Grensáskirkja

 

Vinsamlega athugið!

Vegna sumarleyfa er Grensáskirkja lokuð til 12. ágúst.
Bent er á guðsþjónustur í öðrum kirkjum.

Sé þörf fyrir aðra prestsþjónustu má leita til sr. Kristínar Pálsdóttur, sími: 848-5838.

Fyrsta messa eftir sumarlokun verður sunnudaginn 13. ágúst, kl. 11:00.

Sumarkveðja frá
Starfsfólki Grensáskirkju.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 9/7 2017

Skráning í fermingarfræðslu veturinn 2017-2018

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 23/4 2017

Fermingarbörnin á Pálmasunnudag 9. apríl:

Alexandra Arnarsdóttir, Heiðargerði 72, 108  Reykjavík.

Birgitta Ýr Unnarsdóttir, Laugarásvegur 52, 104  Reykjavík.

Fannar Örn Magnússon,  Háaleitisbraut 20, 108  Reykjavík.

Fannar Máni Sigurðsson, Stóragerði 6, 108  Reykjavík.

Guðrún Hilmarsdóttir, Háaleitisbraut 42, 108  Reykjavík.

Hafdís Rún Jónsdóttir, Háaleitisbraut 18, 108  Reykjavík.

Hannes Valle Þorsteinsson, Háaleitisbraut 18, 108  Reykjavík.

Hera Karín Hallbjörnsdóttir, Háaleitisbraut 39, 108  Reykjavík.

Sandra Tómasdóttir, Safamýri 23, 108  Reykjavík.

Soffía Guðlaugardóttir, Hvassaleiti 71, 103  Reykjavík.

Theódór Ingi Ingason, Fellsmúli 17, 108  Reykjavík.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 3/4 2017

Sunnudagur 2. apríl.

Fermingarbörnin sunnudaginn 2. apríl kl. 13:30:

Agnar Daði Einarsson, Hvassaleiti 36, 103  Reykjavík,

Aron Máni Tómasson, Fellsmúli 8, 108  Reykjavík.

Aþena Mist Ragnarsdóttir, Fellsmúli 13, 108  Reykjavík.

Embla Eik Arnarsdóttir,  Melgerði 30, 108  Reykjavík.

Eva Sóldís Jónsdóttir, Álftamýri 65, 108  Reykjavík.

Fjóla María Gísladóttir, Tunguvegur 60, 108  Reykjavík.

Freyja Stefánsdóttir, Álftamýri 43, 108  Reykjavík.

Helga Chan Haraldsdóttir, Heiðargerði 47, 108  Reykjavík.

Ísabella Tara Antonsdóttir, Kringlan 55, 103  Reykjavík.

Kári Valur Arngrímsson, Safamýri 89, 108  Reykjavík.

Lilja Ýr Árdal Alfreðsdóttir, Háaleitisbraut 115,  Reykjavík.

Lilja Katrín Logadóttir, Hvammsgerði 2, 108  Reykjavík.

Sigurlaug Jónsdóttir, Stóragerði 5, 108  Reykjavík.

Tryggvi Garðar Jónsson, Álftamýri 51, 108  Reykjavík.

Valgerður Helgadóttir, Heiðargerði 100, 108  Reykjavík.

Þórdís Katla Sverrisdóttir, Heiðargerði 106, 108  Reykjavík.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 27/3 2017

Sunnudagaskólinn í Grensáskirkju

Eins og undanfarin ár ætlum við að hafa það gaman saman, syngja, föndra, hlusta á sögur og leika okkur. Boðið er upp á sunnudagaskóla samhliða guðsþjónustum á sunnudögum kl. 11. Fræðslan miðast við börn á aldrinum 2-6 ára.                                                                                                                                    Öll börn hjartanlega velkomin.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 8/8 2016

Samverustundir eldri borgara.

Samverustundir eldri borgara eru á miðvikudögum kl 14 í safnaðarheimilinu en síðasta miðvikudag í mánuði er samverustunin kl. 17:30-19:00 dagskráin er sérstaklega auglýst.   Allir hjartanlega velkomnir.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 7/8 2016

KFUM&KFUK í Grensáskirkju.

KFUM&KFUK starfið fyrir 10-12 ára börn í Grensáskirkju. Starfið byggir á vikulegum fundrum í september og fram í apríl. Komið er saman og sungið, farið í leiki eða heimsóknir og hlustað á Guðs orð. Starfið er á miðvikudögum  kl. 17:00-18:00 og byrjar aftur í september.

KFUM&KFUK unglingastarfið í kirkjunni er á miðvikudagskvöldum kl. 18:30-20:00 og hefst aftur eftir sumarfrí í september.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 6/8 2016

Starfið í kirkjunni

Sunnudagsmorgnar í Grensáskirkju

Í Grensáskirkju er messað kl. 11 á sunnudagsmorgnum og barnastarf (sunnudagaskóli) fer fram á sama tíma.

Kirkjan er þó opnuð mun fyrr á sunnudögum því morgunverður er á boðstólum frá kl. 10:00-10:40 á vægu verði (kr. 250, – á mann, hámark kr. 500,- fyrir fjölskylduna). Tilvalið er fyrir einstaklinga og fjölskyldur að njóta hans með kunningjum og ókunnugum áður en messan hefst.

Kl. 10:15 er bænastund í kapellu, öllum opin.

Í sunnudagsmessunum þjóna sem fyrr messuhópar. Hlutverk þeirra er fjölbreytt aðstoð kringum messurnar, allt frá því að stilla upp ræðupúlti og tengja hljóðnema yfir í það að lesa ritningarlestra, flytja bænir og taka samskot. Þá liðsinna hóparnir einnig við morgunverðinn fyrir messu og kirkjukaffið eftir messu. Hægt er að bæta við fólki í messuhópana.

Væntanleg fermingarbörn aðstoða einnig í messunum og kringum þær.

Með þessu móti hefur samfélagið í kirkjunni eflst og skapast vettvangur fyrir sóknarbörn á öllum aldri til að eiga góða og uppbyggilega samveru.

Hversdagsmessur

Eins og undanfarin ár verða hversdagsmessur á fimmtudögum. Hversdagsmessan er messa með einföldu formi og léttri tónlist sem Þorvaldur Halldórsson tónlistarmaður leiðir. Bænin, orð Guðs og altarisganga eru uppistaða messunnar en töluðu máli stillt í hóf. Sjálf messan hefst kl. 18:10 en Þorvaldur syngur frá kl. 18:00. Messunni lýkur um kl. 18:50.

Hversdagsmessan er einföld og andrúmsloftið einkennist af kyrrð, friði og nánd Guðs. Í önn hversdagsins er þetta ljúf leið til að byggja upp trúna og styrkjast í þjónustu við Guð.

Kyrrðarstundir

Kyrrðarstundir í hádegi eru í Grensáskirkju á þriðjudögum. Frá kl. 12:00 er leikið á orgel en kl. 12:10 hefst helgistund. Sunginn er sálmur, lesinn ritningarlestur, gengið til altaris og beðið fyrir bænarefnum sem fram hafa komið. Stundinni lýkur upp úr kl. 12:30 og þá gefst kostur á að kaupa einfalda máltíð á vægu verði.

12-spora-starfið

Flestir þekkja 12-sporin helst í tengslum við AA-samtökin sem eru einmitt byggð á hugmyndafræði sporanna. Eins hafa sporin verið notið í baráttu við annars konar fíkn og vandamál.

Árum saman hefur sporavinnan einnig verið unnin af þeim sem eiga ekki endilega við tiltekna fíkn að stríða en vilja vinna í eigin huga og byggja sig upp, andlega og félagslega.

12-spora-starfið í kirkjunum er ætlað öllum sem vilja nota þessa viðurkenndu leið sem hefur orðið mörgum til blessunar.

12-spora-hóparnir hittast vikulega frá hausti til vors og fara gegnum sporin. Það er bæði gefandi og krefjandi. Árangurinn er einstaklingsbundinn en yfirleitt í samræmi við það sem lagt var í vinnuna.

Í Grensáskirkju verður 12-spora-starfið á fimmtudagskvöldum kl. 19:15.

Fyrstu þrjú skiptin eru opin kynningarkvöld, síðan lokast hóparnir og starfa allan veturinn. Þú ert velkomin(n)!

Kyrrðarbæn

Í kapellu Grensáskirkju er boðið upp á kyrrðarbæn á fimmtudögum kl. 17:15-17:45.

Kyrrðarbæn (Centering Prayer) er byggð á fornri kristinni íhugunaraðferð. Iðkendur koma sér vel fyrir og leiðbeinandi les ritningarorð og stutta hugvekju. Iðkendur einbeita sér að því að hvíla í nánd Guðs og varðveita kyrrð hugans. Ekki er hægt að koma inn í hópinn eftir að stundin er byrjuð, stundvísi er mikilvæg.

Nýliðar eiga að mæta kl. 16:50 og fá þá stutta fræðslu um það hvernig stundin fer fram. Sjá nánari upplýsingar á http://kristinihugun.is/um-kristna-ihugun/adferd-centering-prayer/

 

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 6/8 2016

12 spor-andlegt ferðalag

12 spora starf verður í Grensáskirkju í vetur, á fimmtudagskvöldum frá kl. 19:15-21:15

Fyrsta kynningarkvöldið verður fimmtudaginn 8.  september. Það kvöld og næstu tvö fimmtudagskvöld er hægt að koma og kynna sér starfið án allra skuldbindinga um áframhaldandi þátttöku en hóparnir loka 29. september.  Vinir í bata nota 12 spor AA samtakanna til að íhuga líf sitt í þeim tilgangi að verða besta útgáfan af sjálfum sér.  Á jafningjagrundvelli skoðum við líf okkar saman, finnum út hvað má betur fara og leiðir sem bæta okkur.

Þú ert  hjartanlega velkomnin/n 8. sept.  kl. 19:15 til að athuga hvort þetta er eitthvað fyrir þig.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 6/8 2016

Skráning í fermingarfræðslu í Grensáskirkju 2016-2017

Hér er hægt að skrá þátttakendur í fermingarfræðslu safnaðarins veturinn 2016-2017.

ATH.: Nauðsynlegt er að merkja í alla stjörnumerkta reiti. Þegar búið er að fylla inn formið þarf að smella á „Submit“ neðst á forminu.

Lesa áfram …

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 15/4 2016

Grensáskirkja er opin alla virka daga frá kl. 10 til 15. Sími kirkjunnar er 528-4410.

Þriðjudagur

12:00 Kyrrðarstund í kirkjunni, starfið er komið í sumarfrí hefst afur í lok sumars.
12:30 Matur í safnaðarheimili gegn vægu gjaldi eftir kyrrðarstund.
17:30 Sóknarnefndarfundur 1. þriðjud. í mánuði.
20:00 AA fundur í safnaðarheimilinu.

Dagskrá ...