú yfir. Til að skrá fermingarbörn þarf að ýta á hlekkinn hér fyrir neðan og fylla út skráningarformið. https://goo.gl/forms/5GhLgHoo60I5HFXy1. Fræðslan hefst næsta sunnudag 19. ágúst kl. 09:00 í Bústaðakirkju og verður sameiginlegt verkefni Bústaða- og Grensássókna. Fermingarbörn mæta kl. 09:00. Messa kl. 11:00 með þátttöku foreldra og fermingarbarna. Fundur með foreldrum og fermingarbörnum eftir messu. Mánudagur 20. ágúst og þriðjudagur 21. ágúst; fræðsla frá kl. 09:00 til kl. 13:00.  Mikilvægt er að fermingarbörn hafi með sér nesti fyrir daginn. Dagana 24.-25. september verður síðan farið í Vatnaskóg.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 4/5 2018

Sunnudagur 23. september.

Messa í Grensáskirkju kl. 11:00. Séra Jón Ragnarsson þjónandi prestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Félagar í kirkjukór Grensáskirkju syngja.   Organisti er Kristján Hrannar Pálsson.  Heitt á könnunni eftir messuna.  Eigum góða stund í Guðs húsi.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 18/9 2018

Fermingarferðalag í Vatnaskóg 24.-25. sept.

Fermingarferðalag í Vatnaskóg verður mánud. 24.- þriðjud. 25. sept.  eins og áður hefur komið fram
Brottför verður frá Bústaðakirkju  kl. 8:00.
Heimkoma er áætluð um kl. 15:00 daginn eftir í Bústaðakirkju.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 15/9 2018

12 spor-andlegt ferðalag

12 spora starf verður í Grensáskirkju í vetur, á fimmtudagskvöldum frá kl. 19:15-21:15

Fyrsta kynningarkvöldið verður fimmtudaginn 6.  september. Það kvöld og næstu tvö fimmtudagskvöld er hægt að koma og kynna sér starfið án allra skuldbindinga um áframhaldandi þátttöku en hóparnir loka 29. september.  Vinir í bata nota 12 spor AA samtakanna til að íhuga líf sitt í þeim tilgangi að verða besta útgáfan af sjálfum sér.  Á jafningjagrundvelli skoðum við líf okkar saman, finnum út hvað má betur fara og leiðir sem bæta okkur.

Þú ert  hjartanlega velkomnin/n 6. sept.  kl. 19:15 til að athuga hvort þetta er eitthvað fyrir þig.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 2/9 2018

Samvera eldri borgara, miðvikudaginn 12. september kl. 14.

Fyrsta samvera eldri borgara í Grensáskirkju eftir sumarfrí er miðvikudaginn 12. september  kl. 14.  Helgistund, upplestur ofl.  Kaffiveitingar.  Verið hjartanlega velkomin.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 1/9 2018

Upphaf barna- og æskulýðsstarfs

Miðvikudaginn 29. ágúst hefst barna- og æskulýðsstarfið í Grensáskirkju af fullum krafti.

6-9 ára starf í Grensáskirkju

Í vetur býður Grensáskirkja upp á starf í kirkjunni fyrir krakka á aldrinum. Fundirnir verða á miðvikudagskvöldum í vetur kl. 16:00- 16:50. Áherlsa er á virðingu, vináttu og samfélag. Það verður leikið, sungið og hlustað á Guðs orð. Umsjón með starfinu hafa Daníel Ágúst Gautason, æskulýðsfulltrúi kirkjunnar, og Sigurður Óskar Óskarsson. Hægt er að skrá í starfið hér:

TTT-starf Grensáskirkju

Í vetur býður Grensáskirkja upp á TTT-starf í kirkjunni fyrir krakka á aldrinum 10-12 ára. Starfið byggir á vikulegum fundum í vetur þar sem komið er saman, farið í leiki, og hlustað á Guðs orð.  Fundirnir eru á miðvikudögum kl. 17:00-18:00. Umsjón með starfinu hafa Daníel Ágúst Gautason, æskulýðsfulltrúi kirkjunnar, og Sigurður Óskar Óskarsson. Hægt er að skrá í starfið hér:

Æskulýðsfélagið Pony

Í vetur býður Grensáskirkja í samstarfi við Bústaðakirkju upp á æskulýðsstarf í kirkjunni fyrir 13-16 ára unglinga. Fundirnir verða á miðvikudagskvöldum í vetur kl. 19:00- 20:30. Umsjón með starfinu hafa Daníel Ágúst Gautason, æskulýðsfulltrúi kirkjunnar, og Sigurður Óskar Óskarsson. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá sem ætti að höfða til allra unglinga.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 28/8 2018

Kyrrðarstundir.

Kyrrðarstundir

Kyrrðarstundir í hádegi eru í Grensáskirkju á þriðjudögum. Frá kl. 12:00 er leikið á orgel en kl. 12:10 hefst helgistund. Sunginn er sálmur, lesinn ritningarlestur, gengið til altaris og beðið fyrir bænarefnum sem fram hafa komið. Stundinni lýkur upp úr kl. 12:30 og þá gefst kostur á að kaupa einfalda máltíð á vægu verði.

12-spora-starfið

Flestir þekkja 12-sporin helst í tengslum við AA-samtökin sem eru einmitt byggð á hugmyndafræði sporanna. Eins hafa sporin verið notið í baráttu við annars konar fíkn og vandamál.

Árum saman hefur sporavinnan einnig verið unnin af þeim sem eiga ekki endilega við tiltekna fíkn að stríða en vilja vinna í eigin huga og byggja sig upp, andlega og félagslega.

12-spora-starfið í kirkjunum er ætlað öllum sem vilja nota þessa viðurkenndu leið sem hefur orðið mörgum til blessunar.

12-spora-hóparnir hittast vikulega frá hausti til vors og fara gegnum sporin. Það er bæði gefandi og krefjandi. Árangurinn er einstaklingsbundinn en yfirleitt í samræmi við það sem lagt var í vinnuna.

Í Grensáskirkju verður 12-spora-starfið á fimmtudagskvöldum kl. 19:15 og byrjar fimmtudaginn 6. september.

Fyrstu þrjú skiptin eru opin kynningarkvöld, síðan lokast hóparnir og starfa allan veturinn. Þú ert velkomin(n)!

Kyrrðarbæn

Í kapellu Grensáskirkju er boðið upp á kyrrðarbæn á fimmtudögum kl. 17:15-17:45.

Kyrrðarbæn (Centering Prayer) er byggð á fornri kristinni íhugunaraðferð. Iðkendur koma sér vel fyrir og leiðbeinandi les ritningarorð og stutta hugvekju. Iðkendur einbeita sér að því að hvíla í nánd Guðs og varðveita kyrrð hugans. Ekki er hægt að koma inn í hópinn eftir að stundin er byrjuð, stundvísi er mikilvæg.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 10/8 2018

Settur sóknarprestur

Biskup Íslands hefur sett sr. Maríu Ágústsdóttur sem sóknarprest Grensássafnaðar í leyfi sr. Ólafs Jóhannssonar. Setning hennar tekur gildi frá og með deginum í dag.  Allt  safnaðarstarf verður samkvæmt áætlun.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 21/9 2017

Æskulýðsstarfið í kirkjunni.

Núna er loksins komið að því!    Æskulýðsstarfið í Grensáskirkju hófst í september, og er í kirkjunni frá klukkan 18.30-20.00.

Æskulýðsstarfið er vettvangur þar sem ungmenni fá tækifæri til að leika, læra og efla bænalíf sitt í heilbrigðu umhverfi. Öll ungmenni í 8.-10. bekk eru velkomin og það þarf ekki að skrá sig.

Við ætlum að hafa dagskránna skemmtilega og fjölbreytta. Við ætlum í leiki, tappabolta, spila, hlaupa um, fíflast og hafa gaman. Auðvitað byrjum við fyrsta fundinn á því að fara í hressilega leiki til að hrissta okkur aðeins til.

Við vonumst til að sjá sem flest af ykkur og að við getum myndað fjörugt og öflugt starf saman í vetur.

Umsjón með starfinu hafa Daníel Ágúst Gautason og Sigurður Óskar Óskarsson.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 12/9 2017

Skráning í 6-9 ára starf og 10-12 ára starf Grensáskirkju veturinn 2017-2018

Í vetur býður Grensáskirkja upp á fjörugt og skemmtilegt barnastarf. Þáttaka í starfinu er öllum ókeypis. Áhersla er lögð á virðingu, vináttu, samfélag og skemmtun. Markmið okkar er að krakkarnir hafi gaman í kirkjunni og finni sig velkomna þar. Hægt er að fylgjast með starfinu á facebook undir ,,Grensáskirkja – Barna- og æskulýðsstarf.” Umsjón með starfinu hafa Daníel Ágúst Gautason, æskulýðsfulltrúi kirkjunnar, og Sigurður Óskar Óskarsson.

Samverur í 6-9 ára starfinu eru á miðvikudögum klukkan 15.30-16.30 og hefjast samverur 13. september. Boðið er upp á að ná í krakka í frístundarheimilinu Krakkakot í Hvassaleitisskóla. Auðvitað eru þó allir krakkar á aldrinum 6-9 ára velkomnir að mæta. Foreldrar eru hvattir til að ná í krakkana þegar starfinu líkur. Áhersla er á að hafa dagskrána skemmtilega og fjölbreytta og eru biblíusögur þáttúr í því. Það sem er m.a. á dagskrá eru leikir, föndur, ball, fjarsjóðsleit, bíómynd, og margt fleira. Nánari dagskrá verður send til foreldra þeirra barna sem kjósa að taka þátt.

Skráning í 6-9 ára starfið má finna hér: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSePbXX2gQHowITVWw-GijWMMs5nDgHrxZyLLDw6c8r94CMbYA/viewform

Samverur í 10-12 ára starfinu eru á miðvikudögum klukkan 17.00-18.00 og hefjast samverur 13. september. Allir krakkar á aldrinum 10-12 ára eru velkomnir. Starfið gengur út frá því að kenna krökkum helstu biblíusögurnar og þætti kristinnar trúar. Virðing, vinátta og fjölbreytileiki eru hjá okkur í hávegum höfð. Þá er auðvitað lögð áhersla á að krökkunum líði vel í kirkjunni. Dagskráin er skemmtileg og fjölbreytt og ættu allir að finna sig velkomna. Það sem er m.a. á dagskrá eru leikir, spil, föndur, fræðsla, ball og margt fleira. Nánari dagskrá verður send til foreldra þeirra barna sem kjósa að taka þátt.

Skráning í 10-12 ára starfið má finna hér: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScVcCLRp8uZ2df9vwSjrd2FOFjZ-rGgzXaOa7989bh4I2lKRA/viewform

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 6/9 2017

Grensáskirkja er opin alla virka daga frá kl. 10 til 15. Sími kirkjunnar er 528-4410.

Mánudagur

17:30-19:00 Kirkjukórsæfing.

Dagskrá ...