Grensáskirkja

 

KFUM&KFUK í Grensáskirkju.

KFUM&KFUK starfið fyrir 10-12 ára börn í Grensáskirkju. Starfið byggir á vikulegum fundrum í september og fram í apríl. Komið er saman og sungið, farið í leiki eða heimsóknir og hlustað á Guðs orð. Starfið er á miðvikudögum  kl. 17:00-18:00 og byrjar aftur í september.

KFUM&KFUK unglingastarfið í kirkjunni er á miðvikudagskvöldum kl. 18:30-20:00 og hefst aftur eftir sumarfrí í september.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 6/8 2016

12 spor-andlegt ferðalag

12 spora starf verður í Grensáskirkju í vetur, á fimmtudagskvöldum frá kl. 19:15-21:15

Fyrsta kynningarkvöldið verður fimmtudaginn 8.  september. Það kvöld og næstu tvö fimmtudagskvöld er hægt að koma og kynna sér starfið án allra skuldbindinga um áframhaldandi þátttöku en hóparnir loka 29. september.  Vinir í bata nota 12 spor AA samtakanna til að íhuga líf sitt í þeim tilgangi að verða besta útgáfan af sjálfum sér.  Á jafningjagrundvelli skoðum við líf okkar saman, finnum út hvað má betur fara og leiðir sem bæta okkur.

Þú ert  hjartanlega velkomnin/n 8. sept.  kl. 19:15 til að athuga hvort þetta er eitthvað fyrir þig.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 6/8 2016

Skráning í fermingarfræðslu í Grensáskirkju 2016-2017

Hér er hægt að skrá þátttakendur í fermingarfræðslu safnaðarins veturinn 2016-2017.

ATH.: Nauðsynlegt er að merkja í alla stjörnumerkta reiti. Þegar búið er að fylla inn formið þarf að smella á „Submit“ neðst á forminu.

Lesa áfram …

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 15/4 2016

Sjálfboðaliðar

Mikið sjálfboðaliðastarf er unnið í kirkjunni. Sóknarbörnum gefst kostur á að taka þátt í ýmsum verkefnum í safnaðarstarfinu. Í stórum söfnuði er ávallt þörf fyrir sjálfboðaliða sem vilja láta gott af sér leiða og vera í góðum félagsskap.

Það er ekkert aldurstakmark allir eru velkomnir og hægt er að finna eitthvað við allra hæfi. Engin þarf að binda sig við neitt fast frekar en hann vill.

Ef þú lesandi góður hefur áhuga á að ganga í hóp sjálfboðaliða Grensáskirkju hafðu þá endilega samband í síma 528-4410  eða á netfang grensaskirkja@kirkjan.is

Kveðja, starfsfólk Grensáskirkju.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 1/7 2015

Grensássöfnuður 50 ára.

Sunnudaginn 22. september sl.  voru nákvæmlega 50 ár frá stofnun Grensássafnaðar.  Síðar um haustið var Felix Ólafsson kjörinn sóknarprestur nýja prestakallsins.

Í tilefni afmælisins var hátíðarguðsþjónusta í Grensáskirkju.  Biskup Íslands, frú Agnes M.  Sigurðardóttir,  predikaði.

Í allt haust verður afmælið rauður þráður í messuhaldinu eins og fram kemur í afmælisblaði sem nýlega var dreift í hús í Grensássókn.  Í forsal kirkjunnar er til sýnis fjöldi ljósmynda úr sögu og starfi safnaðarins.

Fyrir 50 árum var Háaleitishverfi nýbyggt, götur ómalbikaðar og lítil þjónusta í hverfinu.  Innan sóknar var ekkert  húsnæði sem hentaði kirkjustarfi og því fór starfsemi Grensássafnaðar fyrst um sinn fram í Breiðagerðisskóla.  Úr því rættist nokkrum árum síðar er aðstaða fékkst í Miðbæ v/Háaleitisbraut.  Það var loks haustið 1972 sem eldri kirkjan var vígð, safnaðarheimilið.  Þar var miðstöð kirkjustarfsins fram á aðventu 1996 er nýja kirkjan var vígð.

Meðfylgjandi myndir eru teknar á afmælisdaginn.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 30/10 2013

Kirkjubekkur utan dyra

Framan við Grensáskirkju var nýlega komið fyrir fallegum bekk með áletruðum skildi.
Systkinin Sigurborg og Guðmundur Kristinsbörn ásamt fjölskyldum færðu hann kirkjunni að gjöf til minningar um foreldra sína á afmælisdegi föður þeirra, 1. september en hann hefði þá orðið 100 ára.
Hjónin Guðbjörg Runólfsdóttir og Kristinn Jónsson fluttust frá Akranesi til Reykjavíkur og bjuggu síðast við Hvassaleiti eins og á minningarskildinum stendur. Kristinn lifði konu sína, varð háaldraður og sótti messur í Grensáskirkju hvernig sem viðraði enda mikill göngugarpur. Hann tengdist séra Ólafi Jóhannssyni og starfsfólki kirkjunnar vináttuböndum.
Séra Ólafur og fulltrúar sóknarnefndar veittu viðtöku þessari höfðinglegu gjöf frá fjölskyldu Kristins, við fallega athöfn í forsal kirkjunnar.
Bekkurinn stendur í góðu skjóli við kirkjuna til þæginda fyrir gangandi vegfarendur.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 24/8 2012

Sálmabókin á netinu

Sálmabók þjóðkirkjunnar er nú aðgengileg á netinu. Hægt er að leita í henni eftir númerum eða með því að fá lista með upphafi allra sálma bókarinnar.

http://www.http://tru.is/salmabok

Halldór Elías Guðmundssson, 30/3 2012

Helgihald í Grensáskirkju í dimbilviku og um páska.

Skírdagur 28. mars: Messa kl. 20:00. Altarisganga. Messuhópur þjónar. Samskot til Hjálparstarfs kirkjunnar. Altarið afskrýtt að lokinni messu.

Föstudagurinn langi 29. mars: Guðsþjónusta kl. 11. Píslarsagan lesin.

Páskadagur 31. mars: Fagnarðarguðsþjónusta kl. 8:00. Sunginn Páskadagsmorgun eftir Sveinbjörn Sveinsbjörnsson. Einsöngur, Ingibjörg Ólafsdóttir, Matthildur Matthíasdóttir og Ingimar Sigurðsson. Sameiginlegur hátíðarmorgunverður að lokinni guðsþjónustu.
Hátíðarguðsþjónusta Kirkju heyrnarlausra kl. 14:00. Prestur sr. Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir. Kaffi á eftir.

Annar í páskum 25. apríl:  Fermingarmessa kl. 11:OO.

Kirkjukór Grensáskirkju syngur, organisti er Árni Arinbjarnarson og prestur sr. Ólafur Jóhannsson í öllum athöfnum nema annað sé tekið fram.

Sóknarnefnd og starfsfólk Grensáskirkju óskar ykkur öllum gleðilega páska.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 24/3 2011

Gleðilegt sumar

Prestar, starfsfólk og sóknarnefnd óskar ykkur gleðilegs sumars.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 8/1 2009

Sunnudagur 21. júní.

Lesa áfram …

Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 3/12 2008

Grensáskirkja er opin alla virka daga frá kl. 10 til 15. Sími kirkjunnar er 528-4410.

Þriðjudagur

12:00 Kyrrðarstund í kirkjunni. Starfið er komið í sumarfrí, hefst aftur í byrjun september.
12:30 Matur í safnaðarheimili gegn vægu gjaldi eftir kyrrðarstund.
17:30 Sóknarnefndarfundur 1. þriðjud. í mánuði.
20:00 AA fundur í safnaðarheimilinu.

Dagskrá ...