Grensáskirkja

 

Skráning í fermingarfræðslu Grensáskirkju 2018-2019

Skráning í fermingarfræðslu Grensáskirkju veturinn 2018-2019 er hafin. Til að skrá fermingarbörn þarf að ýta á hlekkinn hér fyrir neðan og fylla út skráningarformið. https://goo.gl/forms/5GhLgHoo60I5HFXy1

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 4/5 2018

Messa á þrenningarhátíð

Messað er í Grensáskirkju að vanda kl. 11 að morgni þrenningarhátíðar. Kaffisopi á undan og eftir messu. Messuhópur 2 þjónar ásamt sr. Maríu Ágústsdóttur, Ástu Haraldsdóttur og Kirkjukór Grensáskirkju. Samskot eru tekin til Hjálparstarfs kirkjunnar. Sunnudagaskólinn er kominn í sumarfrí.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 22/5 2018

Vorferð eldriborgara miðvikudaginn 16. maí kl. 12:30-17

Vorferð eldriborgarastarfsins verður farin miðvikudaginn 16. maí að Sögusetrinu á Hvolsvelli. Tekin verða spor í Njálu-refilinn og sýningin skoðuð. Síðdegiskaffi. Lagt verður af stað frá Grensáskirkju kl. 12.30 og komið heim um kl. 17. Verð kr. 2.500.-, greiðist í rútunni. Þátttaka tilkynnist fyrir lok mánudagsins 14. maí í síma 528-4410.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 14/5 2018

Hvítasunnudagur í Grensássókn

Á hvítasunnudagsmorgni er messað kl. 11 í Grensáskirkju og kl. 13 í Mörkinni. Morgunverðarhressing í safnaðarheimili kl. 10 og síðan bænastund. Messuhópur 1 þjónar ásamt nokkrum fermingarbörnum vorsins og sr. Maríu Ágústsdóttur. Samskot eru tekin til Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. Ásta Haraldsdóttir leikur undir almennan söng og stjórnar Kirkjukór Grensáskirkju í báðum athöfnum.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 14/5 2018

Brauð, bæn, boðun og blessun

Í Grensáskirkju hefst sunnudagsmorguninn kl. 10 með kaffisopa, brauðbita og síðan bænasamfélagi í kapellunni kl. 10.15. Messan hefst kl. 11 og þar þjónar messuhópur 5 ásamt nokkrum fermingarbörnum vorsins og sr. Maríu Ágústsdóttur. Ásta Haraldsdóttir og kór frá Domus Vox annast tónlistarflutning og leiða almennan söng. Samskot renna í líknarsjóð safnaðarins. Kaffi á eftir.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 10/5 2018

Uppstigningardagur. Dagur aldraðra.

Guðsþjónusta kl. 11 á degi aldraðra. Kvennakórinn Glæðurnar syngja, kórstjóri og organisti er Ásta Haraldsdóttir. Sr. María Ágústsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Kaffi og meðlæti á eftir.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 6/5 2018

Fjölskylduguðsþjónusta sunnudaginn 6. maí.

Létt og skemmtileg stund í kirkjunni kl. 11.00 fyrir alla fjölskylduna þar sem við ljúkum sunnudagaskóla vetrarins. Séra María Ágústsdóttir og Daníel Ágúst Gautason leiða stundina ásamst starfsfólki sunnudagaskólans og messuþjónum. Félagar í kirkjukór Grensáskirkju syngja.  Organisti Ásta Haraldsdóttir.   Eftir stundina verður grillað og farið í leiki með krökkunum. Allir velkomnir.

 

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 30/4 2018

Settur sóknarprestur

Biskup Íslands hefur sett sr. Maríu Ágústsdóttur sem sóknarprest Grensássafnaðar í leyfi sr. Ólafs Jóhannssonar. Setning hennar tekur gildi frá og með deginum í dag.  Allt  safnaðarstarf verður samkvæmt áætlun.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 21/9 2017

Æskulýðsstarfið í kirkjunni.

Núna er loksins komið að því!    Æskulýðsstarfið í Grensáskirkju hófst í september, og er í kirkjunni frá klukkan 18.30-20.00.

Æskulýðsstarfið er vettvangur þar sem ungmenni fá tækifæri til að leika, læra og efla bænalíf sitt í heilbrigðu umhverfi. Öll ungmenni í 8.-10. bekk eru velkomin og það þarf ekki að skrá sig.

Við ætlum að hafa dagskránna skemmtilega og fjölbreytta. Við ætlum í leiki, tappabolta, spila, hlaupa um, fíflast og hafa gaman. Auðvitað byrjum við fyrsta fundinn á því að fara í hressilega leiki til að hrissta okkur aðeins til.

Við vonumst til að sjá sem flest af ykkur og að við getum myndað fjörugt og öflugt starf saman í vetur.

Umsjón með starfinu hafa Daníel Ágúst Gautason og Sigurður Óskar Óskarsson.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 12/9 2017

Skráning í 6-9 ára starf og 10-12 ára starf Grensáskirkju veturinn 2017-2018

Í vetur býður Grensáskirkja upp á fjörugt og skemmtilegt barnastarf. Þáttaka í starfinu er öllum ókeypis. Áhersla er lögð á virðingu, vináttu, samfélag og skemmtun. Markmið okkar er að krakkarnir hafi gaman í kirkjunni og finni sig velkomna þar. Hægt er að fylgjast með starfinu á facebook undir ,,Grensáskirkja – Barna- og æskulýðsstarf.” Umsjón með starfinu hafa Daníel Ágúst Gautason, æskulýðsfulltrúi kirkjunnar, og Sigurður Óskar Óskarsson.

Samverur í 6-9 ára starfinu eru á miðvikudögum klukkan 15.30-16.30 og hefjast samverur 13. september. Boðið er upp á að ná í krakka í frístundarheimilinu Krakkakot í Hvassaleitisskóla. Auðvitað eru þó allir krakkar á aldrinum 6-9 ára velkomnir að mæta. Foreldrar eru hvattir til að ná í krakkana þegar starfinu líkur. Áhersla er á að hafa dagskrána skemmtilega og fjölbreytta og eru biblíusögur þáttúr í því. Það sem er m.a. á dagskrá eru leikir, föndur, ball, fjarsjóðsleit, bíómynd, og margt fleira. Nánari dagskrá verður send til foreldra þeirra barna sem kjósa að taka þátt.

Skráning í 6-9 ára starfið má finna hér: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSePbXX2gQHowITVWw-GijWMMs5nDgHrxZyLLDw6c8r94CMbYA/viewform

Samverur í 10-12 ára starfinu eru á miðvikudögum klukkan 17.00-18.00 og hefjast samverur 13. september. Allir krakkar á aldrinum 10-12 ára eru velkomnir. Starfið gengur út frá því að kenna krökkum helstu biblíusögurnar og þætti kristinnar trúar. Virðing, vinátta og fjölbreytileiki eru hjá okkur í hávegum höfð. Þá er auðvitað lögð áhersla á að krökkunum líði vel í kirkjunni. Dagskráin er skemmtileg og fjölbreytt og ættu allir að finna sig velkomna. Það sem er m.a. á dagskrá eru leikir, spil, föndur, fræðsla, ball og margt fleira. Nánari dagskrá verður send til foreldra þeirra barna sem kjósa að taka þátt.

Skráning í 10-12 ára starfið má finna hér: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScVcCLRp8uZ2df9vwSjrd2FOFjZ-rGgzXaOa7989bh4I2lKRA/viewform

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 6/9 2017

Grensáskirkja er opin alla virka daga frá kl. 10 til 15. Sími kirkjunnar er 528-4410.

 

Grensáskirkja, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík. Sími 5284410 · Kerfi RSS