Grensáskirkja

 

Starfsfólk

Mikill fjöldi fólks kemur að daglegu starfi Grensássafnaðar. Sóknarnefndarfólk, kórfélagar, kvenfélagskonur og sjálfboðaliðar eru mikilvægur hluti þess fólks. Þá eru auk þeirra nokkrir launaðir starfsmenn sem annast daglegt starf í kirkjunni, þau eru:

Séra María Ágústsdóttir:

Biskup Íslands hefur sett sr. Maríu Ágústsdóttur sem sóknarprest Grensássafnaðar í leyfi sr. Ólafs Jóhannssonar. Setning hennar tók gildi 21. september 2017.  Netffang sr. Maríu er: maria.agustsdottir@kirkjan.is. og símanúmer hennar er:  867-0647.

Séra Ólafur Jóhannsson

Séra Ólafur Jóhannsson kom til Grensáskirkju 1997 og tók við starfi sóknarprests af séra Halldóri Gröndal.
Sr. Ólafur lauk námi við guðfræðideild Háskóla Íslands, gegndi um tíma starfi skólaprests hjá Kristilegu skólahreyfingunni og starfaði í afleysingum m.a. í Víðistaðakirkju og Laugarneskirkju áður en hann tók við starfi í Grensáskirkju.
Viðtalstími sóknarprests er mánudaga-fimmtudaga kl. 11-12.

Netfang sr. Ólafs er olafur.johannsson@kirkjan.is

 

Ásta Haraldsdóttir organisti

Organisti Grensáskirkju er Ásta Haraldsdóttir.

Áslaug Sif Guðjónsdóttir

Áslaug er framkvæmdastjóri Grensáskirkju og hefur umsjón með daglegum rekstri safnaðarins. Netfang Áslaugar er grensaskirkja@kirkjan.is

Daníel Ágúst Gautason

er æskulýðsfulltrúi Grensáskirkju.  Daníel Ágúst er djáknanemi í Háskóla Íslands. Hann er fæddur árið 1994 og hefur verið starfandi í þjóðkirkjunni síðan hann fermdist, bæði sem starfsmaður og sjálfboðaliði. Hann útskrifaðist úr Leiðtogaskóla Þjóðkirkjunnar árið 2011 og lauk Félagsfræðibraut við Menntaskólann við Hamrahlíð árið 2014 með ágætan árangur í sögu. Hann hefur starfað í barna- og æskulýðsstarfi í Neskirkju, Lauganeskirkju og Bústaðakirkju.  Hann hefur umsjón með sunnudagskólanum í Bústaðakirkju, barna- og æskulýðsstarfi kirkjunnar ásamt fleiru.
Sunnudagaskólinn er alla sunnudaga kl. 11 í Bústaðakirkju.

Þuríður Guðnadóttir

Þuríður Guðnadóttir annast kirkjuvörslu og þrif. Hún er leikskólakennari að mennt og hefur tekið þátt í starfi Grensáskirkju um árabil, m.a. í sunnudagaskólastarfi og var um tíma í sóknarnefnd. Þuríður er virk í starfi Knattspyrnufélagsins FRAM og kemur víða við í félagsstörfum í sókninni.

     

    Grensáskirkja, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík. Sími 5284410 · Kerfi RSS